Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 2
Birtingarhátíð Drottins Þáttur um sögu heilagra jóla IKRISTNUM sið eru jól haldin í tilefni af fæðingu frelsarans, Jesú frá Nasaret. Orðið varð hold, segir guð- spjallamaðurinn Jóhannes. Guð birtir sig í Orði sínu og því er Kristur, holdtekja þess í sögu og tilveru manna, birting Guðs sjálfs. Þetta er boðskapur kristinna jóla, - að Guð gerðist maður. Allt frá árinu 1054 eftir burð Krists hefur kirkja hans starfað í tveimur megin- heildum, kirkjudeildum austurs og vesturs, sem greinst hafa í nokkra anga hvor um sig. Þessar tvær kirkjuhelftir halda ekki heilaga hátíð holdtekju Guðs á sama tíma. Hjá Vesturkirkjunni ber þennan helgidag upp á 25. desember en Austurkirkjan hef- ur hann 6. janúar, þ.e. þann dag sem við þekkjum sem 13. dag jóla. Á alþjóðlegu kirkjumáli heitir þrettándinn „epifanía" sem er grískt orð og merkir birt- ing eða opinberun. Mikilvægt er frá upphafi, að gera sér grein fyrir því, að hvorug þessara kirkjuhelfta hefur haldið því fram, að þessar dagsetningar varði fæðingardag Jesú frá Nas- aret, í sögulegum skilningi. Fæð- ingardagur og fæðingarár Jesú eru óþekkt og það sem um hvort tveggja er sagt, getur með sann- girni kallast þankar og ef til vill skynsamlegar tilgátur í besta falli. Um uppruna þessarar helgu hátíðar í kirkju Krists eru fræði- menn ekki sammála. Hugmyndir um að jól kristinna manna eigi sér rætur í heiðni, hafa á síðari árum verið harla áberandi. Það er því tímabært að leggja til málsins þann hlut heilagrar kirkju, að heiðin jól eru henni auðvitað framandi. Hin forna, heiðna hátíð Róm- verja, Saturnalia, er stundum sögð vera forveri kristinna jóla kirkjunnar. Væri svo, hlytu þau að vera haldin á sama tíma og Satumalia, sem stóð frá 17. til 23. desember. Þessu verður því að hafna. Ef til vill væri nær að nefna heiðna hátíð „fæðingar sólarinnar ósigrandi", Natalis solis invicti, sem var haldin í Róm um vetrarsólstöður, hinn 25. desember. Invict- us var sólin, í samhengi þessarar hátíðar og hún var talin „fæðast“ til nýrrar birting- ar en samkvæmt rómversku almanaki, fór hún hækkandi á himni eftir 25. desember. Þessi hátíð tengdist Míthratrá og hún barst ekki til Rómaborgar fyrr en árið 274. Þangað kom hún fyrir tilverknað Árelíans keisara, eftir hernaðarsigur Rómveija í Palmýru. Þessi útlistun á heiðnum uppruna kristinna jóla, stendur einnig á brauðfótum því að Hippólýtus biskup í Rómarkirkju (d. 236), segir, í riti sínu um spádómsbók Daníels, að fæðingu Jesú hafi borið upp á miðvikudaginn 25. desember, á 42. ári Ágústusar keisara. Hippólýtus skrifaði þetta í byijun þriðju aldar. Jafnvel þó hvorki fengju staðist, dagur né ár í þess- ari kenning hans, er 25. desember hér, af einhveijum ástæðum, kominn til sög- unnar í Rómarkirkju sem fæðingardagur Krists, mörgum áratugum fyrr en sólarhá- tíð Árelíans. Hippólýtus þurfti því hvorki heiðna tignun Satúrnusar né sóldýrkun Míthrasiðar til að efna í dagsetninguna. Heiðinni hátíð sem síðar kom verður því varla þakkaður þessi dagur. Ekki verður samt, út frá þessu, fullyrt með vissu, að fæðingarhátíð frelsarans hafí verið haldin í Róm á dögum Hippólýtusar, en vitað er að hún var helg haldin, hinn 25. desember í kristnum söfnuðum þar árið 336 og jafn- vel fyrr. Um þetta vitnar kirkjulegt alman- ak, Depositio