Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 66
Símio^fjarslápí^^^ Ný tækni gerir að verkum að hægt er að nota þessi kort nær hvar sem er í heiminum, en til þessa hefur notkun frelsiskorta verið bundin við það land þar sem þau eru gefin út. „Verðið fyr- ir hvert símtal verður það sama hvar sem er og notendur munu losna við reikikostnað sem getur í mörgum tilfellum verið tals- verður. Skoðun okkar er að í framtíðinni muni aðsókn neyt- enda ekki síst fara eftir því hver þjónustan er, jafnvel fremur en eftir verðinu," segir Harald. „Með GPRS og síðan UMTS tækn- inni verða gagnaflutningar mun meiri og þörf fyrir aukna þjón- ustu á þeim vettvangi." Þriöja kynslóðin Hvað varðar þriðju kynslóð GSM síma er Harald sammála sumum kollegum sínum og segir hana vart nægjanlega tilbúna. Heldur megi segja að nú sé verið að full- gera kynslóð 2,5 og í ffamhaldi af því þriðju kynslóðina sem taki nokkuð lengri tíma. „Það er spennandi að fylgjast með því hvernig íslenska ríkið kemur til með að úthluta leyfum; hvort það fer uppboðsleiðina eða einhveija aðra. Sum nágrannaland- anna hafa farið bil beggja og líklegt er að ísland úthluti fremur eftir því hvað símafyrirtækið kemur til með að bjóða af þjón- ustu en því hvað það borgar fyrir leyfin þar sem hátt verð á leyf- um gerir ekki annað en að koma niður á neytendum í formi hærra verðs.“ 33 / Islandssími: Öryggið höfuðatriði Segja má að Islandssími hafi komið með hvelli inn á íslenskan fiarskiptamarkað og hefurfyrirtœkið á skömmum tíma hafið viðskipti við mörg afstærstu fyrirtækjum landsins. V Islandssími er, ásamt dóttur- og hlutdeildarfélögum, orðinn stærsti internetveituaðili landsins og er nú að festa sig í sessi á heimilismarkaði. „Fyrirtækin hafa verið grunnvið- skiptamannahópur okkar," segir Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynningarstjóri Íslandssíma. „Þau verða það áfram í náinni framtíð en við höfum líka boðið upp á nýjungar á heimilismarkaði og innleitt samkeppni á öðrum sviðum eins og millilandasím- tölum og síðast á almennum heimilissíma og inter- nettengingum. Við erum nú með vel á annað hundrað fyrirtæki í heildarviðskiptum og eru um 30 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins nú viðskiptavinir Islandssíma (skv. úttekt Frjálsrar verslunar).“ Sérsniðnar lausnir Eyþór Arnalds, forstjóri Islandssíma, leggur áherslu á að Íslandssími hafi frá upphafi lagt mikið upp úr öryggi þjónustunnar. „Þannig hefur okkur tekist að vinna traust fyrirtækjanna. Það sem við höfum einnig lagt áherslu á er að sér- sniða lausnir fyrir fyrirtæki þannig að þau borgi einungis fyrir þá þjónustu sem þau hafa þörf fyrir. Á þann hátt, ásamt gegnsærri verðskrá og ný- breytni í þjónustu, höfum náð að bjóða viðskiptavinum okkar samkeppnishæft verð.“ Reikisamningar tryggja útbreiðslu Íslandssími hefur ekki hafið farsímaþjónustu. Fyrirtækið hefur fengið úthlutað far- símaleyfi og er unnið að uppsetningu kerfisins. Að sögn Péturs verður það afar þéttriðið á höfuðborgarsvæðinu en Íslandssími GSM, dótturfyrirtæki Islandssíma, mun ná til 98 prósenta þjóð- arinnar frá fyrsta degi auk þess sem reikisamningar erlendis tryggja bestu útbreiðslu íslenskra farsímafyrirtækja á erlendri grundu. Islandssími GSM hefur ekki gefið út verðskrá sína en Eyþór segir að áhersla verði lögð á þráðlaust Internet og virð- isaukandi þjónustu. Staðreyndin sé hins vegar sú að aukinni samkeppni hefur alltaf fylgt lægra verð. „Viðskiptaáætlanir Islandssíma GSM eru afar varfærnar. Við höfum hins vegar orðið varir við að 80 prósent fyrirtækja vilja kaupa alla ijarskiptaþjónustu af einum aðila. Með við- skiptavinahóp okkar, að ótöldu öðru markaðsstarfi sem við ætlum að ráðast í, og bættri þjónustu við farsímanotendur erum við nokkuð bjartsýnir." Tölvan og síminn að verða eitt „Það er kostnaðarsamt að fara af stað með slíkum krafti sem við höfum gert en við höf- um á bak við okkur sterka fjárfesta sem gera okkur þetta kleift. Hluthafahópurinn er breiður, alls um 650 manns, sumir stórir aðrir litlir. Markmið okkar er að reka fyrirtækið með sanngjörnum hagnaði sem gerir hluthafa okkar ánægða en einnig þannig að við getum ráðist í frekari uppbyggingu sem nýtist viðskiptavinum okkar. Eðli farsíma er að breytast úr því að vera eingöngu til að tala i og í það að verða þráðlaust Inter- net og síminn og tölvan eru smám saman að færast í það horf að verða eitt og sama tækið. Á þetta eru fjarskiptafyrirtæki að veðja úti í heimi og við miðum öll okkar tækjakaup og upp- byggingu út frá þessu. Við höfum fengið frábærar viðtökur á Internetmarkaði sem og í símaþjónustu. Þegar við hófum starfsemi og ljóst var að við vorum komnir til að vera fór í gang samkeppni um millilandasímtöl sem lækkaði verð um helming á skömmum tíma og í fyrsta sinn á íslandi var ódýrara að hringja til útlanda en innanlands. Við fór- um fljótlega inn á Internetmarkaðinn og buðum frítt Internet auk þess sem við stofnuðum dótturfyrir- tækið Islandsnet, sem rekur vefgáttina strik.is, sem nýverið hlaut islensku vefverðlaunin sem besta ís- lenska vefsíðan. Nú eru um 48 þúsund notendur að fríneti hjá okkur. Það þýðir að við rekum Ijölförnustu internetgátt á landinu" Þrepvaxandi þjónusta Nýjasta skref Islandssíma í þjónustu fyrir einstaklinga og heimili var stigið í síðasta mánuði. „Við höfum farið þá leið að bjóða heimilum upp á þjónustu sem er þrepvaxandi eftir því sem þörf krefur," segir Eyþór. „Hægt er að fá pakka þar sem inni- falinn er ákveðinn afsláttur af síma- notkun og þar með Internetnotkun viðkomandi sem getur þá gengið að hluta símareikningsins vísum. Einnig munum við bjóða heimilum Pétur Pétursson, uþþlýsingastjóri Islandssíma, segir sameiningu Intís og Títan hafa orðið til þess að stærsta internetveita landsins varð til. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.