Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 11
MYND - miniatur - úr læknisfræðiritum Avicenna ogá aðsýna borgina
Salerno á Suður-Ítalíu oghinn fræga læknaskóla þar um árið 1000.
NORMANNSKT helgiskrín frá um
1200. Myndverkið á að sýna þegar
Tómas Becket erkibiskup af Kant-
araborg er veginn árið 1170 við
altari dómkirkjunnar þar að skip-
an Hinriks II konungs Normanna
á Englandi.
Hafi Melus þessi óskað eftir því áð þeir
gengju í liðsveit sína og tækju þátt í væntan-
legum átökum við Miklagarðsmenn. Nor-
mannarnir höfðu lofað hinu sama og í Sal-
emo þar sem þeim var nú heitið fé og frama.
Það þarf engan að undra að fjörutíu ungir
Normannar væm þarna saman i pílagríms-
ferð. Á miðöldum voru pílagrímsferðir ekki
síður túristaferðir þess tíma og einu tækifær-
in sem ungir menn höfðu til þess að sjá sig
um í heiminum áður en krossferðirnar hó-
fust. Ekki þarf að orðlengja það að þessi
gylliboð frá Ítalíu fóra eins og eldur í sinu
um sveitir og bæi í Normandí. Ungir synir
hinna normönnsku baróna ásamt ýmsum
ævintýramönnum öðrum héldu fagnandi suð-
ur á bóginn, misjafnlega búnir eftir efnum
og ástæðum. Yngri synir aðalsmanna þar sem
lénsskipulag ríkti áttu fárra kosta völ nema
taka þátt í hernaði, þar eð elsti sonur tók
jafnan við föðurleifðinni samkvæmt reglum
lénsskipulagsins. Þannig var ástatt hjá einum
minni háttar normönnskum barón, Tancred
af Hauteville. Tvígiftur hafði hann eignast
tólf syni ásamt nokkram dætram. Þeir sem
í þessum hóp vora komnir á bardagaaldur
tóku þessu ítalska boði fagnandi. Hinir yngri
fóru síðastir af stað og sannaðist þar hið
fomkveðna, að þeir. síðustu urðu fyrstir, því
tveir þeirra, Robert sem síðar fékk viðumefn-
ið Guiscard (hinn slyngi) og sá yngsti, Ro-
ger, áttu eftir að skrá nöfn sín og Haute-
ville ættarinnar á spjöld sögunnar sem stofn-
endur eins voldugasta ríkis miðalda, þar sem
afkomendur þeirra voru krýndir konungar
og einn þeirra settist jafnframt í hásæti hins
heilaga rómverska ríkis.
Fyrst í stað gengu þessir hópar Normanna
til liðs við uppreisnarsveitir Langbarða sem
málaliðar sem tóku laun sín í herfangi eða
með öðrum hætti. Ekki leið þó á löngu þar
til þeir fóru að krefjast lands og léna fyrir
þjónustu sína í stað mála. Sá fyrsti sem var
úthlutað léni, bænum Aversa, var Rainulf,
þá foringi þeirra. En brátt fóra Hauteville
bræðumir hver af öðrum að láta til sín taka
og var úthlutað borginni Melfi að launum.
Fyrsta stórorrusta sem sveitir Normanna
tóku þátt í undir merki Langbarða við her
Miklagarðskeisara á Ítalíu varð þeim ekki til
frama né frægðar og bar nokkuð sérstakt
til. Hershöfðingi gríska hersins hafði af því
njósnir að sveitir Normanna ættu að skipa
fylkingarbrjóst uppreisnarhersins. Honum
var kunnugt um bardagahreysti Normanna
og bað keisarann Basil II að senda liðsauka.