Martyrum, sem varðveitt hefur efni frá þessum tíma. Fæðingarhá- tíð frelsarans 25. desember þarf ekki að vera upp runnin í Róm, en svo virðist sem hún hafí sums staðar verið haldin á þessum degi í hinum latneska, vestari hluta kirkj- unnar, jafnvel fyrir lok þriðju aldar. Fæðingarhátíð 25. desember var hins vegar ekki höfð í hinum grískumælandi eystri hluta kirkjunnar. í eystri biskups- dæmunum hafði, jafnvel frá því síðla á annarri öld, verið haldin hátíð sem gekk undir heitinu „epifanía", sem að framan var nefnt. Þessa hátíð nefnum við að réttu birtingarhátíð Drottins. Kirkjur í austur- hluta Rómarríkis héldu hana hinn 6. jan- úar og var hún skímarhátíð. Til yfírvegun- ar, á þessari helgu hátíð birtingar Drottins var einnig fæðing Jesú í Betlehem. Arm- enska kirkjan, sem einangraðist á fyrstu öldum kristni, tók aldrei við fæðingarhátíð vestari biskupsdæma kirkjunnar 25. des- ember, en minnist fæðingar Jesú eindregið á hátíð birtingar Drottins, á epifaníu hinn 6. janúar. Epifaníu er getið í Passíusögu Filippusar biskups í Þrakíu. Þar er hún nefnd í tengslum við ofsókn Díókletíanusar keisara á hendur kristnum mönnum á ár- unum 303 - 305. Þrakía tilheyrði þeim hluta kirkjunnar sem var grískumælandi og þar horfði því fremur til austurs en vesturs. Hátíð þessa var einnig að fínna í kirkju Jerásalemborgar upp úr 380, er kona, að nafni Egería, dvaldi þar sem pfla- grímur og skrifaði trásystrum um það sem hún sá og heyrði. Egería greinir ennfrem- ur svo frá að söfnuðirnir í hinni helgu borg hafí, hinn 15. febráar, minnst vitnis- burðar Símeons er Jósep og María guðs- móðir komu með Jesúm í musterið í Jerú- salem, að afloknum hreinsunardögunum. Frá 6. janúar til 15. febrúar eru 40 dag- ar, eða tala hreinsunardaganna samkvæmt Móselögum, sem kann að hafa ráðið nokkru um fæðingarhátíð 6. janúar í Jerú- salem. (Sjá endilega Lúk. 2,22 og III. Mósebók 12, 2-4). Þessi helgidagur, 15. febráar, var víðar haldinn um kirkjuna en var seinna færður til 2. febrúar í vestur- hluta hennar, að því er virðist, til að falla betur að fæðingarhátíðinni þar 25. desem- ber. Á síðari hluta fjórðu aldar er 25. des- ember farinn að hasla sér völl í eystri hluta ríkisins, í Konstantínópel og Antíokkíu. Jóhannes Krýsostómus (gullinmunni) patr- íarki í Konstantínópel, segir í predikun frá árinu 386 að fæðingarhátíðin hafi borist til Antíokkíu tíu árum fyrr, árið 375 eða þar um bil. Epifanía virðist snemma hafa verið haldin hátíðleg í kirkjum Alexandríu, en þar var fæðingarhátíðin 25. desember örugglega komin árið 430. Þá predikaði þar biskup að nafni Páll og lagði út af fæðingu Jesú í Betlehem. Skömmu síðar er þessi siður kominn til Jerúsalem. Hátíð birtingarinnar 6. janúar er að öll- um líkindum töluvert eldri en fæðingarhá- tíðin 25. desember. Rætur hennar hafa verið raktar allt aftur á 2. öld. Hieroný- mus kirkjufaðir (d. 420) sem varði 45 árum í austurhluta ríkisins, þar af 25 í Betle- hem, segir að megininntak epifaníuhátíð- arinnar hafí verið skírn tránema. Rétt er að geta þess, að heilög skím er fæðing inn í kirkju Krists. Skírn og minning fæðingar Jesú stangast alls ekki á, nema síður sé. Epifaníuhátíðin var ekki haldin framan af í kirkjum Rómar og Afríku, sennilega ekki fyrr en í byijun 5. aldar. Fyrr var hátíðin þó þekkt í Gallíu, á Spáni og jafn- vel í