Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 12
Söneur lvðveld
Aliðnum áram áttu íslendingar einstaka lista-
menn, sem skiptu máli öndvert við þann mikla
fjölda fólks í dag sem fær orðið frábært aftan
við nafnið sitt hvenær sem á það er minnst.
Flestir þeirra vora í útlöndum en komu stund-
Sumir spurðu Tinu hver
þessi hávaxni maður væri
sem hún byggi með. Hún
sagði sem satt var að
hann væri söngvari. Svo
laug hún til viðbótar,
einkum fyrstu mánuðina,
að hann ætti að syngja á
Metropolitan.
SMÁSAGA
Eftir INDRIÐA G.
ÞORSTEINSSON
um á vorin með farþegaskipinu Gullfossi
og voru til hausts. Og þegar blöð í landinu
fóru að bæta við orðskrúð sitt um stóðrétt-
ir og sauðfjárslátrun, kom fyrir að í þeim
birtust fregnir af þessum heimkomu lista-
mönnum án nokkurra hrósyrða. í þessum
hópi voru söngvarar, rithöfundar og málar-
ar. Sumir höfðu farið þegjandi og hljóða-
laust utan til náms. Aðrir fóru með viðtölum
í blöðum og nokkrum heitstrenginum um
frægð. En það kom aldrei orð um það héð-
an að heiman að þeir væru frábærir, eins
og venjan er að láta fylgja nöfnum lista-
manna í dag. Það má því segja að heimsvit-
und þjóðarinnar hafi færst í aukana um
leið og sjálfsánægjan.
Á tímabili voru það einkum söngvarar
sem nutu frægðar og hylli. Unser Peter
innheimti fyrir Rafveitu Reykjavíkur, Sig-
urður Skagfield safnaði holdum eftir að
hafa dvalið í Þýzkalandi á stríðsárunum,
Stefán Islandi söng í Kaupmannahöfn og
svona mætti lengi telja. Ungt fólk kom
heim frá Italíu og tók að syngja í óperum
án þess að vera talið frábært, en aðrir héldu
konserta í Gamla bíó og sprungu. Nú
springa fáir. Þeir láta hljómburðartækin
um að magna röddina. Þjóðfélagið var í
örum vexti eins og sagt er um börn, en
það vissi ekkert hvert það var að vaxa og
veit það ekki enn. En við uxum ekki beint
í söng. Hins vegar fjölgaði þeim sem sungu
og það hófst upp tal um það sem frábært
fólk. Gömlu söngvararnir dóu hver með sín-
um hætti eins og dauðlegir menn gera. Um
þá voru skrifaðar minningargreinar, en þar
var ekki lagt mikið upp úr því að þeir hefðu
verið frábærir eins og allur skarinn sem
syngur í dag frá óperum til rokk og ról.
íslandssöngvarinn Jónasson gleymdist al-
veg enda var hann jarðaður í lúterskum
garði Þjóðveija suður í Róm.
Hann andaðist án þess hans væri getið
að nokkru. Og vegna þess að jarðarfarar-
dagurinn var óljós var enginn minningar-
grein skrifuð um manninn. Hann hafði þó
lagt hug á forsetaframboð þegar hann hafði
komið síðast heim og hafði ijómann af ís-
lendingum á lista, af því þeir höfðu gerst
áskrifendur að sögum heimshornaflækings
og söngvara, sem hafði fundið fyrsta smjör-
þefínn af útlöndum innanbúðar hjá Duus
við að vigta skro oní skútusjómenn. Hann
hafði því talið sig velbúinn út í forsetakosn-
ingar, eiginlega grasrótarmann með ítök í
fyrirfólkinu, löngu áður en orðið grasrót
varð einskonar fánahylling misgæfra fram-
bjóðenda. En áskrifendur hörfuðu undan
stórbrotinni hugmynd um forseta, buðu
kaffí og óskuðu eftir nýrri bók. Hann sagð-
ist vera hættur að skrifa og skildi ekki
hvernig þetta litla land gæti afþakkað svo
stóran mann. Síðan kvaddi hann í síðasta
sinn og hélt til Ítalíu og dó.
