Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 60
„Launin eru árangurstengd og kaupréttur á hlutabréfum fyrirtœkisins er í boði. ur, heldur vera ein af hópnum. Það eru ekki aðeins viðhorf annarra í þinn garð, sem skipta máli, heldur einnig þín eigin viðhorf." Steinunn er á því að viðhorf manns sjálfs ráði miklu um velgengni. „Hvort seni maður er karl eða kona er mikilvægt að trúa á sjálfan sig og vera ávallt jákvæður. Vissulega hafa karlmenn verið lengur á vinnumarkaðnum, a.m.k. í stjórnun- arstöðum, og eru því reynslunni ríkari en það er mikilvægt fyrir konur að vita að það eru engar hindranir óyfirstíganleg- ar í atvinnulífinu," segir hún. I Bandaríkjunum þykir sjálfsagt að samstarfsfólk umgang- ist utan vinnunnar sem hluti af markvissu „networking“, sem þar tíðkast. En af hverju skyldi þetta skipta máli? „Tengsl við vinnufélagana skipta miklu máli þegar þeir eyða mestum hluta vökutímans saman, oft undir miklu álagi. Því er mikil- vægt að hópurinn sé stundum saman í afslappaðra umhverfi, líkt og gildir um fjölskyldur, og á hann þá auðveldara með að takast á við erfið verkefni," segir Steinunn. Verkefnahópar innan fyrirtækja ferðast líka oft saman og þá bætist við enn önnur vídd í samverunni. Góð kynni fjöl- skyldu við samstarfsfólk getur að sögn Steinunnar einnig ver- ið til góðs. „Það getur verið léttir fyrir makana að þekkja sam- starfsfólkið og vinnuumhverfið. í Þýskalandi koma íjölskyld- Sveigjanleiki og kröfur Stórfyrirtæki eins og Enron býður upp á marga möguleika en kröf- urnar eru einnig miklar. En það er árangurinn sem skiptir máli í mati á starfsfólki, ekki ára- íjöldinn. „Starfsmaður, sem hefur unnið í tutt- ugu ár hjá fýrirtækinu, skiptir jafn miklu máli og sá sem hefur unnið í þrjú ár. Þeir geta keppt um sömu stöðu og það sem ræður úrslitum eru hæfileikarnir en ekki starfsaldurinn," segir Steinunn. „Sá sem hefur hærri starfsaldur þekkir fyrirtækið auðvitað betur, en hann er kannski ekki eins opinn fyrir nýjungum. Fyrir- tæki meta þá starfsmenn mest sem hafa bæði góða reynslu og eru íljótir að tileinka sér nýj- ungar.“ Sveigjanleiki og að vera opinn fyrir nýjung- um eru eiginleikar sem skipta máli í erlendu jafnt sem íslensku viðskiptalífi. I huga Steinunnar eru þetta eiginleikar sem Islendingar eru oft gæddir og hún bætir því við að löndum hennar gangi yfirleitt vel í námi og starfi er- lendis. „Eg tel okkur íslendinga vera opna fyrir nýjungum og sýnir það sig best í velgengi á sviði upplýsingatækni. Við erum lítil þjóð, sem hefur þurft að sækja ýmislegt til útlanda, og ég held að smæðin geri það að verkum að við þráum stöðugt að víkka sjóndeildarhringinn. Undirstöðumenntun á íslandi er líka góð og þetta stuðlar að velgengni erlendis. Is- lendingar eru áræðnir, sjálfstæðir og metnaðarfullir," fullyrð- ir Steinunn, en bætir við að fljótfærni hái okkur á stundum. Þeirri hugsun skýtur upp hvort það sé eitthvert líf utan vinnu af þessu tagi. Steinunn segist ánægð með líf sitt. „Eftir MBA vildi ég vinna hjá fyrirtæki, sem skoraði almennilega á mig og byggi mig undir að takast á við enn stærri verkefni í framtíðinni." En galdurinn við krefjandi vinnu er að kunna að takmarka vinnutímann. „Vinnan er sagan endalausa. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera, og því er nauðsynlegt að for- gangsraða og deila verkefnum á aðra en ekki reyna klára og gera allt sjálfur. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er mjög mik- ilvægt. Bandarísk fyrirtæki eru kröfuhörð á vinnu, en krafan um tillit til einkalífsins kemur einkum frá Evrópu." B5 ur oft í heimsókn á vinnustaði í lok vinnudags og í Bandaríkjunum er mikið um alls kyns fjöl- skyldusamkomur." AVIS Fyrirtækjaverð Sími:533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 Leitið tilboða Avis mælir með Opel 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.