Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 88
FOLK Dyrirtækið Dælur ehf hefur þjónað sjávar- útveginum, iðnaðin- um og sumarhúsaeigendum i áratugi. Hjalti Þorsteinsson er einn af eigendum fyrirtæk- isins og í daglegum rekstri sér hann um sölu- og mark- aðsstýringu auk þess sem hann heldur utan um stefnu og strauma fyrirtækisins. „Það er óhætt að segja að ég sé allt í öllu en það skiptir máli að allir séu samhentir hjá fyrirtæki sem er í sókn inn í nýja öld,“ segir Hjalti. „Einkunnarorð fyrirtæk- isins eru „Heildarlausnir til framtíðar“ og lýsir það vel stefnu fyrirtækisins sem er að geta boðið viðskiptavin- um sinum heildarlausnir varðandi rétt val á dælum fyrir vatns- og sjóflutninga ýmiskonar. Aðalsmerki fýrir- tækisins er og hefur verið að bjóða hlýja og persónulega þjónustu og eru viðskiptavin- irnir þess margir og tryggir." Fyrirtækið Dælur ehf hét áður Gísli J. Johnsen og var stofnað í Vestmannaeyjum ::::: ; Hjalti Þorsteinsson er einn af eigendum Dæla og sér um sölu■ markaðsmál. Fyrirtœkið fagnaði 100 árum á þessu ári. ferðuðumst um landið og lékum fýrir bændur og búalið og höfðum nóg að gera. Eg hef unnið alla mína tíð hjá Dælum nema þegar ég var dagskrárgerðarmaður á Aðalstöðinni 90,9 í 2 ár og stjórnaði morgunþætti stöðv- arinnar. I fýrravetur hélt ég áfram í námi og fór í endurmennt- unardeild H.í. og útskrifaðist úr markaðs- og útflutnings- fræðum. Það nám hefur reynst mér mjög vel við störf mín í dag. Eg er ógifur og barnlaus, við erum bara 2 í kotinu, ég og Lennon (enskur Labrador), í augnablikinu, en ég horfi mjög björtum augum á framtíðina í þeim efnum,“ segir Hjalti. „Vinnan er allaf númer eitt hjá mér, en auk þess mannrækt, mannleg sam- skipti og heilbrigt líferni. Ég er mikill útivistar- og nátt- úruunnandi sem og hesta- maður og fer gjarnan í hesta- ferðir á sumrin þegar tími gefst frá rekstri fyrirtækis- Hjalti Þorsteinsson, Dælum árið 1899 en það er upphafið að fýrirtækinu eins og það er í dag. ,Árið 1983 var nafni verslunar Gísla J. Johnsen breytt f Dælur hf. og við höf- um haldið upp á 100 ára rekstrarafmæli fýrirtækisins nú í ár, 1999. Á árunum 1986 til 1990 varð gífurleg þörf fyrir alls kyns dælur þegar uppbygg- ing á fiskeldi var í hámarki. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefúr verið hægur en samfelldur vöxtur í sölu á dælum hjá fýrirtækinu og starfsmönnum hefúr fjölgað smátt og smátt. Þeir eru nú orðnir um 10 talsins. Það eru gífurleg forréttindi að fá að vinna með fólki sem lítur á fyrirspurnir og verkefni sem ögrun. Liðsheildin hjá okkur er mjög sterk, enda hefur það sýnt sig að viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem við veitum, hvort sem er að nóttu eða degi,“ segir Hjalti. Nú á afmælisárinu flutti fyrirtækið í nýtt og glæsilegt hús að Fiskislóð 18 í Reykja- vík. Nokkuð var orðið þröngt um starfsemina á Smiðjuveg- inum, en þar hafði fyrirtækið starfað frá árinu 1979. „Nýja húsnæðið er þrisvar sinnum stærra og býður starfsmönn- um upp á mun betri aðstöðu til þess að geta sinnt við- skiptavinum enn betur en áður,“ segir Hjalti. „Ég er fæddur 9 vikum fyrir tímann árið 1971 á þjóð- hátíðardegi Indverja, þann 26. janúar, á þriðjudags- kvöldi klukkan 22:00 þegar Simon Templar var í kana- sjónvarpinu. Fyrstu 2 mán- uði lífs míns var ég í kössum, 1 mánuð í súrefni og 1 mán- uð í hitakassa. Sex ára gamall flutti ég með fjölskyldu minni í Ár- bæjarhverfið og gekk þar í grunnskóla. Eftir Árbæjar- skóla fór ég í framhalds- skóla; rúntinn frá Versló í F.B. Ég hætti námi því tími minn fór allur í tónlistina og hljómsveitarbransann með mínum besta vini „Látúns- barkanum“ Bjarna Ara. Við ins. Skotveiðin gefur mér einnig tækifæri til að njóta og tengjast hinni stórkost- legu og stórbrotnu íslensku náttúru. Sveitin gefur mér mikið og mér finnst gott að fara úr annríkinu í borginni í sveitarfriðinn. Ég hlusta mikið á tónlist og hef sérstaklega gaman af þvf að fara á tónleika, bæði hér og erlendis, og fylgist vel með þó að ég sé hættur í dagskrágerð í bili. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og staðan er í dag er ég bundinn fram- tíðarverkefnum hjá Dælum ehf inn í nýja öld og þar horf- um við til frekari landvinn- inga.“ ffij 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.