Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 14
ilisfangið var Reykjavík. Það var frá Tinu.
Long time. No see og allt það. Bréfíð var
hiýlegt. Hún saknaði hans. Hann fékk tár
í augun. Erindið var að fá hann suður til
Ítalíu í heimsókn. Faðir hennar hefði feng-
ið slag um það bil sem stríðinu lauk og hún
væri heima hjá foreldum sínum, sem hefðu
tekið hana í sátt. Þau væru orðin næstum
öreigar eins og flestir ítalir sem hefðu ver-
ið velmegandi. Nú væri það andspymu-
hreyfingin sem bæri að hneigja sig fyrir.
Það væm mestmegnis kommúnistar og
Bandaríkjamenn væru að reyna að hjálpa
til svo þeir næðu ekki stjómlegu valdi í
landinu. Vopnaverksmiðjan hafði verið lögð
í rúst og brennd að lokum, en móðir henn-
ar hafði átt geymdan arf eftir foreldra sína
og á honum lifðu þau.
íslandssöngvarinn las bréfið frá Tinu
mörgum sinnum og á milli geymdi hann
það í veski sínu. Skömmu eftir að hann
hafði ákveðið að svara og segja Tinu að
hann kæmi ef hún sendi ávísun fyrir far-
gjaldinu, hitti hann góðan vin sinn á göngu
á Laugavegi. Hann hafði líka verið í útlönd-
um snemma á öldinni og þeir höfðu hist í
París. Þá þóttust þeir menn að meiri að
vera utan af íslandi og veltu fyrir sér hvem-
ig sveitakarlar myndu hegða sér í heims-
borginni. Þessi vinur söngvarans hafði ung-
ur verið tekinn í fóstur. Þá hafði hann ver-
ið feijaður yfir sex mestu skaðræðisvötn á
íslandi. Nú vom þeir hver með sínum hætti
orðnir miðaldra menn og báðir frægir. Vin-
ur hans var sem sagt afburða málari. En
þeir töluðu aldrei um listir þegar þeir hitt-
ust. Þeir borðuðu stundum saman á kostn-
að málarans. Hann átti_ þegar þama var
komið oftar peninga en íslandssöngvarinn.
Þeir ákváðu að borða hádegisverð á Mat-
stofu Austurbæjar, innanum leigubílstjóra,
skrifstofufólk og listamenn. Litlir, vélritaðir
matseðlar lágu á borðum handa gestum,
en sumir vissu hvað var í matinn og hirtu
ekki um seðlana. íslandssöngvarinn var
mikill matmaður þótt hann hefði ekki haft
alltaf mikið að borða á stríðsárunum. Nú
hlakkaði hann til að borða með vini sínum
á veitingahúsi og munnur hans fylltist af
vatni. Þeir settust og fóru að lesa matseðl-
ana. Allt í einu mddist íslandssöngvarinn
til í stólum svo brakaði í honum. Hann hóf
tignarlega rödd sína, sem hafði hljómað í
söng víða um lönd og sagði: Hér er alltaf
þetta sama fjandans friggase.
Þau náðu loksins saman aftur eftir fjölda
ára og heilt heimsstríð sem öllu hafði breytt
í Evrópu. Tina tók á móti íslandssöngvaran-
um í Milano. Þau eyddu fyrstu nóttinni á
hóteli áður en þau héldu til bæjarins þar
sem vopnaverksmiðjan hafði verið. Stórt
tveggja hæða íbúðarhúsið stóð enn og fað-
ir og móðir Tinu bjuggu þar ásamt henni.
Vopnaframleiðandinn var að mestu rúm-
liggjandi og íslandssöngvaranum skildist
að sá lamaði mætti helst ekki sjá hann.
Það fannst honum að gerði ekkert til enda
var víst erfiðleikum bundið að tala við hann.
Þannig hafði fylgispektin við Mussolini leik-
ið föður Tinu. Islandssöngvarinn og hún
bjuggu í austurenda á neðri hæð hússins,
þar sem Tina hafði komið sér fyrir þegar
hún fluttist til foreldra sinna frá Ameríku.