Hann var sonur múrarameistara, en
bræður hans urðu virtir menn. Sjálfur ætl-
aði hann að verða mikill og syngja lög bróð-
ur síns í útlöndum og það gerði hann stund-
um betur en aðrir menn. En hann var á
ferli fyrir stríðið 1939. Þá var ekki runninn
upp tími hinna pólitísku verðlauna eins og
seinna varð. Sá timi kom með nasismanum
en þó einkum með kommúnismanum. Báðar
þessar stefnur fyrirleit hann. Þær hefðu
hvor um sig gert hann að stórsöngvara
hefði hann verið seinna á ferðinni. Áður
en menn urðu merkilegir af pólitískum
ástæðum lærði hann söng í Svíþjóð. Síðan
fór hann suður í Evrópu og ferðaðist um
og hélt konserta. Hann söng í Danmörku
og hann söng í París og víðar, en það var
mikið um söngvara í Evrópu og ekki mikið
gert með hávaxinn mann utan af íslandi
sem af líffræðilegum ástæðum horfði niður
á alla sem hann talaði við og var auk þess
svo virðulegur í fasi að hann minnti helst
á pólskan greifa. Stundum söng hann eins
og engill. Stundum var eins og komin væri
steinvala upp í hann og þá dapraðist söng-
tæknin.
Sönghús Ítalíu voru musteri söngk-
únstarinnar fyrir stríð. Það var einnig
Metropolitan í New York. Ferill söngvara
var miðaður við þessa staði. Hann fékk
ekki að syngja á Ítalíu. Þeir voru merkileg-
ir með sig þessir ítölsku skrattar. Einnig
hafði Mussolini sagt að á Ítalíu ættu ítalir
einir að syngja. Þeir væru slíkir söngvarar
að þeir ættu að syngja fyrir allan heiminn.
Pólski greifinn utan af Islandi passaði ekki
inn í hugmyndir Itala um söng. En hann
söng í Landbúnaðarhöllinni í París. Það var
meðan bændur voru á dögum. ítalir vildu
stutta söngvara og þeir vildu feita söngv-
ara, en þeir vildu ekki langa og mjóa söngv-
ara með röddina einhvers staðar upp í nef-
holunum. Það var sama hvað hann þandi
sig í prufusöng. Þeir fundu aldrei vott af
Caruso í honum. En þótt hann fyndi ekki
söngbræður á Ítalíu fann hann konu sína
þar. Tina d’Adamo var einkaerfmgi stórrar
skotfæraverksmiðju sem framleiddi vopn
handa heijum Mussolinis. Faðir hennar til-
kynnti henni, að fyrst hún hefði kosið að
eiga söngvara, sem fékk ekki að syngja og
væri auk þess norðan af einhveiju eyði-
skeri, skyldi hún engan arfinn fá, en hús-
næði léti hann henni í té eins og verið hefði.
Dóttirin var lágvaxin og þybbin eins og
margt ítalskt kvenfólk. Og það gat hvinið
í henni eins og kynstofninum. Nú reis hún
upp og hvessti augun á moldríkan föður
sinn og gargaði: Hann ætlar til Ameríku
að syngja á Metropolitan.
Satt var að hann hugði á Ameríkuferð.
Þau fóru með farþegaskipi frá Genova.
Móðir stúlkunnar hafði laumað að henni
búnti af lírum án þess nokkur vissi. Þess
vegna gátu þau ferðast vestur á fýrsta far-
rými, eins og þau væru í brúðkaupsferð.
Flestir farþegar á fyrsta plássi voru ítalsk-
ir greifar, hertogar, ríkir landeigendur og
einstaka barón. Hvað alla framkomu og
mannasiði snerti fór kjörinn tími í hönd við
að læra til greifa. Hann reyndi að komast
til ráðs við ítölskuna. En það gekk illa.
Hann mærði menn samblandi af sænsku-
skotinni dönsku og einstaka orði á ensku.
Fyrirfólkið á fyrsta plássi stundi og lést
skilja en brátt tók Tina d’Adamo að sér
viðræðurnar. Hann stóð bara álútur yfir
henni á meðan og brosti í sólbjörtum vindin-
um af siglingunni um Miðjarðarhafíð. Eng-
inn efaðist um að þau væru gift. Af því
enginn spurði þurftu þau ekki að svara.
