Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 42
FLUGREKSTUR
Flugið er öllum
frjálst! Eða hvað?
ón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Islands hf., er
bjartsýnn á að félagið verði rek-
ið á sléttu eða jafnvel með hagnaði á
næsta ári. Miðað við forsöguna í innan-
landsfluginu yrðu það stórtíðindi næðist
það markmið! Jón Karl hefur unnið hjá
Flugleiðum frá 1982, byijaði þar sem
sumarmaður og fór svo í fullt starf eftir
próf í viðskiptafræði frá Háskóla Islands.
Hann hefur komið við i ýmsum deildum
fyrirtækisins, hagdeild, viðhaldsdeild og
kostnaðareftirliti og verið yfirmaður hag-
deildar og ijárreiðudeildar og stýrt leiða-
stjórnun í fyrirtækinu. Fyrir fimm árum
varð hann svæðisstjóri Flugleiða í Evr-
ópu með aðsetur í Frankfurt og segir að
það hafi verið lærdómsríkt að vinna með
jafn ólíkum þjóðum og Frökkum, Itölum,
Þjóðverjum, Spánverjum og þjóðum
Austur-Evrópu. I ársbyrjun 1999 tók Jón
Karl við starfi framkvæmdastjóra Flugfé-
lags Islands og hefur verið áberandi í
ijölmiðlum vegna samskipta félagsins
við samkeppnisyfirvöld.
Samkeppnisyfirvöld Á ýmsu hefur
gengið í samkeppninni við önnur flugfé-
lög eftir að sérleyfin voru lögð niður í júlí
1997 og fyrirtækin hafa komist í fréttir
öðru hvoru vegna þess, síðast í byrjun
október þegar Flugfélag íslands vildi
hefja eftirmiðdagsflug til Egilsstaða.
„Eins og staðan er í dag er öllum frjálst
að fljúga hvert sem þeir vilja, hvenær
sem þeir vilja og hvernig sem þeir vilja -
nema okkur,“ segir Jón Karl og er mjög
ósáttur við að samkeppnisyfirvöld telji
sig þurfa að „framleiðslustýra" fyrirtæk-
inu, eins og hann kallar það. Hann segir
afstöðu samkeppnisyfirvalda byggða á
tvennu, annars vegar því að Flugfélag ís-
lands hafi áður haft einokunaraðstöðu
vegna sérleyfa og hins vegar því að félag-
ið sé markaðsráðandi fyrirtæki.
/
Jón Karl Olafsson, fram-
/
kvæmdastjóri Flugfélags Is-
lands, er afar ósáttur við að
samkeppnisyfivöld telji sigpurfa
að „framleiðslustýra “félaginu!
Hann gerir sér vonir um að fé-
lagið verði rekið á sléttu á
næsta ári.
„Ef um væri að ræða stórgróðafyrir-
tæki með mikinn hagnað af rekstri þá
gæti ég skilið að menn hefðu áhyggjur,
en þessi rekstur hefur alltaf verið erfiður.
Sérleyfunum fylgdu alls konar kvaðir,
flug á smærri staði var í raun niðurgreitt
með flugi á stærri staðina. Þetta er úrelt
kerfi og það hefur verið lagt niður. Eg er
ósammála því að það eigi að hafa áhrif á
frjálsan markað í dag.“
Ekki markaðsráðandi „Hvað það varð-
ar að við séum markaðsráðandi fyrir-
tæki þá er ég því ósammála. Við skil-
greinum okkur sem flutningafyrirtæki,
sem þýðir að við erum að keppa við alla
og allt, sem er á þeim markaði. Sam-
kvæmt þessari skilgreingu erum við
með innan við 30 prósenta markaðshlut-
deild. Samkeppnisyfirvöld hafa hins
vegar ekki viljað viðurkenna þessa skil-
greiningu og vilja líta á flugmarkaðinn
eingöngu. Þar erum við tiltölulega stór-
ir. Ef við tökum allan flugmarkaðinn þá
er markaðshlutdeild okkar í kringum 65
Fjölgun um 100 þúsund!
„Ef við horfum á þróunina á milli
1995 og 1999 þá hefur farþegum í
innanlandsflugi fjölgað frá 350 þús-
und upp í 450 þúsund, eða um 100
þúsund farþega.“
prósent. Það er svipuð markaðshlut-
deild og stærstu verslunarkeðjur á mat-
vörumarkaði hafa og þar telja menn sig
ekki þurfa að loka búðum eða banna
mönnum að hafa opið á sunnudögum,"
segir Jón Karl og telur afar óeðlilegt í
fijálsri samkeppni að rekstri fyrirtækis
sé framleiðslustýrt.
Vantar leikreglur „Ef það á að vera
þannig þá verða leikreglurnar að liggja
nákvæmlega fyrir en það gera þær ekki.
Við vitum ekki hvernig við getum hagað
okkur á þessum markaði fyrr en eftir á.
Síðast bannaði Samkeppnisráð okkur að
fljúga eftirmiðdagsflug til Egilsstaða. Það
lá fyrir í ágúst að við ætluðum að fljúga
þetta og það voru yfir 300 farþegar búnir
að bóka sig í þessa ferð þegar þeir bönn-
uðu flugið. Þetta náttúrlega gengur ekki.
Það verður að liggja fyrir hvað má og
hvað ekki,“ segir hann og bætir við að
búið sé að kæra þennan úrskurð Sam-
keppnisstofnunar til áfrýjunarnefndar.
240 starfsmenn Hjá Flugfélagi íslands
starfa um 240 starfsmenn, þar af meiri-
hlutinn í Reykjavik, eða um 180 manns.
Af 60 starfsmönnum utan Reykjavíkur
vinna um 40 á Akureyri. Hinir eru á ísa-
firði, Egilsstöðum, í Veshnannaeyjum og
á Hornafirði. Fyrirtækið veltir 1,7 millj-
örðum króna á ári og er því eitt af 100
stærstu fyrirtækjum landsins. Það rekur
10 flugvélar, þrjár Fokker 50, sem eru
með 50 sæti, þrjár 19 sæta Metro flugvél-
ar, tvær Twin Otter vélar, sem eru með
19 sæti hvor, og tvær Chieftain níu sæta
vélar. Flogið er frá Reykjavík til fimm
staða en félagið er líka með áætlunarflug
frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnaijarðar,
Þórshafnar og Egilsstaða auk þess sem
það heldur uppi millilandaflugi frá
Reykjavíkurflugvelli til Grænlands og
Færeyja.
42