Keisarinn þekkti vel til mála og sendi úrvals
lífvarðasveit sína sem skipuð var norrænum
mönnum - væringjum, sem Valdimar stórf-
ursti í Kænugarði hafði sent honum eftir að
hann hafði gengið að eiga systir Basils keis-
ara, Olgu. Væringjasveitinni var skipað gegnt
Normönnum í orrastunni og má því segja
að þama hafi frændur orðið frændum verst-
ir. Orrustuvöllurinn var táknrænn og sögu-
legur - Cannae - þar sem Rómvetjar höfðu
á sínum tíma háð eina blóðugustu orrastu í
sögu sinni og beðið sinn eftirminnilegasta
ósigur fyrir hinum snjalla herforingja Kar-
þagómanna, Hannibal. Er skemmst frá því
að segja að Langbarðar og Normannar biðu
þarna hinn herfilegasta ósigur. Freistandi er
að ímynda sér að í sveit væringja hafi verið
einhveqir íslendingar, e.t.v. Halldór Snorra-
son sonur Snorra goða, sem mun hafa verið
í sveit væringja í Miklagarði með Haraldi
harðráða síðar Noregskonungi, en á þessum
tíma sóttu íslenskir menn til Miklagarðs til
að leita sér frama. Melus foringi Langbarða
komst á flótta til Þýskalands þar sem hann
lést skömmu síðar. Þótt Normannar hafi
goldið mikið afhroð í þetta sinn bættust stöð-
ugt nýir ofurhugar við úr heimahögunum í
Normandí svo vegur þeirra og áhrif fóru stöð-
ugt vaxandi. Þar kom sögu að þeir tveir
áðumefndu Hauteville bræður, Robert og
Roger, tóku við forustu í liði Normanna og
var nú skammt stórra högga á milli. Þeir
unnu alla Suður-Ítalíu úr höndum Mikla-
garðsmanna og héldu þaðan yfir til Sikileyjar
og nýttu sér það að þrír emírar Araba deildu
þar um völdin sem auðveldaði þeim að ná
eyjunni allri á sitt vald. Eftir nokkurt þref
skiptu þeir svo með sér völdum að Robert
hélt Suður-Ítalíu en Roger Sikiley en höfuð-
borg Araba þar var Palermo. Robert gerði
höfuðstað sinn í borginni Salerno en seinni
kona hans var dóttir furstans þar, Sichelga-
ita, sem fræg varð í sögum vegna þess að
hún barðist jafnan við hlið bónda síns í or-
ustum með hjálm á höfði og sverð við hlið
sem hún beitti ekki síður en hinn vopnfimi
eiginmaður hennar. í frægri orastu við
Durazzo á Grikklandi stöðvaði hún undan-
hald Normanna með því að þeysa á hesti
sínum með brugðið sverð fram með hernum
og fékk þá til að snúa vörn í sókn. Á þessum
tíma fóra Normannar að láta mjög að sér
kveða í hinu evrópska valdatafli. Þeir nutu
oftast velvildar páfastólsins og höfðu oft
úrslitaáhrif á hveijir hann sátu. Páfunum,
sem oftast áttu í útistöðum við hina þýsku
keisara, þótti öryggi í því að hafa Normanna
sunnan við sig sem mótvægi við keisarann
í norðri. Of langt mál yrði að rekja allar þær
deilur og þau átök sem áttu sér stað á þess-
um umbrotatímum. Þess í stað snúum við
okkur að kórónu þessa ævintýris sem var
„Konungsríkið í sólinni".
Síðari hluti birtist í næstu Lesbók.
Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
HANNES SIGFÚSSON
Osló
fjórum áratugum
fyrr - og síðar
Afturhvarf baksviðs í rykfallið safnhús muna
og yfirþyrmandi leiktjalda í reipum og talíum
ískrandi minnis
- nem ég þar land að nýju
með murrandi fokdreifar fertugs vetrar
undir sólum
Það var á öndverðum árum
ísaldar í veröld jötna
að nýluktu helvíti
og nýkveiktum eldum
nýlendustyrjalda
í Alsír og Kenýju
- rétt áður en mundaðar voru
flaugar og aðrar
fordæðusendingar milli álfa
Sjálfum kiknuðu mér
kné og banakringla
undir kristilegri byrði
á ískaldri aðventu
milli bíls og búðar:
glóaldinrauðar sólir
glórðu undir rifjum
rogþungans
boðandi börnum jól!
Oft sá ég þá undan
yggldum brúnum
annað skáld skjögra
undir skapadómi
- markað af sömu borg
en mér sýnu megra
(Það skipti um ham sem hún
og hófst til vildar
og snilldar)
Mín Ylajali
bar engin silkisjöl
en saumaði úr striga
fletdýnur ungliða
fyrir æfingabúðir Nató
sex nætur vikunnar
í ofsafengnu
ákvæðisbrjálæði
fyrir laundrjúg laun
Hár þitt grátt
fyrir hærum úr striga
eftir náttlangar
faldafeykjur
strauk ég jafnan snöggt
og snautaði óðar að gegna
örgum skyldum
- en örmagna
út af hneigstu
Engar nætur
áttum við saman
utan helgar
og stórhátíðar
Jól urðu lausnir
úr járnum og leysingjar
leiddust um götur
ljómahvítar
undir lágri sól
Hníga nú af himni
hús og götur
harla kunnugleg
í hvítavoðum
hljótt sem fenni mér
fortíð Ijúfri
- þrátt fyrir trega
tindrar hér að nýju
mín bjarta borg!
Hannes Sigfússon bjó í mörg ár í Noregi, en er nú fluttur til íslands og býr á Akra-
nesi. Ljóöið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir Kyrjálaeiði. Útgefandi er Mál og
menning.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 1 1