Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 60
HETIB Aukið álag Stjórnendur eru upplýstari en áður og þeir þurfa að melta fleiri upplýsingar og vera fljótari að vinna úr þeim en fyrir nokkrum árum. Þeir þurfa að vera snöggir að lesa og fara yfir tölvupóstinn sinn, taka ákvörðun um hvað þeir ætia að skoða betur, hverju þeir ætla að svara og hvernig. rými á virinustað sé aí hinu góða því að þá séu allir alltaf sýnilegir og það vinni gegn einangrun. Með því að brjóta niður veggi og múra geti menn auðveldlega gengið um fyr- irtækið, heilsað og spjallað við samstarfsmenn. Með Netinu eru öll samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn er- lendis mjög lipur en félagslega þáttinn vantar að sjálfsögðu vegna fjarlægðarinnar. Persónuvernd má aukast „Netið eykur mannleg samskipti og þau eiga sér stað um nýjan miðil. Áður tók langan tíma að senda bréf og fá svar til baka. Nú er hægt að senda tíu tölvu- bréf á sama tíma og það tekur að lesa eitt bréf upp á gamla mátann. Hvað er slæmt við það? Nákvæmlega ekkert. Ég hitti miklu fleiri núna en ég hef gert nokkru sinni áður og ég hitti miklu frekar rétt fólk af því að ég hef meiri og betri upp- lýsingar til grundvallar. Maður heldur áfram að hitta fólk á reglulegum fundum til að fara yfir mál. Það er óbreytt. En maður kemur miklu meiru í verk þess á milli,“ segir Frosti Sigurjónsson og telur Netið sér- staklega hentugt til þess að bóka fundi, velta hugmyndum á milli manna, fá viðbrögð og ráðgast við aðra. Til viðbótar hefur Netið þann stóra kost að stjórnendur geta fylgst með póstinum sínum í fríum og brugðist við ef þörf krefur. „Það er alltaf hægt að finna jákvæðar og neikvæðar hliðar á öllu en ég er ekki mjög fundvís á neikvæðu hliðarnar að öðru leyti en því að mér fmnst að það megi huga betur að persónuvernd á Netinu. Allt það neikvæða í mann- skepnunni virðist líka endur- speglast þar. Netið virðist vera tölu- verður tímaþjófur í vinnunni og ég hef áhyggjur af því að fólk eigi eftir að læra að umgangast það.“ Kjartan Guðbergsson, ráðgjafi hjá Gœða- miðlun. „Stjórnendur hafa ekki verið nógu fljótir að tileinka sér og skilja þá möguleika sem felast í samskiptum á Netinu. “ Flóttaleið Meðal lækna hefur komið fram að tölvunotkun geti komið niður á félagslegum þroska og aðstæðum fólks. Þegar starfsmaður situr allan daginn fyrir framan tölvuna og hefur samskipti við aðra í gegnum hana er hætt við að það komi niður á mannlegum samskiptum. Stundum getur ver- ið spaugilegt þegar í ljós kemur að unglingar sem standa í hóp í hrókasamræðum eru allir að tala í GSM síma en ekki hver við annan. Næsta víst má telja að einungis hluti af þess- ari samskiptaþörf sé brýnn og segja má að hægt sé að of- nota Netið á sama hátt og GSM símana. Við getum sent póst frekar en að hringja eða heimsækja fólk. Netið kann líka að vera töluverð flóttaleið fyrir þá sem eru vansælir í starfi og hafa aðgang að því. Hvaða áhrif getur Netið haft á samskipti stjórnanda við undirmann? Svarið fer eftir því hvernig Netið er notað. Netið getur gjörbreytt boðleiðum og gert þær skilvirkari og betri. En ef þessi tækni er ofnotuð eða notuð á óskynsamleg- an hátt þá getur það leitt stjórnandann út í ógöngur. Það er hægt að nálgast samstarfs- fólkið með boðleiðum gegnum Netið en það er líka hægt að halda því frá sér. Ef einstaklingur hefur tilhneigingu til að einangra sig þá veitir Netið honum gíf- urleg tækifæri til þess.SH 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.