Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 10
HL UTI úr hinum fræga, 40 metra langa Bayeux refli. Hann er merkilegt myndlistarverk, einskonar myndasaga,
og var unninn í hannyrðaskólanum í Kantaraborg nokkru eftirinnrás Normanna á England.
KORT sem sýnir landvinninga og útrásir Normanna á 11. og 12. öld.
Þessum sjónarmiðum fylgdu konungar Nor-
manna á Englandi og Sikiley jafnan fast
fram, sem leiddi til átaka við kaþólsku kirkj-
una og páfastólinn af og til. Við valdatöku
Göngu-Hrólfs gengu Normannar beint inn í
frakkneska lénsskipulagið, sem þeir sáu fljótt
að hentaði hagsmunum þeirra miklu betur
en fyrri starfsemi í sjóránum og strandhögg-
um hér og þar. Víkingatíminn var líka að
renna sitt skeið á enda og beint þrælahald
aflagt samkvæmt boði kirkjunnar. Þá gerðu
Normannar sér fljótt grein fyrir því að hið
frakkneska konungsvald byggðist á algjöru
valdi konungs yfír þegnunum - valdi sem
kom að ofan, en ekki með frjálsu vali fylgis-
manna eins og tíðkast hafði á Norðurlöndum.
Þetta vald innsiglaði konungsvaldið með lög-
um sem það sjálft setti og þegnamir urðu
skilyrðislaust að hlýða. Normönnum varð
ljóst að með því að hafa vald til að setja
þegnunum lög á þennan hátt, þá væri það
miklu hagkvæmari aðferð til að ná valdi og
viðhalda valdi yfír miklum fjölda fólks en
áður hafði verið mögulegt með gamaldags
þrælahaldi á víkingatímanum. Þessir fyrrum
sjóræningjar og víkingar og afkomendur
þeirra, sem engin lög höfðu virt á ránsferðum
sínum, fóru nú að li'ta á lögin sem stórkost-
Iegt tæki til að byggja upp sterk og fjölmenn
ríki með konungsvaldi og lénsskipulagi. Það
hvarflaði ekki að þeim að tengja þetta ein-
hveijum hugsjónum um réttlæti. Þessi upp-
bygging kom hvað gleggst fram á valdatíma
Hinriks II á Englandi með „massívum“ laga-
bálkum og einnig á Sikiley með nokkuð öðr-
um hætti sem síðar verður vikið að.
Eins og hjá Rómveijum hefir lagasetning
sem hægt er að framfylgja með valdi ef
þörf krefur verið grundvöllurinn að nútíma
stjómskipulagi Vesturlanda. Allur almenn-
ingur hefír hinsvegar ekki ávallt gert sér
grein fyrir því, að þeir sem með völdin fara
hveiju sinni, sníða lögin oftast með það í
huga, að þau þjóni eigin hagsmunum og
þeirra fylgismanna til að viðhalda völdum
þeirra og sérréttindum.
INNRÁSIN Á ENGLAND
í þau hundrað fímmtíu og fímm ár sem
liðu frá því að Göngu-Hrólfur tók formlega
við völdum sem lénsmaður Frakkakonungs
og hertogi af Normandí - þar til Vilhjálmur
bastarður hertogi af Normandi gerði innrás
sína á England höfðu Normannahertogar
stöðugt verið að auka völd sín og ná undir
sig meira landsvæði. Þó Normandí væri að
nafninu til lén í ríki Frakkakonunga þá fóru
hertogamir þar að reka eigin utanríkispólitík
sem áttj eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
fyrir Frakkland og Frakkakonunga á næstu
öldum. Játvarður góði Englandskonungur
andaðist bamlaus í ársbyijun 1066. Vilhjálm-
ur hertogi taldi sig eiga kröfu til ríkiserfða
á Englandi og það sama gerði Haraldur
harðráði Sigurðsson Noregskonungur. Höfð-
ingjasamkundan enska (Witan) kaus hinsveg-
ar til konungs Harald Guðinason jarl af
Wessex, sem hafði sem ríkisstjóri síðustu ár
Játvarðar farið með raunveruleg völd. Vil-
hjálmur hertogi hélt því fram að Haraldur
Guðinason væri ekki réttborinn til ríkiserfða
og kjör hans því ólöglegt. Þessu munu þeir
sem studdu Vilhjálm hafa haldið fram ásamt
ýmsum sagnariturum seinni tíma sem héldu
því fram að seinni kona Guðina jarls, móðir
Haralds, hafí verið óþekkt kona. Barði Guð-
mundsson sagnfræðingur hefír fært sagn-
fræðileg rök fyrir því, að Haraldur hafi verið
systursonar Knúts ríka Sveinssonar konungs
Englands og Danmerkur. Móðir Haralds hafí
verið Gyða dóttir Sveins tjúguskeggs kon-
ungs Danmerkur og Englands og seinni konu
hans, Sigríðar stórráðu ekkju Eiríks Svíakon-
ungs, og að Gyða hafi verið seinni kona