norðurhéruðum Ítalíu. Er hér er kom- ið sögu, virðist þrennt hafa verið til yfír- vegunar á henni, þ.e. fæðing Jesú með heimsókn vitringanna, skírn Jesú hjá Jó- hannesi skírara í ánni Jórdan og fyrsta táknið við bráðkaupið í Kana. Birtingarhátíð Drottins átti ekki upp á pallborðið í Róm í fyrstu og með hliðstæðum hætti var fæðingarhátíðin 25. desem- ber, ekki almennt haldin hjá kirkj- um Litlu-Asíu og eystri hluta Rómaveldis. Svo virðist þó sem fæðingarhátíðin 25. desember, hafi teygt sig til austurs og birt- ingarhátíð Drottins 6. janúar seilst til vesturs og báðar hátíðir verið haldnar hér og hvar um nokkra hríð. Birtingarhátíðin vann sér sess í vesturhlutanum en fæðingarhátíð 25. desember festi ekki rætur í austurhlutanum. Kirkjá Krists er, í leyndardómi sínum, ein og almenn (kaþólsk), en órofínni einingu félagsheildar sinnar hélt hún samt ekki lengi. Greinilegt er að kirkjuárið var á þessum tíma í mótun og hátíðir þess að finna sér stað í söfnuðun- um, sem ekki voru ávallt sam- stíga. Tekið var að bera á nokk- urri spennu milli höfuðmiðstöðva kirkjunnar sem voru í borgunum Róm, Konstantínópel, Antíokkíu og Alexandríu. Ætla má að hátíð- ir hafí, að endingu, skipast að tilsögn biskupanna. Þekktur er ágreiningur safnaða og hirða þeirra í vestri og austri um tímasetningu páskanna. Niðurstaðan um tíma fæðingarhátíðar- innar varð sú sem við þekkjum, að Vestur- kirkjan hefur jólahátíðina 25. desember og birtingarhátíð Drottins hinn 6. janúar. Á birtingarhátíðinni minnist Vesturkirkjan helst heimsóknar vitringanna, sem þá eru skoðaðir sem frumgróði heiðingjanna er tók við opinberuninni um Krist (Matt. 2. kap). Evangelísk-lúthersk kirkja hefur, af sögulegum ástæðum, að mestu fylgt róm- versku kirkjuári og textaröð þess. Lút- herska kirkjan hefur samt til yfírvegunar fleirí texta um opinberun Guðs í Kristi Jesú, á hátíð birtingar Drottins sem geng- ur í garð á þrettándanum (sjá t.d. Lúk. 2,41-52, Mark. 10,13-16, Matt. 8,1-13 og Jóh. 2,1-11). í sumu efni stendur lúthersk kirkja nær Austurkirkjunni en Rómar- kirkju. Frá fjórðu öld, hefur 6. janúar ver- ið fastur í sessi hjá Austurkirkjunni sem hátíðisdagur guðsbirtingarinnar og jafn- framt fæðingar Krists konungs. Þó fæð- ingarhátíð kirkjunnar hafí ekki átt eina afmarkaða tíð frá upphafí kristins siðar, óx hún fram og eignaðist staðfestu er tímar liðu. Ekki kom annað til en að vitn- isburðurinn um fæðingu Jesú er í þremur guðspjöllum af fjórum. Þar markar fæðing hans mikil tímamót í sögu mannkyns. Holdtekja Guðs í Kristi Jesú hefur því verið til umfjöllunar í boðun kirkjunnar frá upphafi alveg eins og starf hans á jörðu, dauði og upprisa. þórir jökull þorsteinsson. Höfundur er sóknarprestur á Selfossi. Jólablaðl995 Forsíðumyndin er af kirkjunni á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Hún er ein af 25 kirkjum Rögnvaldar Ólafs- sonar og ein af þremur timburkirkjum hans þar sem krossformið er lagt til grundvallar. Ljósm.: Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiða- bólsstað. Birtingarhátíð Drottins. Jóla-rabb eftir séra Þóri Jökul Þorsteinsson, sóknarprest á Selfossi. Bls 2. Kirlgur Rögnvaldar Ólafssonar Lesbók hefur myndað eða látið mynda flest- ar kirkjur Rögnvaldar vítt og breitt um land- ið. Jafnframt skrifar blaðamaður Lesbókar um feril Rögnvaldar og þrjár kirkjur