Frjáls verslun - 01.11.1999, Blaðsíða 46
Krístín Jóhannesdóttir, Gaumi
Eftír ísak Örn Sigurðsson
rístín Jóhannesdóttir
er nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Fjár-
festingarfélagsins Gaums ehf
og tók við því starfi þann 1.
september síðastliðinn.
„Gaumur er ijölskyldufyrir-
tæki í eigu fjölskyldu minnar.
Eg fluttist heim til íslands í
sumar eftir rúmlega 4 ára
dvöl í Danmörku og það vant-
aði framkvæmdastjóra til að
taka við fyrirtækinu. Þá lá það
beinast við að ég tæki það
starf að mér,“ segir Kristín.
Verkefni framkvæmda-
stjóra Fjárfestingarfélagsins
Gaums eru margvísleg.
Gaumur hefur meðal annars
tjárfest í verslunar- og veit-
ingarekstri og er hluthafi í
Baugi sf. Veitingareksturinn
felst meðal annars í að eiga
og reka Hard Rock Café í
Reykjavík og Pizza Hut veit-
ingakeðjuna á Islandi.
„Við tókum við rekstri
Pizza Hut á þessu ári og erum
þegar búin að bæta við tveim-
ur veitingastöðum, það er nýj-
um veitingastað á Sprengi-
sandi og einnig í Nýkaup í
Kringlunni. Gaumur er
einnig hluthafi í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins. Mitt
starf felst að miklu leyti í að
halda utan um hlutina, ef svo
má að orði komast. Fjárfest-
ingarfélagið er tjölskyldufyr-
irtæki og hefur verið að
stækka og þróast að undan-
förnu. Stefnan hefúr alltaf ver-
ið að taka þátt í verslunar-
rekstri, en týrirtækið hefur
einnig fært sig yfir á önnur
svið síðastliðin ár.“
Kristín Jóhannesdóttir er
fædd í Reykjavík þann 9.
mars árið 1963. „Ég ólst upp í
Reykjavík til tólf ára aldurs en
fluttí þá út á Seltjarnarnes.
Stúdentsprófi lauk ég frá
Verslunarskóla íslands árið
1983 og lagaprófi frá Háskóla
íslands árið 1988. Ég öðlaðist
málflutningsréttindi tyrir hér-
aðsdómi árið 1991. Að lokinni
útskrift starfaði ég á Lög-
fræðiskrifstofu Tryggva Agn-
arssonar héraðsdómslög-
manns árin 1988 - 1995. Hug-
ur minn stefndi á ffamhalds-
nám og ég fluttist til Dan-
merkur í byrjun árs 1995 þar
sem ég stundaði meðal ann-
ars nám við Háskólann í Arós-
um,“ segir Kristín.
Kristín er gift Jóni Garðari
Ögmundssyni framkvæmda-
stjóra og á með honum tvær
dætur, Gunnhildi, 6 ára, og
Berglindi, 2 ára.
Starf Kristínar sem fram-
kvæmdastjóri Gaums er anna-
samt og lítill tími gefst til að
sinna áhugamálum. „í starfi
sem þessu, þar sem mikið er
að gera, og þegar maður á tvö
börn er ekki mikill tími aflögu
fyrir áhugamál. En ég reyni að
fara í líkamsrækt þegar færi
gefst en hana tel ég reyndar
ekki til áhugamála.
Réttarsálarfræði og það
sem heyrir til mannlegu hlið-
inni á lögfræðinni gæti
kannski talist til áhugamála
enda lagði ég stund á það í
framhaldsnámi," segir Krist-
ín. SO
46