Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 75

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 75
mörg ár vegna sérfræðikunnáttu sinnar, sbr. síðar. Þetta skýtur stoðum undir þá sanngjörnu niðurstöðu að þeim verði ekki gert kleift að skýla sér á bak við árs- frestínn og halda því fram að þeir hafi ekki vitað um vandann í sérhverju tilviki. Þessar hugleiðingar eiga þó ekki við um staðlaðan hugbúnað þar eð hann telst falla undir gildissvið kaupalaganna. Dómar á sviði tölvuréttar Æskilegt verður að telja að dómstólar mótí for- dæmi, þar sem á framleiðendur sé lögð sönnunarbyrði, það er að framleiðendur þurfi að leiða líkur að vanþekkingu þeirra eða grandleysi um 2000-vandann. Að öðrum kostí verða dómstólarnir að horfa í gegnum fingur sér um vitneskju framleiðenda og slá því einfaldlega föstu að hinn sérfróði aðili hljótí að búa, eða ættí að minnsta kostí að búa yfir þekk- ingu, sem leggur á hann ábyrgð. Þetta á þó ekki við takist hinum sérfróða aðila að sýna fram á annað. Þetta myndi einnig vera í samræmi við dómafram- kvæmd á sviði tölvuréttar í öðrum lönd- um, sem að miklu leyti hefur viðurkennt að sérfróður aðili i tölvuviðskiplum skuli bera meiri ábyrgð á því að kaupandi fái umsamda greiðslu, heldur en almennt verður talið eiga við um annars konar samningssambönd. Taki dómstólar ekki það skref sem hér hefur verið lýst leiðir af sjálfu að ósérfróði eða minna sérfróði aðilinn, í þessu tílfelli kaupandinn, er í vonlítílli stöðu. Hugbúnaðarframleiðendur geta gætt hagsmuna hver annars með þvi að halda því fram að vanþekking og al- mennt grandleysi hafi ríkt um vandann, jafiit í faginu almennt sem við þróun við- komandi forrits. Þar með yrði allt að þvi ómögulegt fyrir kaupanda, sem hvorld býr yfir þekkingu á faginu né forritun sem slíkri, að snúa við sönnunarbyrðinni um gáleysi framleiðenda. Telja verður að framleiðendur hafi al- mennt haft eða átt að hafa vitneskju um 2000-vandann í mörg ár vegna sérfræði- kunnáttu sinnar. Þetta skýtur stoðum undir þá sanngjörnu niðurstöðu að þeim verði ekki gert kleift að skýla sér á bak vlð árs- frestinn og halda því fram að þelr hafi ekki vitað um vandann í sérhverju tilviki. Þessar hugleiðingar eiga þó ekki við um staðlaðan hugbúnað þar eð hann telst falla undlr gildissvið kaupalaganna. í framhaldi af því sem sagt hefur verið um ætlaða grandsemi hugbúnaðarfram- leiðenda verður að álykta sem svo að hinn strangi tilkynningarfrestur 52. gr. kaupalaganna, „skal hann skýra seljanda frá því þegar í stað, ef um verzlunarkaup er að tefla ...“, teljist ekki eiga við vegna hinnar vítaverðu vanhirðu framleiðand- ans, sbr. lögjöfnun frá 53. gr. kaupalag- anna. Það er dómstóla að meta hver tíma- mörk tílkynningar teljast eiga við. Upplýsingaskylda seljenda Leiða má líkur að því, að kaupendur 2000-vanhæfs hugbúnaðar hafi nokkuð sterka stöðu ef til þess kemur að málaferli rísi í kjölfar þess tjóns sem af kann að hljótast. Má í því sambandi benda á þýðingu almennra sjónarmiða um grandsemi og þær kröfur sem almennt eru gerðar tíl sérfræðinga. Ennfremur að í skaðabótamálum næstu ára verður horft til þess að mjög langt er um liðið síðan ábendingar og viðvaranir tóku að birtast í fagtímaritum á sviði tölvumála um 2000-vandann. Það mun ekki verða sjónarmiðum framleiðenda hugbúnaðar tíl framdráttar. Þá munu dómstólar líta tíl þess að framleiðendur hafa í áraraðir átt þess 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.