Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 64
Deloitte & Touche hf. Öflugt endurskodunar og ráðgjafarfyrirtæki Þrjú fyrirtæki hafa nú sameinast undir nafninu Defoitte & Touche hf. Um áramótin munu síðan Deloitte & Touche hf. og VSÓ Ráðgjöf sameina rekstrarráðgjafarsvið fyrirtækjanna undir nafninu VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf. Sameiningin kall- aði á nýtt húsnæði þar sem starfsemin verður öll undir sama þaki í nýbyggingu að Stórhöfða 23. Kostnaði við nýja húsnæðið hefur verið stillt í hóf en með þessu verður fyrirtækið hagkvæmari rekstrar- eining um leið og vinnuaðstaða starfsmanna verður mjög góð, að sögn Margrétar Sanders, framkvæmda- stjóra rekstrarsviðs. Starfsmenn sem koma til með að vinna hjá Deloitte & Touche hf. í Reykjavík eru um 110 en auk þess eru útibú og samstarfsaðilar á 14 stöðum á landinu svo að í heild eru þeir um 150 talsins. Margrét bætir við að styrkur Deloitte & Touche hf. felist í starfsfólkinu og að fyrirtækið leggi höfuð- áherslu á að vera með gott starfsfólk. „Við viljum vera þekkt fyrir að vera með besta fólkið. Takist það er ávallt tryggt að hægt verði að veita viðskiptavin- um bestu þjónustu enda er heildarmarkmið alþjóða- samtakanna Deloitte & Touche að viðskiptavinirnir og starfsfólkið skari fram úr." Margrét Sanders, fram- kvœmdastjóri rekstrarsviSs. Endurskoðun og reikningsskil Knútur Þórhallsson og Lárus Finnbogason endurskoðendur, yfir- menn endurskoðunar- og reikn- ingsskilasviða. „Endurskoðunar- og reikningsskilaþjónustan er grunnþjónusta og eins konar hornsteinn í rekstri fyrirtækis á borð við Deloitte & Touche hf. sem er eitt af stærstu fyrirtækjum hér á landi á þessu sviði," segja endurskoðendurnir Lárus Finnboga- son og Knútur Þórhallsson. „Samhliða endurskoðunarvinnunni veitum við ýmiss konar ráðgjöf sem tengist starfi okkar, m.a. að meta fjárfestingarkosti, aðstoða við samruna fyrirtækja o.fl. Ráðgjöfin byggist á því að endur- skoðendurnir hafi góða þekkingu á fyrirtækinu sem þeir eru að endurskoða og starfsumhverfi þess. Á þennan hátt gerum við þjónustu okkar verðmætari fyrir viðskiptavini okkar." Deloitte & Touche hf. hefur innleitt alþjóðlegt end- urskoðunar- og uppgjörskerfi, AS/2 (Audit System/2), sem er notað um allan heim af Deloitte & Touche. Lárus og Knútur ítreka að kappkostað sé að hafa þjónustu persónubundna og að viðskiptavin- urinn tengist nú, eins og fyrir sameininguna, ákveðnum endurskoðanda. Sameinað, stórt fyrir- tæki geri mönnum hins vegar kleift að fylgjast enn betur með framþróun og nýjungum og stuðli að betri menntun starfsmanna, því góð þekking og menntun séu grundvallaratriði hjá fyrirtæki eins og Deloitte & Touche hf„ sem fyrst og fremst sé þekk- ingarfyrirtæki. Lögð hafi verið áhersla á að byggja upp fag- hópa með sérþekkingu á ýmsum sviðum, t.d. sjáv- arútvegs-, iðnaðar- og fjármálasviði þannig að við- skiptavinurinn hafi möguleika á að komast ávallt í beint samband við þá sem búa yfir sérþekkingu á því sviði sem hann leitar upplýsinga um. Skattaráðgjöf í alþjóðlegu umhverfi Verkefni, sem lögmenn og lögfræðingar Deloitte & Touche hf. sinna, eru fyrst og fremst á sviði skatta- og félagaréttar. „Við veitum ráðgjöf með það að markmiði að lágmarka skattgreiðslur. Einnig svörum við fyr- irspurnum og boðunarbréfum á skattstjórastigi og kærum úrskurði skatt- stjóra til yfirskattanefndar fyrir hönd viðskiptavina okkar," segja þau Árni Harðarson, Anna Linda Bjarnadóttir og Páll Eiríksson. „Einnig er unnið að gerð framtala fyrir einstaklinga með afbrigðilega álagningu séu þeir t.d. með tekjur eða eignir erlendis eða dveljist hér á landi að- eins hluta úr ári. Þá er veitt ráðgjöf á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Er- lendum fyrirtækjum er veitt sértæk skattaráðgjöf hafi þau áhuga á að hefja rekstur hér á landi, en íslensk fyrirtæki leita eftir ráðgjöf vilji þau byggja upp starfsemi erlendis. f slikum tilfellum finna starfsmenn Deloitte & Touche hf. hvað best hentar hverjum og einum." Á sviði félagaréttar er meðal annars veitt ráðgjöf um stofnun félaga og gerð samrunaáætlana, skiptingu félaga og ennfremur sinna starfs- Anna Linda Bjarnadóttir, Árni Harðarson og Páll Eiríksson sem sinna skattaráðgjöfinni. Birkir Leósson, yfirmaður skatta- og lögfrœði- sviðs, varfjarverandi þegar myndin var tekin. menn verkefnum tengdum hækkun eða lækkun hlutafjár. Loks má nefna að veitt er ráðgjöf um hvaða félagsform hentar tilteknum rekstri best. 64 IMIMMMIIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.