Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 82
MENNING
Veislan að bresta á
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur
□ ann 29. janúar hefst dagskrá
menningarborgarinnar form-
lega með viðhöfn," segir Skúli
Helgason, starfsmaður verkefnisins
Reykjavík, menningarborg Evrópu árið
2000. „Þetta er tvíþætt, annars vegar um
20 formlegir viðburðir sem dreifast frá
morgni og fram á kvöld en þar kennir
ýmissa grasa. Hins vegar verður opið
hús úti um alla borg hjá aðilum sem
tengjast dagskrá menningarborgarinnar
á árinu og alls kyns uppákomur fyrir al-
menning. Dagskráin hefst með athöfn í
Landsbókasafninu þar sem á að opna
mjög leyndardómsfullan kassa sem af-
komendur Erlendar í Unuhúsi afhentu
safninu árið 1947 með því skilyrði að
hann yrði ekki opnaður fyrir en árið
2000. Menn hafa mikið spáð í það hvað í
kassanum sé. Hann hefur verið innsigl-
aður í rúmlega hálfa öld en sumir hafa
talið að dagbækur Erlendar séu í hon-
mennar. Leggja fyirtækin um 40 milljón-
ir króna í verkefnið.
íslandsviti við Sandskeiðið Svo stiklað
sé á stóru yfir dagskrá menningarborg-
arinnar 29. janúar nk. má nefna vígslu Is-
landsvitans, sem er gerður af ítalska
listamanninn Claudio Parmiggiani, og
fer sá atburður fram við Sandskeið. Þetta
er heilmikið mannvirki, upp á eina þrett-
án metra, og
samanstendur af
þremur sívaln-
ingum sem reist-
ir eru hver upp af
öðrum. Þessi viti
á svo að lýsa
menningarþjóð-
inni um ókomin ár.
Vígsla Islandsvitans tengist sýningu í
Iistasafiii Islands á verkum Parmiggi-
anis, sem opnuð verður seinna um dag-
inn.
skemmtilegur viðburður en það er upp-
boð á gömlum búningum sem leikhúsið
á eftir 50 ára starfsemi. Það er verið að
skipuleggja nokkra atburði sem sérstak-
lega eru ætlaðir almenningi og eiga að
lífga upp á líf borgaranna á köldum laug-
ardegi í janúar. „Við bjóðum almenningi,
ekki síst krökkum, að taka þátt í léttum
leik með okkur þar sem vegleg verðlaun
verða í boði.“ Áætlað
er einnig að vera
með opin hús á
mörgum af þeim
stöðum þar sem við-
burðir verða seinna
á árinu. Iþrótta-
bandalag Reykja-
víkur ætlar að
stefna saman krökkum og foreldrum úr
öllum íþróttaskólum borgarinnar. Þá
verður dagskrá fyrir unglinga í félags-
miðstöðvum borgarinnar og skemmt-
un um kvöldið. Háskóli Islands mun
opna vísindavef þennan dag.
um.“
Vatnspóstur vígður Borgarbókasafnið
tekur þátt í viðamiklu samstarfi við borg-
arbókasöfn annarra menningarborga
þar sem markmiðið er að vekja athygli á
mikilvægi bókmennta og lesturs. Á þess-
um degi verður opnuð sýning í Folda-
safni í Grafarvogi og jafnframt opnuð
vefsíða þar sem helstu rithöfundar
menningarborganna eru kynntir og verk
þeirra. Vatnspóstur verður vígður á
Hallgrímstorgi við Listasafn Einars Jóns-
sonar. Nykur heitir hann og er gerður af
Þórði Hall.
„Þjóðleikhúsið fækkar fötum“ er
Heimildamyndahátíð íslensk heimilda-
myndahátíð, sem stendur í eina viku,
verður opnuð og verða frumsýndar Jjór-
ar nýjar heimildarmyndir. Sú sem
frumsýnd verður 29. janúar er um Sig-
ríði Zoéga en hún var einn helsti frum-
herji íslenskrar Ijósmyndalistar.
Menningarborgin hefur kostað endur-
gerð hinnar frægu myndar Rokk í
Reykjavík með enskum texta. Um kvöld-
ið hefst heljarmikil hátíð Tónskáldafé-
lags Islands sem verður í þremur hlut-
um og mun spanna íslenska tónlist á 20.
Eldsmiðir allra landa
Á árinu 2000 verða haldin mörg fjölmenn mót hár á landi í tengslum við menning-
arborgina. Þar er fyrst að telja heimsmót eldsmiða þar sem allt að 300 eldsmiðir
frá öllum heimshornum koma saman í Reykjavík til sameiginlegrar sýningar. Af
því tilefni munu þátttakendur skapa risavaxiö listaverk sem verður varðveitt í borg-
inni um ókomin ár. Viðamikil tónlistarhátíð verður haldin í Laugardal
sem eflaust mun draga til sín vel á annan tug þúsunda gesta, norrænt
kvennakóramót verður haldið með um 1500 þátttakendum, einnig
norrænt mót ungmennafélaga með þúsundum þátttakenda,
hestamannamót sem vafalítið mun laða að sér gesti í
þúsundatali og rúmlega þúsund börn munu taka þátt
í barnakóramóti.
Svanhildur Konráðsdóttir er útgáfu- og
kynningarstjóri menningarborgarinnar.
Viðskiptalífið tengist þessu verkefni á
glæsilegan hátt og má segja að menning-
ar- og atvinnulífið taki höndum saman
um glæsilega útkomu verksins. Fimm
fyrirtæki eru svonefndir máttarstólpar
verkefiiisins. Þau eru Búnaðarbankinn,
Eimskip, Landsvirkjun, Olís og Sjóvá-Al-