Svona kaþólskur heimur gat orðið erfíður,
en hann var alveg tilbúinn að svara. Ástæð-
an fyrir því að Tina d’Adamo var ekki skrif-
uð Jónasson í vegabréfið var sú staðreynd,
að íslenskir menn kenndu ekki konur sínar
við föðumafn eiginmanns.
Honum var vel tekið í Ameríku. Ameríku-
menn eru vingjarnlegir á yfirborðinu. Þeir
vom á þessum tíma að flýta sér að kynn-
ast heiminum, áður en þeir gerðu hann að
áhrifasvæði. Nú er þeim skítsama hver
endinn er uppi á annarra þjóða kvikindum.
Þegar íslandssöngvarinn Jónasson kom
vestur til Ameríku vom Þrúgur reiðinnar í
bígerð, þjóðin var sósíalt þenkjandi. Þurrkur
eyðilagði uppskeru á stórum svæðum og
þetta var tímabil stíflugerða. Sumar þeirra
voru nefndar eftir forsetum. Roosevelt fékk
hins vegar enga stíflu. Hann byggði þær.
Inn í þetta andrúm fátæktar og kreppu og
krampakenndra framkvæmda kom Island-
söngvarinn Jónasson ásamt lagskonu sinni
Tinu d’Adamo með límrnar frá frú d’Adamo
upp á vasann. Þær dugðu í nokkurn tíma
því þau lifðu spart. Allir í Ameríku lifðu
spart á þessum ámm. Ver gekk að komast
áfram í söngnum. Metropolitan var alveg
lokað fyrir honum og útlendingar í söng
áttu yfírleitt erfitt uppdráttar nema ef þeir
vom af þekktu þjóðemi. Þá var hlustað á
pmfusöng þeirra og sumir reyndu fyrir sér
í Hollywood ef þeir höfðu útlitið með sér.
En Jónasson leit ekki við þessu. Hann vin-
mæltist við fáa og varð bara önugur maður
á Fimmtu tröð. Eftir tvö ár var Tina d’Ad-
amo orðin þreytt á sambúðinni. Faðir henn-
ar varð stöðugt ríkari og handgengnari
Mussolini og hún varð hálfgert samkvæmis-
ljón í New York fyrir að eiga vopnaframleið-
anda fyrir föður sem auk þess þekkti Mus-
solini.
Sumir spurðu Tinu hver þessi hávaxni
maður væri sem hún byggi með. Hún sagði
sem satt var að hann væri söngvari. Svo
laug hún til viðbótar, einkum fyrstu mánuð-
ina, að hann ætti að syngja á Metropolitan.
Á þessum tíma bjó kunnur blaðamaður í
New York, sem hét Damon Runyon. Hann
skrifaði fyndnar smásögur um afbrigðilegt
mannlíf í Bandaríkjunum og víðar. Hann
skrifaði söguna Tólfkhólka Tobbi um maf-
íuna og allskonar fyrirfólk í Evrópu, sem
átti í erfíðleikum með að halda virðingu
sinni. Greifar ýmiskonar, barónar og her-
togar voru sögupersónur ha'ns og þeir voru
yfírleitt rúnir allri virðingu. Þetta átti vel
við Ameríkumenn sem gortuðu af því að
vera stéttlausir milli þess þeir börðu á
mönnum í verkföllum. íslandsöngvarinn
Jónasson var blessunarlega laus við allar
þenkingar um Ameríkumenn. Hann þekkti
ekkert til Damon Runyon eða viðhorfsins
til aðalsins í Evrópu. En vissu menn ekki
betur hvísluðu þeir að þar færi evrópskur
greifí þar sem Jónasson var.
