Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 100
Jón Gunnar Jónsson er deildarstjóri steypuskála hjá ISAL en hann starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá SS. Jóni Gunnari finnst spennandi FV-mynd: Geir Ólajsson. að fá tækifæri til að takast á við stjórnun í nýju umhverfi hjá ISAL. Jón Gunnar Jónsson, ISflL Eftir ísak Örn Sigurðsson Jón Gunnar Jónsson hóf störf sem deildarstjóri steypuskála hjá ISAL í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. Aður hafði hann starfað sem framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands í 12 ár. Þar tók hann þátt í um- fangsmiklum breytingum og byggði samtímis upp ákveðna sérþekkingu á sviði kjötiðnaðar og matvælafram- leiðslu. ,Að mínu mati er' mjög spennandi að fá tæki- færi til að takast á við stjórn- un í nýju umhverfi hjá ISAL. Það er gott tækifæri til að þroskast í starfi og ég vona að það komi fyrirtækinu vel að fá inn mann úr ólíkum rekstri. Mann sem sér suma hluti frá öðrum sjónarhóli," segir Jón Gunnar. „Starf deildarstjóra í steypuskála felst í daglegum rekstri steypuskálans. I hon- um er fljótandi áli er breytt í fastan málm, í 200 mismun- andi vörur sem framleiddar eru samkvæmt óskum við- skiptavina. I steypuskálanum vinna að jafnaði um 125 starfsmenn af um 540 starfs- mönnum hjá fyrirtækinu. Steypuskálinn sér um sam- skipti við viðskiptavini, skipu- leggur framleiðsluna og tryggir að hún sé í samræmi við samþykktar vörulýsingar. Framleiðslan er nokkuð flók- in og gerir miklar kröfur til starfsmanna. Steypuskálinn er starf- ræktur allan sólarhringinn, allan ársins hring og í hverj- um vakthópanna fimm eru 20 manns. Þá vinnur hópur sér- fræðinga innan deildarinnar og sinna þeir ýmsum verkefn- um svo sem skipulagningu, fræðslu, viðhaldsmálum og verkefnum í tengslum við gæðastjórnun. Það er því ljóst að margir koma að störfum í steypuskálanum og leggja sitt af mörkum til að ná tilætluð- um árangri í rekstri. Barrar eru uppistaðan í framleiðslu ISAL en þeir geta vegið allt að 30 tonnum og eru notaðir beint í völsun fyr- ir ýmsar vörur. Sérstaða ISAL byggir á sérhæfðri fram- leiðslu sem hentar kröfuhörð- um viðskiptavinum. Arangur- inn ræðst af þessu og að því vil ég stuðla að íyrirtækið sé vel samkeppnishæft. A und- anförnum árum hefur verið unnið metnaðarfúllt starf hjá ISAL sem þarf að viðhalda með uppbyggingu mannauðs og háu tæknistigi." Jón Gunnar var fram- leiðslustjóri SS til margra ára. Áður en ég hóf störf þar hafði ég lokið prófum í rekstr- arverkfræði frá Tækniháskól- anum í Kaupmannahöfn (M.Sc.) og vélaverkfræði frá HÍ. Áhugasviðið hefur verið nokkuð fjölbreytt, en helst má þó nefna framleiðslu- skipulagningu og vörustjórn- un. I þvi sambandi má nefna að ég hef tekið þátt í starfi vörustjórnunarhóps innan Hagræðingafélags íslands, en sá hópur hefur lagt áherslu á að kynna verkfæri og aðferðir vörustjórnunar." Jón Gunnar Jónsson hef- ur undanfarin ár búið á Hvolsvelli. Fjölskyldan tók ákvörðun um að flytja þang- að í kjölfar flutninga kjöt- vinnslu SS til Hvolsvallar. „Eftir á að hyggja hefur dvöl fjölskyldunnar á Hvolsvelli verið ánægjuleg, enda er þar mjög barnvænt umhverfi. Búferlaflutningar út á land eru greinilega á móti straumnum í dag, en þótt einhverju sé fórnað getur ýmislegt fengist í staðinn." Ahugamálin tengjast eink- um útivist af ýmsu tagi og má þar nefna ferðalög og skútu- siglingar. Síðarnefnda tóm- stundagamanið hefur Jóni Gunnari reynst erfitt að stunda frá hafnlausum stað fjarri sjó. Þá hefur hann skokkað nokkuð, enda segir einhvers staðar „heilbrigð sál í hraustum líkama". Jón Gunnar segir að mörgum hestamönnum fyrir austan þyki þetta undarleg ástundun þegar unnt sé að láta hestana sjá um hlaupin. 33 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.