Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 65
m 'TH' ]£L t l 4 j, j Hluti ráðgjafa VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjafar. Taliðfrá vinstri Ása Karin Hólm, Páll R. Pálsson, HaraldurÁ. Hjaltason, Ottó V. Winther, Viðar Helgason, Birgir Finnbogason, Guðrún Högnadóttir og Jón Búi Guðlaugsson. FV-Myndir: Geir Ólafsson VSÖ Deloitte & Touche - Ráðgjöt Með VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf verður til mjög öflug ný þjón- ustueining á íslenska ráðgjafarmarkaðnum. Fyrirtækið býður upp á alhliða rekstrarráðgjöf með tengingu við verkfræði og umhverf- isráðgjöf hjá VSÓ Ráðgjöf annars vegar og endurskoðun og skatta- og fjármálaþjónustu hjá Deloitte og Touche hf. hins vegar. Hið nýja fyrir- tæki byggir á áralangri ráðgjafarreynslu innan fyrirtækjanna tveggja. „í sameinuðu fyrirtæki getum við boðið upp á heildariausnir þannig að við- skiptavinurinn kemur á einn stað þar sem hægt er að leysa mál hans hvort sem þau eru tæknilegs eðlis, endurskoðunarmál eða rekstrarvið- fangsefni. Hjá VSÓ Ráðgjöf starfa um 85 manns og 130 manns hjá Deloitte & Touche hf. svo þetta er mjög öflugt ráðgjafarfyrirtæki með al- gjöra sérstöðu því enginn annar hér á landi get- ur boðið upp á það sama á einum stað," segir Haraldur Á. Hjaltason, framkvæmdastjóri VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjafar. „Sérfræðingar okkar í rekstrarráðgjöf munu kalla á sérfræði- þekkingu innan úr fyrirtækjunum báðum þegar þörf krefur og mynda brú á milli." „Við notum mótaða aðferðarfræði, tækni og búnað sem þróaður hefur verið hjá alþjóða- fyrirtækinu Deloitte & Touche og aðlagðaður íslenskum aðstæðum. Þannig getum við boðið upp á þjónustu, sem sérstaklega tekur mið af því að leita lausna fyrir viðskiptavininn," segir Birgir Finnbogason, endurskoðandi hjá Deloitte & Touche hf. og stjórnarfor- maður hjá VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf. „Við teljum mikilvægt fyrir ís- lenskt atvinnulíf og hið opinbera að það sé til staðar öflug starfsemi á þessu sviði hér á landi sem sé sam- bærileg því besta að umfangi og gæðum, sem þekkist í nágranna- og helstu viðskiptalöndum. Jafnframt getum kallað til aðstoðar aðila inn- an alþjóðafyrirtækisins sem hafa faglega sérþekkingu og staðarlega þekkingu sem oft er nauðsynleg þegar íslensk fyrirtæki gera útrás á er- lenda grundu." Haraldur segir erlendu tengslin við Deloitte & Touche um allan heim einnig mjög mikilvæg að öðru leyti: „Þau gera okkur kleift að fylgjast mjög náið og með tiltölulega einföldum hætti með allri þróun og nýjungum og eiga auk þess kost á markvissri þjálfun fyrir starfsfólk okkar. Við leggjum mikið upp úr því að starfsmenn okkar hafi góða menntun og þekkingu og fái endurmenntun og þjálfun á alþjóða- vísu í því vandasama starfi sem ráðgjöfin er." Haraldur og Birgir benda á að innan VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf hafi myndast ákveðin sérhæfing sem að þeirra mati sé ein- stök á íslandi. „Við höfum yfirgripsmikla þekk- ingu á sjárvarútvegi og í heilbrigðisrekstri. Hjá okkur starfar fólk sem hefur langa starfs- reynslu og þekkingu á þeim vettvangi. Á heil- brigðissviðinu getum við auk þess sótt víðtæk- ar upplýsingar til alþjóðafyrirtækisins og í sjávarútvegi sjáum við möguleika á að selja sérþekkingu til annarra landa. VSÓ Deloitte & Touche - Ráðgjöf er þekkingarfyrirtæki sem byggir á aðferðum sem menn hafa tileinkað sér og fólkinu sjálfu sem starfar hjá fyrirtækinu, reynslu þess og þekk- ingu," segja þeir Haraldur og Birgir að lokum. Nýtt húsnæði Deloitte & Touche a Stórhöfða 23 112 Reykjavík Sími: 580 3000 • Fax: 580 3001 Netfang: dtt@deloitte.is ■ Heimasíða: www.deloitte.is WinmiiMilii'tililllH 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.