Guðina jarls föður Haralds. Barði heldúr því
fram að höfðingjasamkundan enska (Witan)
hefði aldrei af frjálsum vilja kjörið til kon-
ungs mann sem ekki fullnægði því skilyrði
að vera annaðhvort afkomandi Cerdics kon-
ungs í Wessex, stofnanda engilsaxneska kon-
ungsdæmisins, eða að hann væri afkomandi
Sveins Haraldssonar tjúguskeggs. Vilhjálmur
hertogi mun hafa gert sér Ijóst að til þess
að gera tilkall sitt til ensku krúnunnar trú-
verðugt yrði hann að beita öllum tiltækum
ráðum til þess að fá menn til að trúa því að
kjör Haralds væri ólöglegt og að hann væri
valdaræningi og eiðrofi. fþví skyni mun hinn
heimsfrægi Bayeux refíll hafa verið gerður
skömmu eftir valdatöku Vilhjálms á Eng-
landi. Þar er sagan sögð á þessu einstaka
myndverki eins og Normannar vildu hafa
hana. Þessi ísaumaði fjörutíu metra langi
refíll er meðal annars einstæður sem áróðurs-
myndverk, sem sýnir að Normannar voru
búnir að tileinka sér áróðurstækni sem hver
nútíma áróðursmeistari í fjölmiðlum nútím-
ans gæti verið fullsæmdur af.
Árið 1066 tóku tveir innrásarherir land á
Englandi. Að norðaustan Haraldur harðráði
Noregskonungur og að sunnan Vilhjálmur
hertogi. Haraldur Englandskonungur var
skjótur í förum. Hann gjörsigraði norska inn-
rásarherinn við Stamford Bridge þann 25.
september og hélt síðan jafnskjótt suður til
móts við Vilhjálm hertoga en víkingaöld er
talin á enda runnin með þessum tveim sam-
tíma innrásum á England. VilhjálmUr lenti
með lið sitt nálægt Hastings á Suður-Eng-
landi. Sú saga er sögð að þegar Vilhjálmur
gekk á land af skipum sínum í fararbroddi
liðs síns þá hafí hann hnotið í fjörunni og
fallið fram fyrir sig. Þetta var talið hið mesta
ógæfumerki í upphafí orrustu og herinn stóð
sem lamaður að baki foringja sínum. Vil-
hjálmur mun hafa verið skjótur að hiígsa og
gera sér grein fyrir því hvað í húfí var, ef
saga þessi á við rök að styðjast, þá var hann
kominn það langt upp í fjöruna að hann gat
gripið í sjávarbakkann og náð handfylli sinni
af mold. Hann stóð upp - sneri sér að hem-
um, lyfti upp hægri hendi og hrópaði sigur-
viss: „Sjá! ég held jörð Englands í hendi
mér.“ Þar með varð til ný merking um slík
atvik - að fall sé fararheill sem áður hafði
verið forboði ósigurs og ófara. Haraldur kon-
ungur hafði staðnæmst í Lundúnum á suður-
leið til að endurskipuleggja her sinn sem
mun hafa verið örþreyttur eftir hina löngu
göngu að norðan eftir ormstuna við Stam-
ford Bridge. Hinn 14. október árið 1066 var
svo háð ein afdrifaríkasta orrusta sögunnar,
sem endaði með falli Haralds Englandskon-
ungs og algjörum sigri Normanna - afkom-
enda víkinganna sem tvö hundruð og fímm-
tíu árum áður höfðu ýtt langskipum sínum
úr vör í heimahögum sínum á Norðurlöndum
og lagt út á hið opna haf til að afla sér fjár
og frama. Með valdatöku Normanna á Eng-
landi var lagður kjölurinn að nýju langskipi,
„Britannía", drottnara úthafanna og land-
anna handan við þau - Breska heimsveldinu.
SUÐURGANGA NORMANNA
Á fyrri hluta elleftu aldar er líkast því
að safnast hafí upp í Normandí feiknaleg
mannleg orka sem fékk útrás í landvinning-
um til noi-ðurs og suðurs. Innrás Vilhjálms
hertoga á England höfum við þegar fjallað
um í þessari grein. Nú er hins vegar komið
að landvinningum Normanna á Suður-Ítalíu
og Sikiley, sem áttu sér stað á sömu öld og
innrásin á England, en útrás Normanna til
Suður-ítaliu hófst á fyrri helmingi elleftu
aldar. Sú atburðarás varð með allt öðrum
hætti en innrásin á England, sem var skipu-
lögð herferð ráðandi valdhafa í Normandí
með herflota og a.m.k. tíu þúsund manna
DÓMKIRKJAN í Salerno sem Ro-
bert Guiscard lét byggja fyrir eigin
reikning
her. í útrás Normanna til Ítalíu fóru þeir
samkvæmt boði eins deiluaðilans þar. Þeir
fóru í smáhópum landleiðina eða jafnvel einn
og einn einhesta alla þessa löngu leið og
þetta gerðist á tiltölulega löngu tímabili.
