Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 65
m 'TH'
]£L t l
4 j, j
Hluti ráðgjafa VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjafar. Taliðfrá vinstri Ása Karin Hólm, Páll R. Pálsson, HaraldurÁ. Hjaltason, Ottó V. Winther,
Viðar Helgason, Birgir Finnbogason, Guðrún Högnadóttir og Jón Búi Guðlaugsson. FV-Myndir: Geir Ólafsson
VSÖ Deloitte & Touche - Ráðgjöt
Með VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf verður til mjög öflug ný þjón-
ustueining á íslenska ráðgjafarmarkaðnum. Fyrirtækið býður upp
á alhliða rekstrarráðgjöf með tengingu við verkfræði og umhverf-
isráðgjöf hjá VSÓ Ráðgjöf annars vegar og endurskoðun og skatta- og
fjármálaþjónustu hjá Deloitte og Touche hf. hins vegar. Hið nýja fyrir-
tæki byggir á áralangri ráðgjafarreynslu innan fyrirtækjanna tveggja. „í
sameinuðu fyrirtæki getum við boðið upp á heildariausnir þannig að við-
skiptavinurinn kemur á einn stað þar sem hægt er að leysa mál hans
hvort sem þau eru tæknilegs eðlis, endurskoðunarmál eða rekstrarvið-
fangsefni. Hjá VSÓ Ráðgjöf starfa um 85 manns og 130 manns hjá
Deloitte & Touche hf. svo þetta er mjög öflugt ráðgjafarfyrirtæki með al-
gjöra sérstöðu því enginn annar hér á landi get-
ur boðið upp á það sama á einum stað," segir
Haraldur Á. Hjaltason, framkvæmdastjóri VSÓ
Deloitte & Touche - Ráðgjafar. „Sérfræðingar
okkar í rekstrarráðgjöf munu kalla á sérfræði-
þekkingu innan úr fyrirtækjunum báðum þegar
þörf krefur og mynda brú á milli."
„Við notum mótaða aðferðarfræði, tækni
og búnað sem þróaður hefur verið hjá alþjóða-
fyrirtækinu Deloitte & Touche og aðlagðaður
íslenskum aðstæðum. Þannig getum við boðið
upp á þjónustu, sem sérstaklega tekur mið af
því að leita lausna fyrir viðskiptavininn," segir
Birgir Finnbogason, endurskoðandi hjá
Deloitte & Touche hf. og stjórnarfor-
maður hjá VSÓ Deloitte & Touche -
Ráðgjöf. „Við teljum mikilvægt fyrir ís-
lenskt atvinnulíf og hið opinbera að
það sé til staðar öflug starfsemi á þessu sviði hér á landi sem sé sam-
bærileg því besta að umfangi og gæðum, sem þekkist í nágranna- og
helstu viðskiptalöndum. Jafnframt getum kallað til aðstoðar aðila inn-
an alþjóðafyrirtækisins sem hafa faglega sérþekkingu og staðarlega
þekkingu sem oft er nauðsynleg þegar íslensk fyrirtæki gera útrás á er-
lenda grundu." Haraldur segir erlendu tengslin við Deloitte & Touche
um allan heim einnig mjög mikilvæg að öðru leyti: „Þau gera okkur
kleift að fylgjast mjög náið og með tiltölulega einföldum hætti með allri
þróun og nýjungum og eiga auk þess kost á markvissri þjálfun fyrir
starfsfólk okkar. Við leggjum mikið upp úr því að starfsmenn okkar hafi
góða menntun og þekkingu og fái endurmenntun og þjálfun á alþjóða-
vísu í því vandasama starfi sem ráðgjöfin er."
Haraldur og Birgir benda á að innan VSÓ
Deloitte & Touche - Ráðgjöf hafi myndast
ákveðin sérhæfing sem að þeirra mati sé ein-
stök á íslandi. „Við höfum yfirgripsmikla þekk-
ingu á sjárvarútvegi og í heilbrigðisrekstri. Hjá
okkur starfar fólk sem hefur langa starfs-
reynslu og þekkingu á þeim vettvangi. Á heil-
brigðissviðinu getum við auk þess sótt víðtæk-
ar upplýsingar til alþjóðafyrirtækisins og í
sjávarútvegi sjáum við möguleika á að selja
sérþekkingu til annarra landa. VSÓ Deloitte &
Touche - Ráðgjöf er þekkingarfyrirtæki sem
byggir á aðferðum sem menn hafa tileinkað
sér og fólkinu sjálfu sem starfar hjá
fyrirtækinu, reynslu þess og þekk-
ingu," segja þeir Haraldur og Birgir að
lokum.
Nýtt húsnæði
Deloitte &
Touche
a
Stórhöfða 23 112 Reykjavík
Sími: 580 3000 • Fax: 580 3001
Netfang: dtt@deloitte.is ■ Heimasíða: www.deloitte.is
WinmiiMilii'tililllH 65