Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 28
PflLL SIGUBJÓNSSON MflBUR ÁRSINS þeim. En miklar sveiflur eru eðli verktakagreinarinnar hér á landi og í senn meginvandamál hennar." Sérðu einhverja jarðagangagerð framundan? „Eg held að það verði ráðist í gerð ganga áður en mörg ár líða, annað hvort á Austurlandi eða Norðurlandi, eða jalhvel á báðum stöðum í einu.“ Telur þú að beita þurfi öðrum aðferðum stjórnunar í byggingariðnaði en öðrum atvinnugreinum? „Það held ég ekki, lögmálin eru þau sömu. Að vísu einkenna miklar sveiflur byggingariðnaðinn sem og óvissa sem fylgir því að flestra verkefna, tekna, er aflað með tilboðum í verk og þar er því ekki á vísan að róa. Þetta er mikil keppnisgrein og spenn- an er mikil þegar tilboð eru opnuð. Engu að síður gilda sömu lögmálin og formúlurnar og í öðrum rekstri; að virkja krafta og metnað starfsmanna og reka fyrirtækin með hagnaði. Til þess eru stjórnendur allra fyrirtækja ráðnir. Þó er eflaust annar brag- ur á því að stjórna mjög smáu eða stóru fyrirtæki, sama í hvaða atvinnugrein menn starfa." Ert þú mikið á ferðinni á milli byggingastaða þannig að starfsmenn finni fyrir nálægð þinni eða stjórnar þú mest í gegnum fundi með nánustu samstarfsmönnum þínum? „Eg kem á byggingastaðina annað slagið en eftir að fyrirtæk- :■> C / oryggi Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. • HSS3 Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 ið stækkaði og verkefnunum tjölgaði gefst einfaldlega ekki timi til að vera mikið útí á vinnustöðunum. Eg sakna þess. Þetta leið- ir hins vegar af sjálfu sér þegar fyrirtæki stækka - og hvað þá þegar starfsemin er víða, eins og í okkar tílviki. Þegar fyrirtæk- ið var lítíð þekktí ég hins vegar alla starfsmenn, eiginkonur og eiginmenn þeirra og börn. Um það hvort ég stjórni mest í gegn- um fundi þá er eflaust eitthvað tíl í því. Eg funda reglulega með mínum nánustu samstarfsmönnum og við skiptumst á upplýs- ingum. Eg sit hins vegar ekki fundi með tæknimönnunum; yfir- verkfræðingarnir stýra þeim fundum en síðan ræði ég við þá. Hins vegar hef ég það sem meginreglu að allir starfsmenn eiga greiðan aðgang að mér. Dyrnar hjá mér eru yfirleitt opnar og menn nýta sér það. Það er talsverð umferð inn til mín. Þá hef ég þann háttínn á að starfsmenn útí á vinnustöðunum og viðskipta- vinir eigi auðvelt með að ná í mig símleiðis, það heyrir tíl und- antekninga að ég loki að mér og látí taka skilaboð." I umræðum um stjórnun er mildð rætt um forgangsröð- un verkefha hjá stjórnendum, að þeir einbeiti sér að réttu hlutunum. I hvaða verkefhi ættu forstjórar að eyða mestum tíma sínum? ,ÆtU flestír séu ekki sammála um að stjórnendur eigi að eyða mestu púðri í stefnumörkun og að hugsa um framtíðina. Eg held raunar að þeir einbeití sér meira að þess- um málum en áður; velti oftar fyrir sér hvernig fyr- irtæki þeirra getí vaxið, hvar þau eigi að sérhæfa sig, hvort hægt sé að beita nýrri tækni, hvernig hægt sé að þróa vöruna eða þjónustuna og hvern- ig hægt sé að hlúa betur að starfsmönnum. Aður fór kannski mestur timi stjórnenda í að standa skil á launagreiðslum, bjarga föstudeginum, eins og það var orðað. Það er nokkuð sem allir stjórnend- ur hafa einhvern tíma lent í þegar á mótí hefur blás- ið í rekstrinum eða viðskiptavinir hafa átt erfitt með að standa í skilum." Flestir stjórnendur eru á einu máli um að uppsagnir starfsmanna séu erfiðasta verk þeirra. Hvernig eiga stjórnendur að bera sig að í þeim efnum? „Það er ekkert verk eins erfitt og viðkvæmt og að segja upp starfsmönnum. Þegar verkefnaskort- ur blasir við verður því miður samt ekki komist hjá því enda stendur valið þá á milli þess að fækka fólki eða að fyrirtækið leggi síðar upp laupana - og þá missa allir vinnuna. Þess vegna höfum við sett okkur það sem meginmarkmið Istaks að reka fyr- irtækið með hagnaði og hlúa vel að starfsmönn- um, ekki einungis í kjörum heldur líka með því að reyna að útvega þeim stöðug verkefni í sveiflu- bundinni atvinnugrein. Þegar um er að ræða upp- sögn eins starfsmanns, sem hentar ekki í viðkom- andi starf, er það ekki síður sársaukafullt. Eg held samt að ekki megi draga þá ákvörðun á langinn, ekki síst starfsmannsins vegna, slíkt getur eyði- lagt möguleika hans í framtíðinni. Hættan er sú að hann brotni smám saman niður í starfi og missi sjálfstraustið. Besta leiðin er eflaust að stjórnand- inn ræði við starfsmanninn og að þeir finni sem sársaukalausastan endi á samstarfinu þannig að viðkomandi getí sem fyrst leitað sér að öðru starfi sem hentar honum betur. Raunar held ég að (0 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.