Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 16
„í fornöld á jörðu var frækorni sáð“ Skáldið á Stóra-Núpi, séra Valdimar Briem Snemma vors 1859 riðu tveir menn — einir sér — suður fjöll — allt úr Eyjafirði í ofanverða Ámes- sýslu. Annar var Sigurður bóndi á Jórunnarstöð- um, alkunnur ferðagarpur. Hinn var sveinn á 12. ári: Valdimar Briem að nafni. Frásögn úr Séra Valdimar var dáður prestur í Hreppunum. Eftir hann liggja geysimörg kvæði, biblíuljóð og sálmar, sem til dæmis eru alltaf sungnir um jól og áramót og flestir fullorðnir íslendingar kunna. Vinsældir séra Valdimars og nægjusemi urðu þó til þess að hann knúði aldrei Ijóðhörpu sína svo sem efni stóðu til. Eftir ÓLAF BRIEM þessari ferð hefur Þórhallur biskup Bjamason fært i letur eftir Páli sagnfræðingi Melsteð: „Sögulegast í þeirri ferð var það, að þegar þeir Sigurður voru komnir suður af Kjalvegi þurftu þeir yfir vont vatnsfall að fara áður en komið væri í Hreppana. Leist Sigurði ill- reitt og bað sveininn að verða eftir á bakkan- um meðan hann reyndi, en þá lagði Valdimar svo fast að Sigurði að taka sig strax með; og gerði hann það og famaðist vel. Umrætt vor var sveinninn Valdimar bæði föður- og móðurlaus. Hann er fæddur á Grand í Eyjafirði 1. febrúar 1848. En á ell- efta aldursári missti hann báða foreldra sína með rúmlega hálfs árs millibili. Þá var heim- ilið leyst upp og Valdimar tekinn í fóstur af föðurbróður sínum, Jóhanni Briem, presti í Hrana. Tii að koma sveininum á áfanga- stað var valinn Sigurður á Jórannarstöðum, sem „var um mörg ár eini leiðsögumaðurinn um Eyfírðingaveg“. Eftir að suður kom ól Valdimar allan aldur sinn í Hreppunum. Jóhann, fósturfaðir hans, kostaði hann til náms, bæði í Lærða skólanum og Prestaskólanum. Vorið 1873 gekk Valdi- mar að eiga Ólöfu, dóttur Jóhanns, og gerð- ist prestur í Hrepphólum. Nokkram áram síðar vora prestaköll Hrepphóla og Stóra- Núps sameinuð — og vorið 1883 fluttist Valdimar að Stóra-Núpi. Þar átti hann síðan heima til dauðadags, 3. maí 1930. Valdimar undi hag sínum vel í þessu umhverfí og gerði ekki víðreist um ævina — fór til að mynda aldrei til útlanda. En fjarri fór því að hann byggi við einangran, þótt heimili hans væri langt uppi í sveit. Sóknar- böm Valdimars bára hann á höndum sér og vora vinir hans og kunningjar. Og sér til hugarhægðar ræddi hann við þau löngum stundum, jafnt í gamni sem alvöra. En nán- ast andlegt samfélag átti Valdimar við Ólöfu konu sína, sem hann missti 1902-. Einnig stóð Valdimar í stöðugum bréfaskiptum við ýmsa helstu andans menn þjóðarinnar, m.a. Matthías Jochumsson. A Stóra-Núpi var og jafnan gestkvæmt, bæði af nágrönnum og þeim, sem komu lengra að. Síðustu árin hafði Valdimar hægt um sig á ritvellinum, en gamansemi sinni og kímnigáfu hélt hann til æviloka. I. Frá Skólaárum Sæll ég þá þættist ef ég þykjast mætti hljóðminnsti strengur hðrpu þinnar. Með þessu ávarpi til fóstuijarðarinnar lýk- ur Valdimar Briem fyrsta kvæðinu í Ijóða- syrpu sinni frá skólaáram. Markið, sem hann setti sér hér, var honum allt of auðvelt. Hann átti ótrúlega létt með að yrkja. Á skömmum tíma gat hann ort frambærilegt kvæði án fyrirhafnar, en í lífí hans skorti þau innri átök til þess að knýja fram alla þá krafta, sem bjuggu í skáldeðli hans. Það er því engin tilviljun, að hann hóf feril sinn með þeim orðum, sem vitnað er til hér að framan. Kvæði Valdimars frá skólaáram era í hárómantískum 19. aldar stíl. Greinilegust áhrif era frá Bjama Thorarensen, Jónasi Hallgrímssyni, Benedikt Gröndal og Krist- jáni Jónssyni. Stór hluti kvæðanna er með fomyrðislagi eða skyldum bragarháttum, en hrynjandin í mörgum þeirra minnir meir á Bjama Thorarensen og Kristján Jónsson en Eddu. Algengustu yrkisefni Valdimars á þessum áram era konur og ástir. Næst koma svo ýmis fyrirbæri náttúrannar eins og dag- ur og nótt, sumar og vetur o.s.frv. Bestum tökum nær Valdimar í æskuljóð- um sínum, þegar hann dregur athugasemda- laust upp myndir úr náttúranni til að sýna mannlífíð. Hæst ber tvö kvæði, sem nefnt era Lindirnar og Huggunin. Það fyrrnefnda hefst svo: Lindimar Undan háum hamratind, hlíðar upp í brúnum, rennur niður lítil lind Ijósum eftir túnum. Gullin brosa bökkum á blóm og fagrar rósir, svölun af þér sæta fá sveita