Þar inni sat íslandssöngvarinn löngum milli
þess hann klæddist sínum ökklasíða tví-
hneppta frakka og hélt í gönguferð með
eða án Tinu.
Hann reyndi að lesa, en það gekk stirð-
lega á ítölsku. Stundum náði hann í vasa-
brotsbækur á ensku. En þær voru mest-
megnis skemmtanahroði nema bækur frá
Penguin. Á milli þess sem hann las drakk
hann ókjör af kaffi. Tina hafði í fyrstu
ekki undan að hita. Svo keypti hún sér-
staka könnu handa honum, sem hann skildi
ekki við sig þaðan í frá. Þetta var sívöl
kanna úr gleri með sérstakri síu á teini sem
þrýst var niður í könnuna eftir að kaffi og
sjóðandi vatn hafði verið látið í hana. Sían
þrýsti kaffikorgnum niður í botninn og
hélt honum þar. íslandssöngvarinn kunni
ekki það mikið í ítölsku að hann gæti sagt
Tinu hvað kaffíð hét á íslensku. Það var
mikið um stam og stunur við uppáhellinginn
eitt sinn þegar hann var að reyna að út-
skýra þetta. Min elskede, sagði hann og
þagnaði. I love you, sagði hann svo. Tina
deplaði ekki auga. Mia cara. Nú leit hún
upp. Það heitir nefnilega korgkaffí og
gangnamenn á íslandi hafa fyrir sið að
drekka það. Hún hefði ekki skilið það frek-
ar þótt hann hefði sagt það á ítölsku.
Eftir að íslandssöngvarinn hafði dvalið
nokkur ár á Pósléttunni, því gamla Lang-
barðalandi, og farið í sínar daglegu göngu-
ferðir, hellt upp á korgkaffi og grafíð föður
Tinu, fékk hann bréf að heiman sem gladdi
hann mikið. Þeir mundu þá eftir honum enn
landar hans og hugsuðu til hans. Að vísu
minntist hann þess ekki í svipinn að hann
hafði skrifað bæjarstjóranum í Reykjavík
og lýst fyrir honum hvemig var að búa á
Ítalíu, í útlegðinni, eins og hann hafði orð-
að það í bréfinu. Auk þess hafði hann skrif-
að tveimur fyrrverandi ráðheirum. Allt vom
þetta gamlir félagar hans úr miðbæ Reykja-
víkur þegar hann hafði verið innanbúðar
hjá Duus. Hann hafði lagt til í þessum bréf-
um að hann yrði látinn gera eitthvað fyrir
ísland, en frá Ítalíu væri ódýrt að ferðast
til annarra landa og tala máli föðurlands-
ins. Nú hafði hann fengið bréf frá utanríkis-
ráðuneytinu á íslandi, sem var hætt að
vera skrifstofuherbergi hjá forsætisráð-
herra, þar sem honum var tilkynnt að hann
væri menningarfulltrúi landsins í hálfu
starfí og fengi hálf laun. Síðast hafði hann
fengið laun hjá Duus svo þetta vom nokkur
nýmæli. Bréfið kom síðla hausts. Honum
fannst það gefa tilefni til að heimsækja
vini á íslandi, en þá var orðið of áliðið til
að fara þetta árið. Um veturinn var ákveð-
ið að líta á ísland að vori. Tina kæmi með
honum og þau ætluðu að dvelja sumar-
langt. Ó, mia cara, Þessi íslensku sumur,
sagði hann.
Það hafði verið venjan að hafa fata-
skipti áður fyrr þegar von var á skipi frá
útlöndum. Bæði var að núorðið klæddist
fólk betur en það hafði gert og svo hitt að
skipakomur sættu minni tíðindum en áður,
nema sérstakrar persónu væri von. Eða þá
að sérstök sending kæmi eins og Flatöbog-
en utan frá Danmörku, sem sumir héldu
að héti Flatöbogen - veskú. Seinna lagðist
þetta niður. Farþegaskip hættu að koma
nema skemmtiferðaskip. Allir voru famir
að fara í flugvélum og fólk fluttist hátíðar-
laust milli landa. íslandssöngvarinn kom
snemma vors með Gullfossi til landsins
ásamt Tinu, sem borgað hafði farið frá
Milano, með Gotthardlestinni yfir Alpana
og síðan áfram norður Evrópu til Kaup-
mannahafnar, þar sem þau tóku skipið.