Tina d’Adamo fór frá íslandssöngvaran-
um í New York og sigldi til Genova á kost
og lóssí föður síns sem framleiddi svo mik-
ið af vopnum, að verksmiðja hans mátti
heita rauðglóandi. Örlagatímar í Evrópu
voru að nálgast og það þótti sýnt að Hitler
og Mussolini voru gengnir í bandalag ásamt
Japönum sem töldu sig hafa verið svikna
af Bandamönnum um heimsviðskipti eftir
fyrra stríð. Menn og þjóðir voru að hiaupa
saman um alla Evrópu um það bil sem Tina
d’Adamo steig á land í Genova. íslands-
söngvarinn var áfram í New York við að
mæla göturnar. Hann reyndi ekki að syngja
enda vildi enginn hlusta á hann. Þá höfðum
við ekki sendiráð vestra, en við vorum þátt-
takendur í heimssýningunni í New York.
Þar hafði enginn neitt með söng að gera.
Hins vegar reyndu menn að fá umboð fyrir
Coca cola og aðrar lífsnauðsynjar og komu
heiin með fullt af umboðum um líkt leyti
og íslandssöngvarinn, sem hafði verið
bjargað um farareyri hjá bræðrum og vinum
eftir stranga útivist og langa glímu við
heimsfrægðina.
Skömmu eftir stríð, þegar íslandssöngv-
arinn komst að raun um að molakaffi á
skítastað við Austurstræti í Reykjavík kost-
aði umreiknað eina tvo dollara sagði hann
hátt og snallt yfir fullan veitingasal: Það
var þá til einhvers að Bandamenn unnu
þetta stríð. Nú skemmtir fólk sér ákaflega
á veitingahúsum og blandar sér í úlfúð og
leiðindi á heimleið um þijú leytið á nótt-
unni þegar vertshúsin loka. Nú leigir fólk
sér myndbönd og hefur sjónvarp, frekar
tvær rásir en eina. Enginn skortur er þvj'
á skemmtunum og hefur ekki verið lengi.
Þegar íslandssöngvarinn var á dögum
þekkti hann ekkert til svona skemmtana.
Þær komu seinna til sögu. Listamenn;
málarar eins og Kjarval eða söngvarar eins
og íslandi, skemmtu sér yfir kaffíbolla. ís-
landsöngvarinn var einhver skæðasti kaffí-
bolladrykkjumaður sem sögur fóru af með-
al listamanna. Aftur á móti gat Kjarval
slepþt kaffíbolla þegar hann vildi og fengið
sér harðfisk frá Steina bróður. íslandi hafði
á seinni árum meiri náttúru fyrir „íslenskt
brennivín" Þessi orð eru höfð innan gæsa-
lappa því hann söng þau gjarnan.
Islandssöngvarinn brá ekki vana sínum
þær vikur sem hann dvaldi í New York
eftir að Tina hélt til Genova. íslensk lista-
kona hafði unnið verðlaun fyrir listaverk
til að hafa á hlaði Hótels Waldorf Astoria
í New York. Þótt íslandssöngvarann varð-
aði ekki mikið um íslenska listamenn, eink-
um söngvara, hafði hann um stund haft á
orði að skoða gersimina. Síðla dags lagði
hann svo leið sína til Waldorf Astoria og
lét sér listaverkið vel líka. Styttur höfðu
enn ekki verið gripnar steypuþykknum og
vansköpun eins og pólitísk verðlaunalist
eftirstríðsáranna varð. Þegar íslandssöngv-
arinn hafði setið um stund návistum við
listaverkið stóð hann upp glaður í bragði
og ákvað að fá sér molakaffi. Þjónarnir í
kaffisal Astoria höfðu ekki mikið að gera
þessa stundina.' Það leið að þeim tíma að
þeir þyrftu að fara að huga að matargest-
um. Þegar íslandssöngvarinn gekk í salinn
litu þeir upp allir sem einn og virtu hann
fyrir sér hávaxinn og fyrirmannlegan með
íbogið stórt nefið sem slútti ofan yfir vör-
ina. A Count, stundi einn þjónninn. Verk-
stjóri þeirra smellti fingrum og þrír þjónar
tóku sig til og gengu til móts við gestinn.
Einn hélt á innbundnum matseðli dagsins.
Á forhliðina var prentað með feitu gylltu
letri Menu en efst stóð nafn hótelsins með
smáu letri og gylltu. Hinir þjónamir tveir
12