blíðar drósir. Eitt ritverk Valdimars frá skólaáram hef- ur verið gefíð út. Það er skopleikurinn íjóla- leyfínu, saminn 1866, prentaður 1972 með formála eftir Tómas Guðmundsson. Leiknum var aldrei ætlað annað hlutverk en vekja hlátur skólapilta og annarra bæjarbúa nokkrar kvöldstundir seinna um veturinn. í leikritinu er allmikið af vísum og kvæðum, en mest kemur á óvart orðræða vofunnar, sem birtist í 1. þætti. Hún talar allt í bundnu máli og mælir fram ljóð með bragarhætti Shakespeares, blank verse, sem á íslensku hefur verið kallaður stakhenda. Það er í fyrsta sinn, sem ljóð í þessu formi heyrist á íslensku leiksviði. Ekkert af leikrit- um Shakespeares hafði þá séð dagsins ljós í íslenskum búningi. Steingrímur og Matthí- as vora að vísu í kyrrþey byijaðir á þýðing- SÉRA VALDIMAR Briem í kantarakápu Jóns biskups Arasonar 1917. Tilefnið var vígsla Jóns Helgasonar í embætti biskups, en Valdimar var þá vígslubiskup. MINNISVARÐI eftir Helga Gíslason, myndhöggvara, um séra Valdimar Briem stendur á fallegum stað í brekku neðan við gamla íbúðarhúsið á Stóra-Núpi. um sínum á Lear konungi, Macbeth og Ot- helló. En þær vora ekki prentaðar fyrr en löngu síðar. Shakespeare hefur Valdimar sennilega lesið á dönsku, því að hann var tæplega nógu vel að sér í ensku til að geta lesið framritin sér að fullu gagni. Þess má geta um leið, að í bókasafni hans vora harm- leikir Shakespeares til í danskri þýðingu, en ekki á frammálinu. Ef leita skal að tilteknum fyrirmyndum frá Shakespeare að ljóðum vofunnar í skop- leiknum detta mér fyrst í hug: Vofa föður Hamlets í samnefndu leikriti og lokaatriðið í Rómeó og Júlíu, sem gerist í grafreit. Hér er þó ólíku saman að jafna. Yfír síð- ast nefndu atriði hvílir ljóðræn, tregablandin fegurð, en inni á milli era þar hrollvekjandi myndir. Svo er einnig í þeim ræðum, sem vofa föður Hamlets mælir fram. Og það era aðeins hinar hrollkenndu myndir, sem Valdi- mar hefur haft að leiðarljósi. Til að sýna þennan hugblæ skulu hér tilfærð tvö erindi úr skopleik Valdimars: Ó, hefurðu aldrei heyrt til okkar vein og náhljóð dimmt á niðamyrkum kveldum? Hefurðu aldrei bleikar beinagrindur við tunglskin litið líða fram hjá þér, eða hefurðu aldrei glamra heyrt um dimma nótt í dauðra manna beinum eins og þá kvörn í holum hausi glamrar? Þú heldur vera hræddur eigi þarft, komdu með mér til kaldra og bleikra drauga um dimmar nætur, vertu í vorum flokki, og svífum heim þá sofa halir aðrir; um daga máttu í myrkri búa gröf, maðkamir verða þér að skemmta þá. Á skólaáram sínum var Valdimar í nánum félagsskap við þá námsmenn, er helst hneigðust að skáldskap. Til að mynda var hann lengst af ritstjóri að handskrifuðu blaði, sem „Fjölsvinnur" hét og nokkrir skólapiltar héldu út. Blaðið er merkast fyrir þá sök, að þar er varðveitt flest það, er Kristján Jóns- son Fjallaskáld kvað á skólaáram sínum, en Kristján var einn af nánustu vinum Valdi- mars í skóla. Einnig kynntist Valdimar á námsáram sínum Matthíasi Jochumssyni og fleiri andans mönnum. II. SÁLMAR Einhvem tímann á fyrstu prestskapará- ram sínum í Hrepphólum lét Valdimar þau orð falla í bréfi að ef til vill hafi hugur hans stefnt að víðari verkahring, en ef hann gæti gert eitthvert gagn í söfnuði sínum, mundi hann vel við una. Valdimar þurfti ekki að bíða lengi eftir því, að starfssvið hans færðist út. Arið 1878 var hann skipað- ur í nefnd til undirbúnings nýrri sálmabók handa íslensku kirkjunni. Valdimar stóð þá á þrítugu og var langyngstur þeirra manna, sem að bókinni stóðu. Er sálmabókin kom út, 1886, var hlutur Valdimars í henni mjög stór, alls 141 sálmur. í fljótu bragði kann það að vekja nokkra furðu hve mjög yrkisefni Valdimars hafa breyst síðan á skólaáram hans. í „skóla kvæðum“ Valdimars er ekkert, sem bendir til upprennandi trúarskálds. Sumir kynnu að ætla, að einhver gagnger trúarhvörf hafí orðið í lífí Valdimars á þessum árum. Öðram gæti dottið í hug, að sálmar Valdimars væru fremur kveðnir af embættisskyldu en innri köllun. Hvoragt er rétt. Engin ástæða er til að ætla annað en Valdimar hafi alla tíð verið sannfærður um innsta kjarna kristindómsins og ekki er að efa, að sálmakveðskapur hefur verið honum kær- 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.