Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 59
VIÐTflL finna nýtt starf, heldur um leið að semja um kaup og kjör. Steinunn segir að kaup nýgræðinganna sé mörgu háð og kjörin misjöfn eftir borgum og fyrirtækjum. „En almennt má segja að þeir fái laun á við íslenska forstjóra þegar þeir ljúka MBA námi,“ bætir hún við. Hún nefnir engar tölur, en þessi viðmiðun bendir til að byrjunar- launin á mánuði liggi á bilinu 500 þúsund til 1 milljónar. Það er margs að gæta að sögn Steinunnar þegar ný- græðingar gera sína fyrstu launasamninga við væntan- legan vinnuveitanda. Þar sem kaupréttur er í vaxandi mæli hluti launasamninga hafa starfsmenn eðlilega aug- un á hlutabréfaverði fyrirtækjanna sem þeir vinna hjá. Starfsmenn Enron þurfa ekki að kvarta, hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hækkað um rúmlega 100 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum. „Kaupréttur á hlutabréfum er mikilvægur hluti þeirr- ar umbunar sem fyrirtækin bjóða upp á. Launin fara í daglegan rekstur, húsnæðis- og bílakaup, en ef vel gengur er það kauprétturinn sem skilar arði og sparn- aði,“ bendir Steinunn á. „Það er því mjög mikilvægt að skoða stöðu þeirra fyrirtækja sem maður er að spá í að ráða sig hjá og meta möguleika þess til að auka mark- aðsvirði sitt.“ En hafa nýgræðingar beint frá prófborðinu eitthvert svigrúm til að semja um kaup og kjör? Steinunn segir að það sé sannarlega svo. „Ef fyrirtækið hefur áhuga á að fá mann til starfa þá er samningsstaðan sterk. Grunn- launin eru reyndar nokkurn veginn þau sömu, en það er hægt að semja um ýmsar tegundir bónusa og kaup- rétt í hlutabréfum." Og það er vissulega að mörgu að huga, enda segir Steinunn að um þetta sé mikið spjallað á námstímanum. „Umbunin í bandarískum fyrirtækjum getur spannað vítt svið, eins og bónus, tryggingar, leikfimisaðstöðu og leikskólapláss á vegum fyrirtækisins - að ógleymdri umbun fyrir þá sem ferðast mikið." Hið síðastnefnda verður æ mikilvægara. Steinunn segir að hjá sumum yfirmanna sinna fari 60-70 prósent vinnutímans í ferðalög. „Þá skiptir máli hvort íjölskyld- an geti fylgt viðkomandi til lengri eða styttri tíma og fyr- irtækið standi straum af kostnaði af því,“ segir Stein- unn. Umbun af þessu tagi hefur verið sjaldgæf í evr- ópskum fyrirtækjum, en fer vaxandi að sögn Steinunn- ar, til dæmis í fjárfestingarbönkum og ráðgjafafyrirtækj- um. Annar liður launakerfis bandarískra fyrirtækja eru árangurstengd laun, sem að mati Steinunnar er mjög hvetjandi kerfi, því um leið og starfsmaður fær umbun fyrir árangur sinn leggur hann sig meira fram. „Launa- kerfi af þessu tagi skipta miklu máli í Bandaríkjunum og verið er að innleiða þau í vaxandi mæli í Evrópu," segir Steinunn. Elna konan í karlahópi „Innan orkugeirans eru ekki margar konur í eldlínunni," segir Steinunn brosandi og segist iðulega vera eina konan í karlahópi, en það kippi hún sér ekki upp við eflir að hafa alist upp sem eina stelpan í stórum frændahópi. Og hún kærir sig ekki um að ijölyrða sérstaklega um kvenfólk í atvinnulífmu. „Það er mikilvægt að skapa sér ekki sérstöðu sem kvenmað- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.