Hann náði samningum um að borga þegar
komið væri til Reykjavíkur, enda kynnti
hann sig sem diplomatískan fulltrúa utan-
ríkisráðuneytisins. Tina hélt sig þétt upp
að honum er kom að því að stíga á land í
Reykjavík. Hún sá slangur af fólki á kæjan-
um og henni fannst það stórvaxið og stór-
skorið. Gott ef það var ekki allt í tvíhneppt-
um, skósíðum frökkum. Kannski voru þetta
frændur íslandssöngvarans. Niður á
bryggju heilsuðu einungis örfáir og létu í
ljós undrun yfír að hann skyldi kominn til
landsins. Hávaxin, ljóshærð kona ofan úr
Kjós gekk til þeirra og heilsaði innvirðu-
lega. Jónasson kynnti Tinu fyrir henni, en
stórvaxna konan virtist einungis tala
dönsku fyrir utan móðurmálið. Þau tóku
tal saman, Jónasson og konan, sem var
klædd íslenska þjóðbúningnum, eins og
sumar konur gerðu á þessum tíma. Ég er
kominn til að umfaðma föðurlandið, svaraði
Jónasson peysufatakonunni um erindi sitt,
þessa hijúfu en yndislegu jörð forfeðra
minna, társtokkna af aldalöngu harðræði á
tæpustu vöðum mannlífsins. Nú er vor og
nú hlýnar um heiminn. Nú blánar Esjan
yfir bænum þínum og allt verður gott einu
sinni enn í þessu blessaða landi. Hann þagn-
aði til þess að ná andanum. Hver er þessi
kona, hvíslaði Tina. Mater Islanda, sagði
hann hátt og snjallt og sveiflaði hægri hendi
í átt til himinbogans.
Sumarið leið í fyrstu við nokkur kaffi-
boð. íslandssöngvarinn heimsótti utanríkis-
ráðuneytið. Honum var fálega tekið. Það
höfðu enn einu sinni orðið stjórnarskipti í
landinu og kominn nýr ráðherra í utanríks-
ráðneytið. Hann var af yngri kynslóð og
þekkti ekkert til Jónassonar annað en, að
hann hafði kvatt sönginn eins og frægt var
af myndinni í skopblaðinu. Jónasson varð
því að tala við einhveija undirtyllu. Og yfir-
leitt fannst honum, að hvar sem hann kæmi,
nema til einstakra valdalausra og velvilj-
aðra vina, hitti hann enga fyrir nema undir-
tyllur, sem tóku honum af sömu aðgerðar-
lausu kurteisinni og undirtyllan í ráðuneyt-
inu. Sá hafði vitað að hann mátti ekki ljá
máls á frekari fyrirgreiðslum við þennan
gamla söngvara. Það höfðu verið aðrir en
núverandi ríkisstjóm, hvað þá núverandi
utanríkisráðherra, sem höfðu miskunnað
sig yfír hann með þessu hálfa starfi, vænt-
anlega í von um að íslandssöngvarinn gerði
sem minnst. En hvað sem einstaka kansellí-
istar höfðu vonað var engu síður staðreynd
að Jónasson var kominn. Honum varð geng-
ið inn á veitingahúsin í miðbænum síðdeg-
is. Þau voru fá og lítilsverðir skyndibitastað-
ir nema Hótel Borg. Þangað fór hann stund-
um með Tinu. Æskuvinum hans hafði fækk-
að mjög og það var einkum að hann gerði
sér títt um málarann. Hins vegar hafði
málarinn fyrir sið að hörfa út á land þegar
fór að hlýna og birta og liggja úti í hraungj-
ótum uppnuminn af náttúrustemningum.
