Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 4
í FYRRA VAR haldið hátíðlegt 90 ára afmæli Hjarðarholtskirkju og hafa umfangsmiklar endurbætur verið gerðar á henni. Ljósm.Leshók/ Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal. HJARÐARHOLTSKIRKJA að innan. Búið var að spiiia kirkjunni með van- hugsuðum endurbótum, t.d. höfðu póstar verið teknir úr gluggum og klætt yfir bita í lofti. Unnið hefur veri að því að kirkjan fái sitt upphaflega útlit. Ljósm.Lesbók/ Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal. Kirkjur Rögn- valdar Ólafssonar Rögnvaldur Ólafsson var merkilegur brautryðj- andi í íslenzkri byggingarlist og almennt er litið á hann sem fyrsta íslenzka arkitektinn, I enda þótt bág heilsa hans kæmi í veg fyrir að hann gæti lokið prófí. Starfsævi hans er ótrúlega stutt í ljósi þess sem eftir hann liggur. Fyrsta verk hans er Hjarðarholts- kirkja í Öölum, sem hann teiknaði 1903 og aðeins 13 árum síðar teiknaði hann síðustu hús sín, þá sjúklingur á Vífils- stöðum þar sem hann lézt 14. febrúar 1917. Á stuttum ferli í starfi ' sem síðar varð embætti Húsameistara ríkisins, teiknaði Rögnvaldur Ólafsson mörg prýðileg hús og þar ber hæst V í fllsstaðaspítala. En auk þess teiknaði hann 25 kirkjur, sumar þeirra perlur í íslenzkri byggingarlist. Eftir GÍSLA SIGURÐSSON HJARÐARHOLTSKIRKJA, vígð 1904. Þessa fallegu krosskirkju teiknaði Rögnvaldur á meðan hann var enn í námi í Kaupmannahöfn. Ljósm.Lesbók/ Kristjana Ágústsdóttir, Búðardal. Að Ónumdu Landi Það er ótrúlegt að á þessu stutta ára- bili, og jafnframt í baráttu við heiluleysi, teiknaði Rögnvaldur fjölda íbúðarhúsa og opinberar byggingar eins og hús Búnaðar- skólans á Hólum í Hjaltadal, Búnaðarfé- lagshúsið í Reykjavík, Edinborgarhúsið á ísafirði, hús Búnaðarskólans á Hvann- eyri, Kennaraskólann við Laufásveg, Kvennaskólann við Fríkirkjuveg, Barna- skólann á Eyrarbakka, „Syndikatið" í Austurstræti sem brann 1915, Sjúkrahús- ið í Vestmannaeyjum, Pósthúsið í Reykja- vík og Vífilsstaðahælið, svo nokkur séu nefnd. Það er ekki síður athyglisvert að jafn- framt teiknar Rögnvaldur á þessum árum hvorki meira né minna en 25 kirkjur og hefur enginn íslenzkur arkitekt nálgast það - og það þótt starfsævin væri lengri. Þessar kirkjur eru afar misjafnar; sumar þeirra litlar, einfaldar og ódýrar, en aðrar stærri; gerðar af verulegum listrænum metnaði og ekkert til sparað. Þannig var stofnað til kirkjunnar í Hjarðarholti og umfram allt á þetta við um Húsavíkur- kirkju, sem hlýtur að teljast eitt allra bezta verk Rögnvaldar og jafnframt ein af fáum perlum í íslenzkri byggingarlist. í þessari samantekt verður einungis fjallað um kirkjur Rögnvaldar og hinn skamma starfsferil hans. Þegar litið er til þess að Rögnvaldur Ólafsson er ekki aðeins fyrsti íslenzki arki- tektinn, sem kemur ef svo mætti segja að ónumdu landi og lætur eftir sig marg- vísleg listræn og metnaðarfull verk, er furðulegt hvað hann er almennt lítið þekkt- ur. Nú verður að helzt að dusta rykið af mönnum annað veifið í fjölmiðlum, ef þeir eiga ekki að fyrnast og gleymast. Þar er umfjöllun um byggingarlist ekki efst á blaði og Rögnvaldur hefur ekki oft verið þar á dagskrá. Fyrir 20 árum skrifaði ég eitthvað um Rögnvald í Lesbókina og birti myndir af helztu húsum hans, en umfram allt ber að telja og þakka fyrir ítarlegan og vandaðan sjónvarpsþátt Björns G. Björnssonar á jólaföstu 1994 - þá á 90 ára afmæli Hjarðarholtskirkju. í framhaldi af því verður reynt hér að bregða enn frek- ar ljósi á kirkjulega þáttinn í starfi Rögn- valdar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.