Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 44
FLUGREKSTUR Flugleiðir innanlandsdeild frá Reykjavík til ellefu staða víða um landið. Við fljúg- um nú til fimm staða frá Reykjavík, auk flugs út frá Akureyri. Þetta er að verða miklu samþjappaðra flug.“ Vegakerfið Vegakerfið hefur batnað gríðarlega um allt land á undanförnum árum og það segir Jón Karl að megi líka líta á sem kost og aukin tækifæri fyrir innanlandsflugið. „Það er hægt að reka flugið á hagkvæmari hátt út frá færri stöðum og bætt vegakerfi gerir aðkomu að meginflugvöllum betri. Þannig er Eg- ilsstaðaflugvöllur nú t.d. orðinn miðstöð fyrir allt Austurland." Völlur i Vatnsmýrinni Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er sígilt umræðu- efni; á flugvöllurinn að vera áfram á sama stað eða á að flytja hann suður í Kapellu- hraun eða jafhvel alla leið til Keflavikur? Jón Karl segir það lykilatriði að flugvöll- urinn verði áfram í höfuðborginni og þá sé besti kosturinn Vatnsmýrin. „Kannan- ir sýna að um 70% innlendra farþega er fólk sem býr utan Reykjavíkur. Reykjavík er höfuðborg og þjónustukjarni landsins. Þar eru helstu sjúkrastofnanir, opinberar stofnanir, stórfyrirtæki og alls kyns þjón- ustufyrirtæki og þessa þjónustu þarf fólk að sækja þangað. Það er ótvíræður kost- ur fyrir fólk úti á landi að geta lent í mið- bænum, sinnt sínum erindum og farið jafnvel heim samdægurs. Ef flugvöllurinn verður fluttur til Keflavíkur þá lengist ferðatíminn. Þang- að er lengra að fljúga, flugvöllurinn er stærri og við myndum lenda í vandræð- um með aðstöðu. Það er lengri akstur innan flugvallar og það er lengri akstur til flugvallar. Þetta myndi líklega þrefalda tímann sem það tekur að fljúga til Akur- eyrar og því er alveg ljóst að það myndi hafa gífurleg áhrif,“ segir Jón Karl og bendir á að innanlandsflug í Noregi hafi minnkað um 20% eftir að Fornebu-flug- 30% markaðshlutdeild! „Við skilgreinum okkur sem flutn- ingafyrirtæki sem þýðir að við erum að keppa við alla sem eru á þeim markaði. Samkvæmt þeirri skilgrein- ingu erum við með innan við 30% markaðshlutdeild. Samkeppnisyfir- völd hafna þessari skilgreiningu og líta eingöngu á flugmarkaðinn innan- lands. Þar erum við með í kringum 65% sem er svipuð markaðshlutdeild og stærstu verslunarkeðjurnar á mat- vörumarkaðnum hafa.“ völlur var fluttur úr útborg Oslóar til Gardermoen sem er í um 50 km fjarlægð frá borginni. „Hinn möguleikinn, að búa til annan flugvöll, við eða í nágrenni Reykjavíkur, er í sjálfu sér ekkert fjar- lægur, að öðru leyti en því að slíkt kostar á bilinu 12-18 milljarða." Að mati Jóns Karls eru nægir framtíð- armöguleikar í Vatnsmýrinni. Hann seg- ir að vandamál flugvallarins hafi að mörgu leyti verið óvissan sem ríkt hefur um framtíð hans. „Það er hægt að bæta aðkomuna og byggja í kringum flugvöll- inn, leyfa fyrirtækjum að koma þar upp aðstöðu, reisa flugstöð og bæta aðstöðu fyrir farþega. Þetta er flugvöllur sem um 450 þúsund farþegar fara um á ári og það má reikna með því að sú tala vaxi upp f 500-550 þúsund," segir hann og bendir á að á flugvellinum vinni 600-700 manns og afleidd heilsársstörf séu talin vera 1200-1300. „Það er talið að flugvöllurinn skili Reykjavíkurborg í kringum 11 millj- örðum í tekjur á ári. Þetta eru stórar töl- ur og þá er ekki talin með sú verslun og þjónusta sem fylgir þessum farþega- fjölda, þannig að þetta eru háar fjárhæð- ir og miklir hagsmunir í húfi.“ Fjárfestar byggi og leigi út En hvernig sér framkvæmdastjóri Flugfélags Is- lands fyrir sér framtíðaraðstöðuna í Skeijafirði? Hann vill að byggð verði ein- hvers konar umferðarmiðstöð, þar sem gert verði ráð fyrir bílaleigubílum, rútum og flugi ásamt þjónustufyrirtækjum, þannig að ferðamenn geti auðveldlega skipt um ferðamáta á einum og sama stað. Á staðnum er þegar öll aðstaða fyr- ir viðhald flugvéla. „Það þarf að byggja upp og laga llugbrautir fyrir um 1,5 millj- arð. Síðan þarf að byggja flugstöð sem þyrfti ekki að kosta meira en 600-800 milljónir," segir hann og telur best að fjárfestar tækju að sér að reisa bygging- una og leigja svo út aðstöðu. „Síðan vant- ar bílastæði. Við skulum því segja að það þyrfti 1-1,1 milljarð til að byggja flugstöð og þá aðstöðu sem þarf. I heildina erum við þá að tala um 2,6-3 milljarða til að gera svæðið viðunandi. Hér væri líka hægt að veita lóðir undir lítil fyrirtæki, sem væru háð eða tengd flutningum og sæju sér hag í því að staðsetja sig þar sem aðgengi er þægilegt og auðvelt." Er fyrirsjáanlegt að fjárfestar byggi á næstu árum í þeirri óvissu sem ríldr um framtíð vallarins? „Völlurinn verður hér a.m.k. fram tii ársins 2016. Spurningin er sú hvort ein- hverjir sjá sér hag í því að byggja flug- stöð og taka áhættuna á því að völlurinn verði hugsanlega fluttur eftir 2016. Ég held að það þurfi ekki að vera mikil áhætta fólgin í því. Ef þetta er fjölnota hús þá er hægt að breyta því ef menn hugsa þannig í upphafi." Reksturinn hefur gengið erfiðlega og virðist það nánast orðið lögmál. Er það eitthvað sem er hægt að breyta? „í fyrra var tap af rekstrinum sem nam tæpum 300 milljónum króna. Við verðum með helmingi betri rekstur í ár þó að við rekum fyrirtækið enn með tapi. Við erum alls staðar að bæta við, Qölga farþegum og hagræða í rekstri; reka fyr- irtækið með meiri hagkvæmni, til dæm- is með því að fara yfir í færri flugvélateg- Þú getur séð hvar sendingin þín er stödd hverju sinni á www.postur.is/tnt - hún verður örugglega komin á áfangastað innan sólarhrings. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.