Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN
Fóðurblandan
GunnarJóhannsson
49 ára
hætti sem forstjóri Fóðurblöndunnar sl.
sumar eftír tæp 6 ár í því starfi. Áður var
Hjörleifur Jónsson forstjóri fyrirtækisins í
áratugi. Gunnar keypti fyrirtækið ásamt
fleirum árið 1984.
Bjarni Pálsson
28 ára
framkvæmdastjóri GB-fóðurs tók við starfi
forstjóra Fóðurblöndunnar af Gunnari. GB-
fóður er annar stærsti eigandinn í Fóður-
blöndunni á eftir Kaupþingi.
Fóðurblandan er 140. stærsta
fyrirtæki landsins.
Bílanaust
Reynir Matthiasson
47ára
hætti sem framkvæmdastjóri Bílanausts í
fyrrahaust þegar Bílanausts-fjölskyldan, fjöl-
skylda Matthíasar Helgasonar, seldi fyrir-
tækið. Reynir hafði þá verið framkvæmda-
stjóri í 10 ár. Systir hans, Lovísa Matthías-
dóttir, tók þá að sér að reka fyrirtækið tíma-
bundið og lét hún af því starfi nýlega en hún
vinnur enn hjá fyrirtækinu.
Stefán Arni Einarsson
40 ára
forstöðumaður innkaupasviðs Húsasmiðj-
unnar tók við starfi framkvæmdastjóra Bíla-
nausts hinn 1. september sl. eftir að hafa
starfað hjá Húsasmiðjunni í yfir 13 ár.
Bflanaust er 144. stærsta fyrirtæki landsins.
Karl Þór Sigurðsson, hans Petersen
Byggðastofnun
Guðmundur Malmquist
56 ára
hættir sem forstjóri Byggðastofnunar um
næstu áramót eftir 15 ár í því starfi. Byggða-
stofnun flyst þá endanlega til Sauðárkróks.
Guðmundur mun vinna áffam á næsta ári
fyrir stofnunina vegna ílutninganna en hættir
sem forstjóri. Staðan hefur verið auglýst.
Byggðastofiiun er 145. stærsta
fyrirtæki landsins.
Sparisjóður Mýrasýslu
Sigfús Sumarliðason
68 ára
hætti sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýra-
sýslu í apríl í fyrra eftir 9 ár í því starfi. Áður
hafði hann unnið í 24 ár í sparisjóðnum.
Landssmiðjan hf. (Icetech)
Birgir Bjarnason
47 ára
hætti í mars í fyrra sem framkvæmdastjóri
Landssmiðjunnar hf. eftir um 4 ár í því starfi
- en fyrirtækið var þá yfirtekið af Kælismiðj-
unni Frost. Hið sameinaða fyrirtæki heitir
núna Icetech. Það seldi þjónustuhluta Kæl-
ismiðjunnar Frost til Stáltaks á síðasta ári.
Iceteeh er 214. stærsta fyrirtæki landsins.
Gísli Kjartansson
56 ára
lögfræðingur í Borgarnesi tók við af Sigfúsi
sem sparisjóðsstjóri. Gísli hafði áður rekið
eigin lögfræðistofu og fasteignasölu um
árabil í Borgarnesi.
Sparisjóður Mýrasýslu er
183. stærsta fyrirtæki landsins.
Steinsteypan
Aðalsteinn Steinþórsson
39 ára
hætti sem framkvæmdastjóri Steinsteypunnar
um mitt sl. sumar eftir tæp 3 ár í þvi starfi - og
sneri sér að störfum hjá lyfjafyrirtækinu Lyfja-
veri en þar er hann einn eigenda. Þar áður var
hann framkvæmdastjóri Imúrs.
Atwinurekstrar
' trygging-wi
Einföld og örugg vátryggingarvernd
Tryggðu atvinnureksturinn gegn óvæntum
áföllum á þann hátt sem þér hentar.
Nýttu þér faglega og persónulega þjónustu
sérfræðinga okkar í fyrirtækjatryggingum.
,<r
-\e°> Skyos° TRYGCINGAMIÐSTÖÐIN HF
Aöalstræti 6-8 • 101 Roykj.wik • Simi 515 2000 • www.tmhf.is
22
YDDA /S(A