Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 70
ENDURSKOÐUN Að reikna út áhrif verðbólgunnar á svokallaðar peningalegar eignir og skuldir og birtist sú niðurstaða í formi hinnar margrómuðu, eða öllu heldur misskildu, verð- breytingarfærslu. verið nokkur munur á því hvernig mælingar á áhrifum verð- bólgunnar eru gerðar en samkvæmt því eru íslensk reiknings- skil ekki að öllu leyti samanburðarhæf. Tungumál Viðskipta Alþjóðavæðing viðskipta er staðreynd en stundum er sagt að reikningshald sé tungumál viðskipta. Það liggur því í augum uppi hversu þýðingarmikið er að sam- kvæmni sé milli landa í mælingum reikningshalds á afkomu og eihahag fyrirlækja. í þessu sambandi skiptir ekki síst máli að fjármagnsmarkaðir eru nú opnari en áður var og þess vegna geta fyrirtæki sótt fjármagn á hlutabréfa- og skuldabréfamark- aði um víða veröld. Undanfari slíkrar Ijáröflunar er að reikn- ingsskil séu lögð fram en ákvörðun um lánveitingar eða hluta- fjárframlag er að verulegu leyti byggð á efni þeirra. Sú staðreynd að verðleiðréttingcir eru gerðar í íslenskum reikningsskilum hefur leitt til þess að leiðin að þessu fjármagni og samskiptum að öðru leyti hefur reynst torsóttari en ella væri. Erlendir sérfræðingar á fjármagnsmörkuðum eða hjá erlend- um lánastofhunum eru yfirleitt ekki vel kunnugir efni verðleið- réttra reikningsskila og hafa þeir því á stundum óskað sérstak- lega eftir reikningsskilum frá íslenskum fyrirtækjum þar sem verðleiðréttingum er hreinlega sleppt. Það er auðvitað fráleitt að slík skuli vera skipan mála, sérstaklega ef þörfin fyrir verð- leiðréttingar er umdeild, svo ekki sé meira sagt. Það væri því til þess fallið að greiða fyrir aðgangi íslenskra fyrirtækja að eriend- um mörkuðum að þau hætti verðleiðréttingum, enda væri þá samræmi við eriend reikningsskil aukið til mikilla muna. Önnur rökin fyrir því að hætta verðleiðréttingum við gerð reikningsskila laut að því að þær væru misskildar. Meginmun- urinn á erlendum og innlendum reikningsskilum er sá að ís- lensk reikningsskil sýna raunverðsafkomu en erlend nafn- verðsafkomu. Tii þess að koma því í kring þarf í grófum drátt- um að gera tvenns konar leiðréttingar. Annars vegar að fram- reikna kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna og reikna afskriftir af þvf verði og hins vegar að reikna út áhrif verðbólg- unnar á svokallaðar peningalegar eignir og skuldir og birtist sú niðurstaða f formi hinnar margrómuðu, eða öllu heldur mis- skildu, verðbreytingarfærslu. Ohætt er að fullyrða að ekki hafi verið fullur skilningur á þessum tveimur leiðréttingum og skal í því sambandi sögð eft- irfarandi saga: Fyrir nokkrum árum gaf OECD út skýrslu um samanburð á arðsemi fyrirtækja og var niðurstaðan sú að með- alarðsemi í þeim löndum sem rannsóknin tók til var um 16%. ís- land var þar meðtalið en arðsemi íslenskra fyrirtækja mældist þá aðeins um 3%. Skýrslan kom út skömmu fyrir kosningar og á stjórnmálafundi sem samtök atvinnulifsins boðuðu til voru tveir fulltrúar stjórnmálaflokkanna um það spurðir, hver þeir teldu að meðalarðsemi íslenskra fyrirtækja ætti að vera. Annar stjórnamálamaðurinn sagði að bragði 17% en hinn sagði: Al- þýðuflokkurinn býður betur, 18%. Nú er kannski við því að bú- ast að stjórnmálamennirnir hafi áttað sig á því að arðsemi ís- lenskra fyrirtækja var raunarðsemi en nafnverðsarðsemi hjá hinum löndunum og því um algjörlega ósambærilegar