Vistin var því heldur dauf hjá Jónasson á
köflum. Hann vissi ekki alltaf þetta sumar
hvað hann var að gera á íslandi.
Næstu ár kom íslandssöngvarinn í heim-
sókn til lands síns eins og hann kallaði ís-
land. Þeir sem þekktu til hans sögðu að
hann væri eins og farfuglarnir að koma á
vorin og fara á haustin. Stundum var Tina
d’Adamo með honum og stundum ekki.
Þegar hún var ekki bjó hann gjarnan í
kvistherbergjum með kaffikönnunni og
hafði lítið umleikis. Þessar heimsóknir kom-
ust upp í vana og það voru raunar fáir sem
létu sig varða veru hans hér nema einstöku
náungar sem fannst hann sérkennilegur.
Þegar leið að forsetakosningum mátti heyra
að hann myndi ekki vera því mótfallinn að
setjast að á Bessastöðum. Forsetasetrið
væri þó altént betri staður en kvistherberg-
in sem honum væri boðið upp á. Hann var
stundum að sýna ítölsk blöð, en af því fáir
eða engir skildu ítölsku sáu þeir ekki hvað
var í þessum blöðum. Þau virtust flytja
efni um stórsöngvarann Jónasson. En það
var til lítils fyrir íslenska kjósendur í for-
setakosningunum. Baráttan yrði ekki háð
á Pósléttunni.
Svo virtist sem stöðug aukning yrði á
skrifum um stórsöngvarann Jónasson í ít-
ölskum blöðum og tímaritum um þessar
mundir. Stundum var hann nefndur aðals-
maður og hans var víða minnst við hliðina
á nafni íslands og il presidente. Sumarið sem
kosningamar vom háðar kom íslandssöngv-
arinn ekki fyrr en seint um vorið og þá með
töluverðan blaðabunka, þar sem skrifað var
um Jónasson. Helsta blaðið var Corriera
della Sera, sem gefið er út í Milano og vitn-
að er til erlendis um málefni Ítalíu. Þar birt-
ist á þriðju síðu heilsíðuviðtal við íslending-
inn Jónasson. Þeir sem ekki kunnu ítölsku
■vissu lítið hvað stóð í viðtalinu. En þegar
þeir litu yfir síðuna sáu þeir að hvarvetna
sem Jónasson kom í textanum, birtist fáein-
um orðum síðar il presidente eða Garibaldi.
Þegar íslandsöngvarinn var spurður hvaða
erindi Garibaldi ætti í greinina svaraði hann
því til ítalir þyrftu að nefna þjóðhetju sína
Garibaldi til að skilja hvað Jónasson gerði
fyrir ísland nú þegar hann hyggðist gegna
æðsta embætti þjóðar sinnar.
Þótt Jónasson léti öðru hveiju orð falla
um forsetaembættið tók enginn undir við
hann þannig, að honum fyndist að hann
væri studdur til starfans. Þótt hann byggi
ekki í landinu nema tíma úr ári fann hann
á sér ýmsa þróun, sem aðrir áttuðu sig
ekki á. í landinu ríkti mikið fálæti um
menn og honum fannst holur hljómur í lýs-
ingum þeirra á fyrirmönnum. Auðheyrt var
að ákveðnir vinstri menn voru í miklum
metum hjá fólki. Þeir þurftu að vera á
móti ameríska varnarliðinu, fara í Keflavík-
urgöngur, styðja við bakið á þeim sem vildu
kauphækkanir og lægri strætógjöld og töldu
Sovétríkin komin til að frelsa heiminn. Jón-
asson hafði raunar aldrei hugsað um þessi
mál. Það var ekki fyrr en hann skorti að
hafa tekið þátt í þeim og nokkrum útifund-
um að auki, að honum skildist að hann
yrði aldrei forseti á Bessastöðum. Það emb-
ætti var einungis ætlað vinstri mönnum.
