Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 76
kost að nota tryggar forritunaraðferðir, án þess að takmarka afkastagetuna, og minnka þannig hættuna á 2000-vanda- málum. Verður þetta almennt talið leiða til aukinnar upplýsingaskyldu seljanda gagnvart viðskiptavinum hans, séð í ljósi hins almenna jafiivægis sem gera verður kröfu um að riki milli upplýsingaskyldu seljanda og rannsóknarskyldu kaupanda. Til að koma í veg fyrir réttaróvissu, er mjög mikilvægt að dómstólarnir noti fyrsta tækifæri tíl að taka afstöðu til þess hvert gildissvið kaupalaganna telst vera þegar um staðlaðan hugbúnað, sérhann- aðan hugbúnað eða innbyggðar tölvustýr- ingar er að ræða Astæðan er einföld, verði kaupalögin talin gilda í öllum tilvikum gild- ir ársfresturinn einnig. Einnig verður að skera úr um hve lengi hugbúnaður telst halda verðmætí sínu þar eð það er eitt af grundvaUarskilyrðum þess að hægt sé að höfða skaðabótamál að tjónþoli getí sýnt fram á fjártjón. Skýr skilaboð frá dómstól- um um þessi atriði munu varpa skýrara ljósi á réttarstöðu mögulegra sóknaraðila og af því leiðir að dómskeríinu verður hlift við óþarfa málsóknum. Sterk staða kaupenda! Leiða má líkur að því, að kaupendur 2000-vanhæfs hugbúnaðar hafi nokkuð sterka stöðu ef til þess kemur að mála- ferli rísi í kjölfar þess tjóns sem af kann að hljótast. Má í því sambandi benda á þýðingu almennra sjónarmiða um grand- semi og þær kröfur sem almennt eru gerðartil sárfræðinga. Ennfremurað í skaðabótamálum næstu ára verði horft til þess að mjög langt er um liðið síðan ábendingar og viðvaranir tóku að birtast í fagtímaritum á sviði tölvumála um 2000- vandann. Það mun ekki verða sjónarmið- um framleiðenda hugbúnaðar til fram- dráttar. Viðræður um úrbætur Hér að framan er sagt að kaupendur hafi sterka stöðu þeg- ar litíð sé tíl hugsanlegra málaferla kom- andi ára. Þessi fullyrðing er sett fram á fræðilegum forsendum. Hagsmunir kaupenda liggja fyrst og fremst í þvi að tölvukerfi þeirra virki sem skyldi. Þess vegna er ákjósanlegasta lausnin í flest- um tilvikum hin ólögbunda úrbótaheim- ild. En þar sem þessari ákjósanlegu lausn vandans verður ekki þröngvað upp á seljendur og ffamleiðendur af dómstól- um næst hún eingöngu fyrir gagnkvæm- ar samningaviðræður. Mikilvægi þess að viðræður um viðeigandi úrbætur eigi sér stað verður líklega hvorki áréttað né ít- rekað nægilega oft. Sú leið virðist enda sú allra hagkvæmasta fyrir alla aðila. Þær hugleiðingar sem liggja þessari stuttu grein til grundvallar byggja jafnt á eldri og yngri fræðikenningum, sjón- armiðum úr dómaframkvæmd og ekki síst eðli máls í tengslum við tölvuréttar- leg álitaefni. Þar sem hins vegar er um nýjan og óplægðan akur að ræða verður fyrst mögulegt að framkvæma raun- verulega skoðun þegar langt er liðið á næstu öld. I þessu felst einnig að frjálst mat dómara í fyrstu dómsmálunum um þetta efni gæti hugsanlega breytt í aðal- atriðum því sem nú er helst að vænta, það er að segja þegar dómstólar hafa gert upp við sig hvorn pólinn þeir taka í hæðina, hvort þeir hallast til að vernda rekstraröryggi hugbúnaðarframleið- enda eða ósérfróða kaupendur. 33 entsmiðjan \ GRAFÍK VlLJI OG VAN DVIRKNI í VERKI ! pósthólf 250, sími: 554 5000, fax: 554 6681 Smiðjuvegur 3, 200 Kópavogur 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.