tölur að ræða. Hitt er athyglisvert að engirm fundarmanna gerði athuga- 68 semd við þessar óskir stjórnmálamannanna. Því má bæta við að Þjóðhagsstofnun sá strax að samanburðurinn var óeðlilegur og gerði opinberlega grein fyrir tilraun sinni til að gera tölurnar sambærilegar. Munurinn á milli arðsemi íslenskra og erlendra fyrirtækja var þá ekki fimmfaldur heldur aðeins tvöfaldur. Enn eitt um misskilning á efni verðleiðréttra reikningsskila. Sumir halda að árlegur framreikningur á kostnaðarverði eigna sé „endurmat" en svo er alls ekki. I þeim sjálfvirka ffamreikn- ingi sem fyrirtæki gera á kostnaðarverði eigna sinna felst ekk- ert mat á virði eignanna. Tilgangurinn er aðeins sá að sýna kaupmátt þess fjár sem látið var af hendi þegar viðkomandi eignir voru keyptar á núgildandi verðlagi. Og ekki var það til þess fallið að auðvelda mönnum að skilja þennan mun á milli framreiknings og endurmats að meðal eigin fjár kemur fyrir reikningur sem heitir einmitt endurmatsreikningur en það er rangnefhi. Hér er að nokkru leyti við endurskoðendur að sakast en þeir gerðu ekki ágreining við þetta heiti en vissu betur. Að lokum skal farið nokkrum orðum um þann ókost ís- lenskra reikningsskila að fyrirtæki hafa ekki endilega beitt sömu aðferðum við verðleiðréttingar. I grófum dráttum má skipta verðleiðréttingum islenskra fyrirtækja í þrjá flokka. í fyrsta lagi eru fyrirtæki sem framreikna kostnaðarverð eigna og reikna verðbreytingarfærslu í samræmi við ákvæði skatta- laga. I þeim reglum felst ákveðin einföldun sem var bagaleg þegar verðbólgan var hærri en hún er um þessar mundir. Flest lítil fyrirtæki beita þessari aðferð. í annan stað eru fyrirtæki sem fara eftir leiðbeiningum endurskoðenda um verðleiðrétt- ingar og ífamreikna kostnaðarverð eigna fyrir áhrifum al- mennra verðlagsbreytinga og reikna verðbreytingarfærslu af meiri nákvæmni en skattalög kveða á um. Flest stór íslensk fyr- irtæki beita þeirri aðferð. Og loks er þriðja aðferðin þar sem vikið er frá þeirri meginhugsun sem er kjarninn í íslensku að- ferðinni, þ.e. að framreikna kostnaðarverð eigna. Frávikin eru í þá veru að gerð er tilraun til þess að nálgast markaðsvirði eða endurkaupaverð eignanna. Það getur verið góðra gjalda vert og ekki skal efast um að sú aðferð getur hentað ýmsum fyrir- tækjum betur en hin almenna íslenska aðferð, en það breytir þó engu um að aðferðin er ekki sú sama og almennt er notuð. Það þýðir að afkomuhugtak þessara fyrirtækja er ekki það sama og annarra fyrirtækja við afkomu- og efnahagsmælingar. Og þegar af þeirri ástæðu er það slæmt, en auk þess má búast við að jafnvel ýmsir sérfræðingar á fjármálamarkaði geri sér ekki grein fyrir þeim mun sem hér er á. Þau fyrirtæki sem vik- ið hafa frá hinu sanna íslenska módeli í þessu efiii eiga það sameiginlegt að vera mjög háð verði á erlendum gjaldmiðlum en fyrirtækin eru Flugleiðir hf., Landsvirkjun og íslenska járn- blendifélagið hf. ítrekað skal að færa má rök fyrir aðferðum fyr- irtækjanna en gagnrýnin snýr ekki að þvi, heldur hinu að ekki er samkvæmni í útreikningum þessara fyrirtækja og annarra fyrirtækja í landinu á afkomu- og efnahag. Niðurstaða mín er sú að rökin fyrir því að hætta verðleiðrétt- ingum við gerð íslenskra reikningsskila, við þær verðbólguað- stæður sem við búum nú við, séu þyngri á metunum en rökin fyrir því að halda þeim áfram. SD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.