Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 90

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 90
Ólöf Árnadóttir, framkvœmdastjóri auglýsingastofunnar P&Ó. FV-mynd: Geir Olafsson Olöf Arnadóttir, P&O □ uglýsingastofan P&Ó er nú orðin 14 ára gömul, en hana stofnaði ég ásamt eigin- manni mínum, Pétri Hall- dórssyni, árið 1985. Helstu stefnumál fyrirtækisins eru að bjóða almenna auglýs- ingagerð og að aðstoða fyrir- tæki, stofnanir og félagasam- tök við stefnumótun í auglýs- inga- og kynningarmálum. Einnig að stuðla að áreiðan- legu og heiðarlegu upplýs- ingastreymi í viðskiptum og vera ffamúrskarandi í allri hönnun," segir Ólöf Árna- dóttir, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar P&Ó. „Mitt hlutverk er að vera tengiliður við viðskiptavini og að aðstoða þá við stefnu- mörkun í auglýsinga- og kynningarmálum. Að auki er ég hugmyndasmiður og hönnuður." Skammstöfunin P&Ó stendur fyrir Pétur Halldórs- son og Ólöf. Samstarfsfólk þeirra eru Áslaug Ágústs- dóttir fjármálstjóri og Ragnar Blöndal, hugmyndasmiður og textahöfundur. Helstu viðskiptavinir P&Ó eru: Verðbréfaþing ís- lands, Haraldur Böðvarsson hf., Thorarensen Lyf, forsæt- is-, utanríkis-, sjávarútvegs-, fjármála-, menntamála- og dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, Rafiðnaðarsamband Islands, Vélstjórafélag Is- lands, Strætisvagnar Reykja- víkur, Ferðaskrifstofa ís- lands (ráðstefnudeild), Rikis- útvarpið (Langbylgja), Stíga- mót og Móðir Jörð og lífræn ræktun, Vallanesi. „P&Ó hefur alltaf verið í fremstu röð hvað varðar glæsilega hönnun og fagleg vinnubröð í auglýsingagerð og hefur hlotið fjölda verð- launa og viðurkenninga á innlendum og erlendum vett- vangi. P&Ó var tilnefnt til menningarverðlauna DV fyr- ir hönnun á merki og útliti gagna Verðbréfaþings Is- lands og hönnun á nýju útliti bréfgagna ráðuneytanna," segir Ólöf. Foreldrar Ólafar eru Ólöf Guðný Geirsdóttir, húsmóðir og hannyrðakona, og Árni Brynjólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lands- sambands rafverktaka og einn af stofnendum Athafna- hóps aldraðra. Ólöf Árna- dóttir er fædd á Hallveigar- stígnum í Reykjavík árið 1954. Bernsku- og unglings- árunum varði hún á Rauða- læknum. Ólöf varð í tvígang íslandsmeistari stúlkna í golfi og þótti hafa afar fagra sveiflu. Ólöf hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands í auglýsingadeild að loknu skyldunámi. Hún útskrifað- ist árið 1974 og síðar lagði hún stund á framhaldsnám í Middlesex University árin 1975-76 við grafíska hönnun og auglýsingagerð. Að loknu námi réð Ólöf sig til starfa árið 1976 hjá Grafík og hönn- un (síðar Gylmir) en árið 1979 réðst Ólöf til starfa á Auglýsingastofu Ólafs Steph- ensen. Ólöf hefur unnið tölu- vert að félagsmálum, verið prófdómari við MHI og sinnt ýmsum dómnefndarstörfum sem tengjast faginu. Eiginmaður hennar er Pétur Halldórsson og þau hjónin eiga eina dóttur, Brynju Pétursdóttur, 15 ára. „Áhugamál mín mótast að mestu af því að njóta augna- bliksins í návist fjölskyldunn- ar og vina. Eg legg einnig ríka áherslu á að njóta lista, andlegra málefna og að stunda líkamsrækt." 35 90

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.