Síðan héldu hann og Tina brott um haust-
ið. Hann lét það út ganga að hann langaði
til að sjá nokkra vini sína við skipshlið
þegar hann færi. Þeir komu nokkrir og
sumir skáluðu við hann um borð. Peysufata-
konan úr Kjósinni var mætt í reyksal fyrsta
farrýmis, þar sem kveðjuhófið stóð. Hún
virti Jónasson fyrir sér döpur í bragði, eins
og hún væri að horfa á einkason láta niður
í ferðatöskur sínar. Þegar gestir sýndu á
sér fararsnið, bankaði hann lauslega í kaffi-
bolla og viðstaddir hljóðnuðu. Vinir mínir,
sagði Islandssöngvarinn, ég þakka ykkur
fyrir að koma og kveðja mig, nú þegar ég
og min elskeðe - mia cara, erum á leið
suður á Pósléttuna. Enginn veit hvort eða
hvenær við sjáumst aftur. Lífið er orðið
langt hjá okkur öllum og það styttist. Ég
kom hingað í vor með þá hugmynd að gera
þjóð minni greiða. En nú veit ég að hún
hefði hafnað honum. Þjóð mín er enn í
meginatriðum föst í gamalli fátækt. Hún
er orðin undarleg af sínum fyrri þrenging-
um og nítjándu aldar ævintýrum af fátækt
barna í hjásetu. Þess vegna er henni illa
við alla sem kvarta ekki undan fátækt sinni.
Þegar ég var hér á stríðsárunum erfði ég
píanó eftir bróður minn. Ég hef orðið að
hafa það í geymslu síðari árin. Ég hef hvergi
getað komið því fyrir. íslenska þjóðin þekk-
ir ekkert nema kjöt og fisk og kýs að vera
snauð af öðrum veraldlegum gæðum.
Kannski batnar henni. Kannski afskræmist
hún. Áður hataði hún Dani. Nú hata menn
hvor annan. Ég bið ykkur, vinir mínir, að
láta ekki draga ykkur niður á pólitískt svið
þrætu og rígs, strætisvagnagjalda og ann-
arrar beijatínslu vinstri- mennskunnar.
EDGAR ALLAN POE
Eldoradó
Guðmundur
Arnfinnsson þýddi.
Riddarasveinn,
röskur og beinn,
þeysti á skínandi skeiðjó,
ferðin var löng,
ljóð hann söng,
í leit sinni að Eldoradó.
En riddarinn knár
varð gamall og grár,
fölskva á æskunnar eld sló,
leiðinni á
ekkert land hann sá,
sem líktist Eldoradó.
Loks á hans braut,
er þrótt hann þraut,
pílagrímsvofa varð þó:
„Vofa grá,
greindu mér frá,
hvar er þetta Eldoradó?“
„Teygðu yfir fjöll
á tunglinu öll
og skuggadali þinn skeiðjó.
Hertu reið -
þá mun gatan greið -
fyrst þú ætlar til Eldoradó. “
Edgar Allan Poe, 1809-1849, er meðal
fremstu rithöfunda í sögu Bandaríkj-
anna.
KJARTAN
SIGURJÓNSSON
Á jólum
Hve fagurt ljómar nú Ijósafjöld
sem lýsir upp grundir og fjöll.
Því friður ríkir og kyrrð í kvöld
og konung hyllum við öll.
Hann boðar fögnuð og frið á jörð
og frelsari mannanna er.
0, fagna komu hans, kristna hjörð,
og kijúp við jötuna hér.
Á bænarörmum vér berum nú
það besta sem hugurinn kýs,
að eflist drenglund og aukist trú
og oss sé hamingjan vís.
En hvíer harmur um heimsins slóð
og hatur svo grimmt í dag?
0, heyrið englanna Ijúfust Ijóð,
þann Iífs og gleðinnar brag.
Hið fagra ríki um fold og geim
og fullkomni veraldar drótt
að stríðin hverfi úr hijáðum heim
og hjálpin beríst þeim skjótt,
sem hungrið þjakar og þjáningar
og þarfnast nú hjálpar oss frá.
O, stefndu að því að standa þar
er styðja þurfandi má.
Höfundur er organisti í Seljakirkju
í Reykjavík.
14