hans sérstaklega. Bls 4-8. Normannar - Bardagamenn og stjórn- endur fyrir 800-1000 árum. Björn Jakobsson um útrásir Normanna til norðurs og suðurs. BIs 9-11. Söngur lýðveldisins. Ný smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson með mynd eftir Einar Hákonarson. Bls. 12-14. Gabriele Mistral fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir 50 árum. Hjörtur Pálsson skrifar um hana og einnig þýðir hann eitt af ljóðum hennar. Bls 15. „í fornöld á jörðu var frækorni sáð“ Úr ritgerð Ólafs Briem, menntaskólakenn- ara á Laugarvatni, um sálmaskáldið séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Bls 16-18. Stórkonur fyrri alda. Ólína Þorvarðardóttir skrifar um tröllskess- ur í íslenzkum þjóðsögum. Bls 19-21. í fótspor feðranna. Steinn Kárason segir frá reiðtúr frá Sauðár- króki austur á Heljardalsheiði. Bls. 22-23. Gézanne - einn áhrifamesti málari sög- unnar. Grein eftir Laufeyju Helgadóttir í tilefni stórrar yfírlitssýningar á verkum Cézannes. Bls. 24-26. Örlagavefir. Bragi Ásgeirsson rekur örlagasögu hinnar rúsnesku Nadezjdu Davydovnu og ber sam- an við sögu Tove Engilberts, eiginkonu Jóns Engilberts málara. Bls. 26-27. Úr sögu byggðar og athafna á Flateyri. Blaðamaður Lesbókar rekur söguna frá því Torfí Halldórsson settist þar að 1857 og fram að síðari heimsstyijöld. Bls. 28-30. Tími fagnaðarboðskaps og manndrápa. Egill Helgason skrifar um afa sinn, Ólaf Ólafsson kristniboða í Kína á miklum ófrið- artímum. Bls. 31-33. Styttan mun lifa borgina. Samtal við Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggv- ara. Eftir Gísla Sigurðsson. Bls. 34-35. Tilkoma kynningar- og áróðursmynda á 4. áratugnum. Eftir Erlend Sveinsson. Síðasta greinin í röð um sögu íslenzkrar kvikmyndagerðar á ald- arafmæli kvikmyndanna. Bls. 37-39. Síðasta kirkjan í Nesi. Heimir Pálsson skrifar um Neskirkju þá er fauk 1799 og var ekki endurreist því Dóm- kirkjan í Reykjavík tók við hlutverki henn- ar. Bls. 40-41. Leikritaskáldið Arthur Miller Miller hefur nú nýlega, þegar hann stendur á áttræðu, samið nýtt leikrit, Glerbrot, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Hávar Sigutjónsson skrifar um feril Millers. Bls. 42-43. Tvö ævintýri Jenny A. Baldursdóttir gerir tilraun með gamalt bókmenntaform. Bls. 45. Blómsturkarfan. Pjetur Hafstein Lárusson skrifar um Sigríði Einarsdóttur í Vinaminni í Grjótaþorpi sem þýddi vinsæla bók, Blómsturkörfuna. Bls. 47. Verðlaunamyndagáta bls 48 og verð- launakrossgáta bls 46. Ljóð eftir eftirfarandi höfunda: Hannes Sigfússon, Edgar Allan Poe (þýðing Guðmundar Arnfinnssonar), Jorge Luis Borges,(þýðing Finnboga Guðmundssonar) Seamus Heaney, (þýðing Karls Guðmunds- sonar), Gabriele Mistral (Þýðing Hjartar Pálssonar),Knut Hamsun (þýðing Arnheiðar Sigurðardóttur), Jónas Gíslason, Rögnvald Finnbogason, Kjartan Siguijónsson, Sigur- jón Ara Siguijónsson, Þorbjörgu Daníels- dóttur, Kristin Gísla Magnússon, Valgerði Þóru, Guðmund Hermannsson, Ragnar Rögnvaldsson. Auk þess er hluti úr elzta ljóði heimsins í þýðingu Gunnars Dal og írskt fornkvæði sem Karl Guðmundsson hefur þýtt; höfundur þess ókunnur. MÁLVERK eftir 16. aldar málarann Juan de Borgona sýnir hvernig málari á þeim tíma sér fyrir sér þegar farið var með Jesú 40 daga gamlan íMusterið í Jerúsalem.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.