Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 13
ALLIR sáu að þessi maður var greifi. Mynd; Einar Hákonarson. héldu einnig á leðurbundnum möppum. Önnur þeirra innihélt lista yfir eftirrétti og óáfenga drykki, en hin geymdi margbreyti- legan vínlistann. Þeir buðu íslandssöngvar- anum að velja sér borð með handasveiflum. Hann settist í miðjum salnum. Þjónamir réttu fram möppur sínar. Hann brást við þeim með þreytulegum svip, eins og maður sem hefur þegar komið á allt of mörg hót- el. Hár hans var að byrja að grána í vöng- um. Þeir horfðu allir þrír á þennan evr- ópska greifa, sem eflaust var landflótta undan nazistum og fundu til meðaumkun- ar. Kaffi, sagði greifinn á ensku með þykk- um hreim. Söngvarinn sat heima á íslandi öll stríðs- árin og hafði aldrei unnið önnur eins ósköp. ísland var á leiðinni að verða lýðveldi og þar var hann manna ákafastur. Hann fór syngjandi um landið fyrir sinn hatt að efla lýðveldishugsjónina. Hann söng í litlum samkomuhúsum á afskekktum stöðum. Hann söng í stórum samkomuhúsum á mannmörgum stöðum. Og hann söng í kirkjum, þar sem samkomuhús voru ekki fyrir hendi. Aðgangseyririnn var tvær krón- ur. Hann gat ekki verið lægri. Það var nú undirleikarinn. Hann þurfti sitt. Svo var bílakostnaður, sem gat orðið mikill. Gisti- kostnaður var mismunandi. Stundum var honum og undirleikaranum boðið að gista. Stundum var píanóleikari á staðnum. Hann söng í sjávarþorpum og hann söng lengst inni í landi. Á Eyrarbakka söng hann í kirkj- unni. Hann setti sjálfur upp auglýsingar um sönginn. Svo fór hann á eftir til að sjá hvernig þær verkuðu. Einir fjórir menn voru að skoða eina auglýsinguna, sem hann hafði neglt á símastaur miðsvæðis á Eyrar- bakka. Hann staðnæmdist fyrir aftan þá og horfði yfir höfuð þeirra á auglýsinguna. Tvær krónur, sagði einn mannanna hneykslaður. Já, þeir opna nú ekki kjaftinn á sér fyrir ekki neitt þessir karlar, sagði annar. Hann söng misjafnlega í þessum söng- ferðalögum fyrir lýðveldið. Enginn tók til þess eða móðgaðist vegna misþyrminga á sönglistinni. Allir vissu'að konsertarnir voru fluttir af einlægum hug. Enginn lét undir höfuð leggjast að hlusta þegar fréttist að íslandssöngvarinn var kominn. Fólk kom á bátum yfír firði og á hestum og bílum sem víða voru fáir. Og það kom gangandi. Marg- ir þekktu lítið til annars en sálmasöngs í kirkjum, og það var þó altént tilbreyting að fá einsöngvara. Hann söng vel ef hann var vel upplagður, en það var stöðugt sjaldnar eftir hann hafði verið að fást við Metropolitan í New York. Þó kom fyrir, í einstaka kirkjum, að hann fór algjörlega fram úr sjálfum sér og söng eins og meist- ari. Einkum gerðist þetta ef húsið var lítil timburkirkja. Þá fannst honum eins og ís- land, „lilla Island“, eins og það hafði verið kallað þegar hann hafði verið að læra söng í Svíþjóð, væri komið til að hlusta á hann, bæði húsið og fólkið og landið umhverfis. Og blámálaðar þiljur kirkjuskipsins höfðu undirstrikað með óvenjulega skýrum hætti rauð og veðurbarinn andlit gestanna. Þá hafði allt í einu opnast fyrir loftsúluna nið- ur í magann eins og L gamla daga og loft- ið streymt óhindrað upp í munnholið, eins og tæki undir í hvelfíngu Michelangelo í Péturskirkjunnár í Róm. Og þá hafði hann sungið þannig að hann hafði séð andlit áheyrenda opnast og augun þeirra ljóma. Og hann hafði séð kirkjuþilin nötra. Svo rann upp þetta merkilega ár, árið 1944, sem í augum íslandssöngvarans var árið eina. Fólkið kom saman og kaus að- skilnað við Dani og eigin stjóm yfír landi. íslandssöngvarinn var himinlifandi. Hann skrifaði mikið þetta ár og lauk við síðasta bindi fjölbinda ævisögu. Þá tók hann sig til og boðaði blaðamannafund, þar sem hann kvaddi sönginn. Þetta var kurteisi af hans hálfu, en strákar tóku þessu eins og hverju öðru gríni. Skopblað landsins birti heilsíðumynd af söngvaranum sitjandi klof- vega á söngvasvaninum sjálfum, sem flaug hraðfari með Jónasson út í himinhvolfíð. Um það bil sem árið var að enda fór hann þess á leit við útvarpið að hann fengi að flytja þjóðinni sérstaka lýðveldishvöt við áramót. Þeir hjá útvarpinu tóku þessu vel, en ákváðu að hann skyldi flytja þetta í kvölddagskrá á Nýársdag. Ávarpið var tek- ið upp á hljómplötu. Hann bauð til veislu um kvöldið, þar sem allir mættu í síðum kjólum og kjólfötum. Fólk sat hljótt undir flutningi ávarpsins og hlustaði á hátíðlega rödd söngvarans, sem fór með texta sinn eins og guðsorð í kirkju. Þegar leið að lok- um ávarpsins, komu munnviprur á suma gestanna, annars hélt fólk virðingu sinni. Sumt af þvi var ættað úr sveit og þekkti til sauðfjár. En í lýðveldishvöt sinni fór Islandssöngvarinn hamförum og hvatti landsmenn til að minnast lýðveldistökunnar með ýmsum hætti. Við bændur sagði hann sérstaklega, að þeir ættu að láta skepnum sínum líða vel á þessum tímamótum. Sér- staklega ættu kindurnar skilið gott atlæti: Gefið þeim einu sinni, gefið þeim tvisvar, gefíð þeir þrisvar, sagði hann í útvarpið. Einstaka bændur, sem sátu við útvarpstæki sín að hlusta, stóðu upp og og viku sér í útihús einhverra erinda. Það voru einkum þeir sem höfðu lent í þeirri ógæfu í byijun aldar að drepa úr hor. Eftir stríð hugði íslandssöngvarinn enn á ferðalög. Nú var það ekki til að leggja heiminn að fótum sér, heldur til að anda að sér erlendu lofti eftir að hafa dvalið öll stríðsárin á íslandi. Hann var orðinn þreytt- ur á Reykjavík og hafa alitaf þennan miðbæ fyrir augunum. Laugavegurinn einn og sér var eins og sjávarþorp nema hvað gróða- menn höfðu sagað neðstu hæðina undan skoplitlum bárujárnshúsum til að koma þar fyrir útsölum og gottiríisbúðum. Þó var þetta hæg þróun af því vörur voru litlar í landinu og sumar skammtaðar. Þeir sem sigldu á Ameríku urðu ríkir af smygli, eink- um kvenfatnaði og nælonsokkum. Og sum- ar þessar afsöguðu búðir við Laugaveginn lifðu á því að selja smygl á bak við. Svo kom bréf til Jónasson, operasanger. Heim- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.