Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 70
Sínii ng íjarshipti mynd og má nefna sem dæmi að Stefja er í samstarfi við Nokia og Tele Danmark hefur keypt sumar lausnir fyrirtækisins. Þessum fyrirtækjum gefst gott tækifæri til að þróa ýmsa þjón- ustu hér og losna við ýmsa hnökra sem eru til staðar." Fjárfestingar „Landssíminn hefur markað þá stefnu að fjár- festa í öðrum fyrirtækjum og eru margþættar ástæður fyrir því. Fyrst og fremst vegna þess að stefna Landssímans hefur verið þróun og nýsköpun en við höfum tekið þann pólinn í hæðina að stunda ekki allar rannsóknir og þróun innanhúss heldur ljárfest í litlum fyrirtækjum sem eru að þróa samskiptalausnir í breið- um skilningi. Langflestar ljárfestingar Símans tengjast þessu með einum eða öðrum hætti en jafnframt hafa þær vaxið mjög að verðmæti og fyrirtækið þannig hagnast ágætlega á þeim. Við eigum um 40% í Stefju, sem er okkar þróunarmiðstöð fyrir GSM þjónustu. Þar hafa t.d. verið þróaðar lausnir fyrir VIT og WAP, sem byggjast á alþjóðlegum stöðlum. Það er nánast endalaust hægt að smíða þjónustu í kringum þessa staðla. Við fjárfestum nýlega í Gagarín sem er að þróa gagnvirka leiki fyrir GSM kerf- ið og næsta mál er að horfa á lausnir fyrir gagnvirkt sjónvarp. Stefja og Gagarín eru að flytja í sama húsnæði og skemmtilegir samstarfsmöguleikar geta skapast í því. Annað fyrirtæki er CCP sem hefur unnið að tölvuleikjum og er að þróa leiki fyrir Internetið sem við gerum ráð fyrir að verði prófaðir hjá okkur. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Margt af því tengist t.d. rafræn- um viðskiptum. Við stefnum sem sagt að því að sækja stöðugt nýja þekkingu og þróa nýja þjónustu auk þess að auka arðsemi Símans en mörg þessara fyrirtækja eru ekki farin að skila hagn- aði enn þó svo að miklar væntingar séu bundnar við þau. Það sést best á því hve mjög gengi þeirra hefur farið hækkandi. Að mörgu leyti er það hlutverk Símans sem leiðandi fyrirtækis í upplýsingatæknigeiranum að þróa og sfyðja við hugbúnaðar- gerð og sækja nýja þekkingu. Það hlýtur að vera bæði okkar hagur og viðskiptafyrirtækja okkar.“[J] Títan: Sárhæfir fjarskiptalausnir fyrir fyrirtæki Fjarskiptafélagið Títan hf. býður upp á hefðbundna símaþjónustu, Internetþjónustu, gagnajlutninga og miMandasímtöl. Enn sem komið er veitir fyrirtækið ekki GSM þjónustu. Arnþór Þórðarson, framkvœmdastjóri Títans, segir best að hinkra við og sjá hverju fram vindur varðandi þriðju kynslóð farsíma þar sem tœknin sé að mestu óreynd enn. þeir þurfa hverju sinni. Svo tryggjum við að lausnirnar geti vaxið með þörfum fyrirtækjanna.“ Títan er í eigu Internets á íslandi (40%), Nýherja hf (34.9%), Islandssíma (18%), Línu.Nets (3%) og Framtakssjóðs Lands- bankans ehf. (4.1%). Islandssími leigir fyrirtækinu aðgang að símstöð sinni og Lína.Net leigir því aðgang að ljósleiðurunr en hluti starfseminnar er keyrður á grunneti Landssímans. Hugsanlegar sameiningar? Sameiningar eiga sér stað víða um þessar mundir og ekki hvað síst í íjarskiptafyrirtækjum þar sem gróskan er mikil og mörg lítil fyrirtæki að spretta upp. „I þeini málum er margt hugsanlegt en of snemmt að spá neinu. Fjarskiptageirinn er í gífurlegri þróun, bæði tæknilega, markaðslega og skipulagslega. Títan og Intís sameinuðu inter- netþjónustur sínar í október sl. og meiri samþjöppun gæti orð- ið á j>ví sviði. Símafélögin fimm munu þó trúlega öll starfa sjálf- stætt næstu misserin og ná ágætri fótfestu á markaðnum, hvert í sínu lagi.“ Þótt Títan sé ungt fyrirtæki eru allir þættir starfseminnar reknir með hagnaði. Internetjjjónustan, sem fengin var í vöggugjöf frá Nýherja, og svo gagnaflutninga- og talsímaþjón- ustan. „Það er okkur afar mikilvægt að það sé hagnaður af allri starfseminni,“ segir Arnþór. ,Annað gæti hamlað uppbyggingu nýrrar þjónustu okkar og komið í veg fyrir að við gætum boð- ið viðskiptavinum okkar það nýjasta og besta í fjarskiptum." Títan veitir fyrirtækjum alhliða síma- og gagnasambandsþjón- ustu auk Internetþjónustu. Þar sem Títan rekur ekki sitt eigið grunnet heldur byggir á þjónustu allra þeirra sem fyrir eru á markaði, eins og Islandssíma, Iinu.Nets og Landssímans, er net- ið afar þéttriðið. Það eykur öryggi þjónustu okkar til muna og gerir okkur kleift að bjóða samkeppnishæft verð. Títan rekur hins vegar eigið íjarskipta- gagnaflutningsnet, svokallað Gígabit Ethernet, sem býður upp á meiri hraða en j)ekkst hefur og stuðl- ar, ásamt þéttriðnu grunneti, að enn meira öryggi. „Við sérhæfum fjarskiptalausnir fyrir fyrirtæki," segir Arn- þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Títans. „Það tryggir að við- skiptavinir okkar greiða ekki meira fyrir fjarskiptaþjónustu en Þrlðja kynslóðin „Þetta er spennandi tækni en að mestu óreynd, sérstaklega markaðslega. Rekstrarleyfi UMTS sím- kerfa hafa nýlega verið seld erlendis á óskiljanlega háu verði. Símafyrirtækin, sem hafa verið að greiða þetta háa verð, þurfa á einhvern hátt að fá tekjur upp í kostnað og ég óttast að j)jónustan verði seld það háu verði að það komi niður á neytendum og framþróun í greininni. Hér á landi ættum við að hinkra aðeins við og sjá hvernig úr rætist erlendis, enda verkefnin stór sem menn hafa þegar ráðist í. Við höfum verið framarlega í j)róun fjarskipta og stórfyrirtæki úti í heimi hafa litið til okkar. Sé uppbygging nýs kerfis of dýru verði keypt gæti það komið niður á því forskoti, sem við auðsjáanlega höf- um, með augljósum afieiðingum." (£1 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.