Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 40
UPPLÝSINGATÆKNI Byltingarmaðurinn hjá Destal Við erum að ganga í gegnum svo mikla byltingu að menn skilja kannski ekki fyrr en eftir 100 ár hvað er að gerast. Upplýsingabylt- ingin stuðlar að lægri samskipta- kostnaði, gegnsæi („transparency") og gagnvirkni („interactivity"). Gegnsæi gefur viðskiptavinum betri yfirsýn yfir verð sem auðveldar sam- anburð milli fýrirtækja og verðlagn- ingar sama fyrirtækis á mismunandi mörkuðum. Þannig leiðir gegnsæi til meiri samkeppni og lægra vöru- verðs. Gagnvirkni opnar nýjar leiðir í samskiptum fýrirtækja og viðskipta- vina sem nýta má til þess að þjóna viðskiptavininum á annan og betri hátt. Þessir þættir hafa áhrif á virðiskeðjuna. Þeir sem ekki skapa virði fyrir neytandann eru í hættu og munu detta út. Umtalsverður fýrirtækjadauði getur orðið í sumum atvinnu- greinum. Inn koma nýir menn sem hafa fundið áhrifaríkari leiðir til að skapa meira virði á hagkvæmari hátt. Þetta hefur áhrif á ferðaþjónustuna og hún mun breytast mikið því að þar er þetta mestmegnis spurning um upplýsingar," segir Kol- beinn Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri Destal. Nettengdar tölvur í 35 ár Ferðaþjónustan er vel í stakk búin til að bregðast við þeim breytingum sem upplýsingabyltingin hefur í för með sér og jafnvel betur en mörg önnur fýrirtæki í atvinnulifinu. Flugfélögin hafa þekkt rafræna dreifingu í 35 ár, enda verið frumkvöðlar á því sviði í heiminum. Það var Sa- bre, dótturfýrirtæki American Airlines, sem varð fyrst fýrir- tækja til að nýta sér tölvur svo að um munaði. Það nettengdi tölvurnar og gaf ferðaskrifstofum aðgang að miðlægu tölvu- kerfi svo að þær gætu bókað ferðir á rafrænan hátt. Gríðarleg þekking og reynsla hefur byggst upp innan ferðaþjónustunn- ar síðan þetta var og það hefur sett mark sitt á hana. Kolbeinn nefnir verðlagningu flugfélaganna sem dæmi. „í dag er ástandið þannig að það borga varla tveir einstaklingar i sömu flugvél sama verð. Verðlagningin hef- ur breyst vegna þessarar rafrænu dreifingar og slíkar breytingar mun- um við sjá víðar þegar fram líða stundir," segir hann. Virðiskeðjan á einum stað Flugleið- ir hafa staðið mjög framarlega í raf- rænni dreifingu og mikil þekking hefur byggst upp innan fýrirtækisins enda segir Kolbeinn að það sé í hópi örfárra fýrirtækja í öllum heiminum sem árum saman ráku sitt eigið birgðakerfi, en fyrir stuttu var þessi þjónusta færð yfir til SAS. Starfs- menn Flugleiða byrjuðu að velta Netinu fyrir sér fyrir sex árum og þeir hafa gert góða hluti á því sviði, eins og net- klúbbur Flugleiða er kannski skýrasta dæmið um. Þegar við bætist að innan íyrirtækisins eru óvenju góðar forsendur til að byggja upp rafræn viðskipti er kannski engin furða að fyr- irtækið gerist frumkvöðull á því sviði. Hjá Flugleiðum er öll virðiskeðjan á einum stað; hótel, bílaleiga, ferðaheildsala er- lendis, innanlandsfélag, söluskrifstofur, millilandafélag og þannig mætti lengi telja. Þekkingu á virðiskeðjunni er hægt að nýta sér til að einfalda hana og draga saman. Auk þessa er Island lítið land og því tiltölulega auðvelt að koma hugmynd- um í framkvæmd. Kröfurnar breytast ísland er lítill ákvörðunarstaður sem erfitt er að koma á framfæri í ferðaþjónustunni því að söluað- ilar úti í heimi hafa oftast mjög takmarkaðar upplýsingar. Til landsins koma hlutfallslega fáir ferðamenn. Ferðaþjónustan er sífellt að þróast meira út í það að selja það sem best selst meðan viðskiptavinurinn gerir kröfu um að fá meiri og meiri upplýsingar og að geta sniðið ferðina í auknum mæli að sín- um eigin þörfum. Aður fyrr fóru rútur með hópa um landið í Ferðamenn vilja skipuleggja, bóka og kaupa ferðir sínar sjálfir og hafa sveigjanleika til að endurskipuleggja ferðina pegarpeim hentar. Destal hyggst uppfylla parfir ferðamanna um gagnvirkni og sveigjanleika með starfsemi sinni á Netinu og byggja par á pekkingu, reynslu og starjsemi Flugleiða. Efitir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson Gagnvirkt kort af íslandi Á vefnum verður gagnvirkt kort af íslandi sem hjálpar fólki að átta sig á staðsetningu og fjarlægðum milli staða, hvað tekur langan tíma að aka á milli og hvað á að gefa sér mikinn tíma til að upplifa viðkomandi atburð. Á þessum grundvelli hjálpum við viðskiptavininum að byggja upp ferðina. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.