Áður en fjallað er nánar um þessa riddara-
sögu frá miðöldum er nauðsynlegt að gefa
stutt yfírlit yfir hina pólitísku stöðu á Ítalíu
í upphafi elleftu aldar, sérstaklega þó á Suð-
ur-ítalíu. Á miðöldum báru tvær stofnanir í
Evrópu ægishjálm yfir allar aðrar. Það voru
kaþólska kirkjan og hið heilaga rómverska
keisaradæmi. Tveir afburða menn hvor á sínu
sviði höfðu lagt grunninn að þessum stofnun-
um - Gregoríus páfí mikli og Karlamagnús.
Eftir að ríki Karls mikla skiptist upp milli
sona hans tilheyrði mestur hluti Norður- og
Mið-Ítalíu keisaradæminu að undanskildu því
landsvæði sem Karl mikli hafði látið páfastól-
inn fá til umráða. Hinir þýsku keisarar sem
sátu norðan Alpafjalla áttu hinsvegar í stöð-
ugum erfiðleikum að viðhalda völdum sínum
á Italíu. Á þessum tíma voru borgirnar á
Norður- og Mið-Ítalíu að byija að eflast sem
verslunar- og siglingaborgir með stöðugar
kröfur um sjálfstæði í eigin málum án af-
skipta keisarans. Á Suður-Ítalíu var staðan
miklu flóknari. Suður- og suðausturhlutinn
var enn á valdi keisaranna í Miklagarði sem
leifar hins rómverska ríkis á Ítalíu. Sikiley
var á þessum tíma búin að vera í tvö hundr-
uð ár undir yfirráðum Araba. Á vesturströnd
Suður-Ítalíu voru hinar hálfgrísku borgir
Amalfí og Napólí með eigin prinsa sem að
nafninu til lutu Miklagarðskeisara. Um mið-
bik Suður-Ítalíu voru svo að verulegu leyti
sjálfstæð hertogadæmi sem Langbarðar
höfðu stofnað á sínum tíma og lutu að nokkru
Miklagarði, jafnframt því að arftaki ríkis
Karlamagnúsar - þýski keisarinn taldi að
allt þetta landsvæði hefði verið hluti ríkis
Langbarða á Ítalíu, sem Karl mikli hefði lagt
undir sig. Sífellt átök áttu sér stað á þessum
tíma á milli Miklagarðsmanna sem höfðu
höfuðstöðvar sínar á Ítalíu í borginni Bari,
og hertogadæma Langbarða, sem nutu stuðn-
ings páfaps í Róm og keisarans sem vildu
losna við ítök grísku kirkjunnar og Mikla-
garðs frá ftalíu. Og það var þarna sem ung-
ir ævintýramenn frá Normandí komu til sög-
unnar. Tvær ritaðar útgáfur eru til um upp-
hafíð á því sem síðar átti eftir að gerast.
Önnur útgáfan er komin frá Amateus nokkr-
um, munki í hinu víðfræga klaustri Monte
Cassino, sem á seinni hluta elleftu aldar, um
1080, skrifaði ágrip af sögu Normanna á
Suður-Ítalíu. Hann segir svo frá að á skipi
frá Amalfi hafí komið fjörutíu ungir Nor-
mannar úr pílagrímsferð frá landinu helga
og Jerúsalem. Þeir hafí gengið á land í borg-
inni Salerno, sem var ein af borgum Lang-
barða, og þar hafi þeir orðið vitni að því að
serkneskir sjóræningjar hjuggu óvænt
strandhögg í borginni sem orsakaði slíka
skelfmgu meðal borgarbúa að ekkert varð
um varnir. Hinum vígglöðu ungu Normönn-
um ofbauð slíkt hugleysi og gripu til vopna
sinna og gerðu skyndiárás á Serkina ogstrá-
felldu þá niður áður en þeir komust til skips
síns. Gamiar prins í Salemo tók þessum
ungu Normönnum fagnandi eftir þetta
hreystiverk og bauð þeim öllum að ganga í
þjónustu sína. Hinir ungu fullhugar kváðust
hafa verið lengi að heiman en þeir mundu
koma boði hans áfram til heimahaga sinna
í Normandí og hugsanlega koma sjálfír aftur
síðar meir. Hin útgáfan er sú sem sennilega
á við sama hóp Normanna sem hafi átt að
heimsækja helli þann í fjallinu Gargano á
austurströnd Ítalíu þar sem talið var að
Gabriel erkiengill hafi birst árið 493 og gert
kraftaverk. Þarna í hellinum hafí komið til
hinna ungu manna dularfullur maður og
sagst vera foringi Langbarða, Melus að nafni.