Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 17
ÚTI FYRIR bæjardyrum á Stóra-Núpi: Valdimar Briem, Ólöf kona hans og
Ólafur sonur þeirra hjóna.
komið viðfangsefni. Langt er samt frá því,
að Valdimar aðhyllist allar kenningar, sem
kirkjan boðaði, en það olli honum engum
innri átökum. Þær kennisetningar, sem hann
gat ekki fellt sig við, lagði hann þegjandi
til hliðar.
Að þessu leyti var Valdimar mjög ólíkur
Matthíasi Jochumssyni, sem stóð í stöðugri
trúarbaráttu hið innra með sér. Enda má
sjá þess mörg dæmi í bréfum Matthíasar til
Valdimars, að þjóðskáldið er alltaf að reyna
að ýta við honum og knýja hann til meiri
átaka. Að sjálfsögðu hafa þessi endurteknu
hvatningarorð Matthíasar haft örvandi áhrif
á Valdimar, þótt hann gæti ekki fetað í
fótspor hins sí-leitandi trúarskálds.
Margir sálmar Valdimars eru svonefndir
„guðspjallssálmar". Þeir eru kveðnir með
hliðsjón af tilteknum frásögum úr guðspjöll-
unum og ætlaðir til söngs, þegar þær eru
teknar til umfjöllunar á helgistundum. All-
margir „guðsspjallssálmar" Valdimars bera
það með sér, að þeir hafa ekki annað hlut-
verk en koma til móts við þessar þarfír kirkj-
unnar. Þegar best tekst til eru sálmamir
annað og meira. Þá eru þeir sjálfstæðar
myndir, sem byggðar em upp með frásögur
guðspjallanna að undirstöðu.
Hér skulu teknir til athugunar tveir sálm-_
ar Valdimars með þessu sniði Sálmurinn /
fornöld á jörðu var frækorni sáð er byggður
á einni dæmisögu Krists. Þar er guðs ríki
líkt við mustarðskorn, sem „verður að tré“.
í sálminum er þroskasaga trésins um allan
aldur rakin í myndræunum líkingum:
Það blómgast og vex og æ blómlegra rís,
í beislqandi hita, í nístandi ís;
aflausnarans blóði það fijóvgaðist fyrst,
þann fijóvgunarkraft eigi getur það misst.
Fri heimsskauti einu til annars það nær,
þótt önnur tré falli, þá sífellt það grær,
þess greinar ná víðar og víðar um heim,
uns veröldin öll fær sitt skjól undir þeim.
Sálmurinn Þótt holdið liggi lágt er byggð-
ur á frásögninni um ummyndun Krists uppi
á háu ijalli. Hjá Valdimar verður fjallið tákn
um „trúarhæð" og þaðan gefur miklu víðari
útsýn en af nokkrum ijallstindi jarðarinnar:
Þar er svo bjart, að birtast huldir vegir;
í gegnum grafar húm,
í gegnúm tíma’ og rúm
þá augað eygir.
0g sú unaðarfulla kyrrð, sem getur gagn-
tekið menn á háum fjöllum, er hafin í æðra
veldi:
Þar er svo hljótt að hverfur tímans niður;
guðs hjarta heyrist slá,
í hjarta mínu þá
býr fró og friður.
Af sálmum Valdimars, sem ætlaðir eru
til söngs á tilteknum hátíðum, ber hæst
jólasálminn / dag er glatt í döprum hjörtum
og áramótasálminn Nú árið er liðið í aldanna
skaut.
Vart þarf að efa, að jólasálmurinn er inn-
blásinn af hinu fagra lagi Mozarts úr Töfra-
flautunni. Ekki er mér kunnugt um, hvernig
það lag hefur borist til eyrna Valdimars, en
hrynjandi sálmsins sýnir glöggt, að hann er
kveðinn undir lagið.
Þessi jólasálmur Valdimars er óvenju
heilsteyptur að byggingu; strax í fyrstu lín-
unni er brugðið upp sterkum andstæðum: í
dag er glatt í döprum hjörtum. Síðan heldur
frásögnin áfram í sama stíl og hver mynd
er mótuð úr tveimur andstæðum. Allt þetta
miðar að því að gera hina kristnu kenningu
sálmsins sem áhrifamesta. Tökum til dæmis
síðari hluta 2. og 3. erindis:
Sá guð, er ræður himni háum,
hann hvílir nú í dýrastalli lágum;
sá guð, er öll á himins hnoss,
varð hold á jörð og býr með oss.
og
Hann fjötrum reifa fast er vafinn,
í frelsi barna guðs svo þú sért hafinn;
hann sína tötra tók á sig,
að tign guðs dýrðar skrýði þig.
Sálmurinn Nú árið er liðið í aldanna skaut
er einnig vel byggður upp. í lok annars
erindis segir:
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá;
en miskunnsemd guðs má ei gleyma.
Síðan er miskunnsemd guðs lýst með
jafnri stígandi:
Hún birtist á vori sem vermandi sól,
sem vöxtur í sumarsins blíðum,
í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól,
sem skínandi himinn og gleðirík jól
í vetrarins helkulda-hríðum.
Hún birtist og reynist sem blessunarlind
á blíðunnar sólfagra degi,
hún birtist sem lækning við böli og synd,
hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd,
sem lýsir oss lífsins á vegi.
Eftir þessa frásögn lýkur sálminum með
þökk og bæn.
Flestu öðru fremur hefur náttúran beint
sjónum Valdimars til guðs, ef dæma má af
sálmum hans. í sumum þeirra er náttúran
raunverulegt guðspjall. Nokkra bendingu um
kveikjuna að einum slíkum sálmi gefur saga
sú, er hér fer á eftir.
Það var einn góðviðrisdag um túnsláttinn,
að Valdimar var að snúa heyi í svonefndri
Akrabrekku vestan við bæinn á Stóra-Núpi.
Kona, sem þar var til heimilis, hefur sagt
frá atvikum. Hún veitti því athygli, að
Valdimar fór sér óvenju hægt við hey-
vinnuna og áður en flekknum var lokið lagði
hann frá sér hrífuna og gekk inn í bæ. Er
vinufólkið kom frá heyskap um kvöldið las
Valdimar fyrir það þennan sálm:
Guð, allur heimur, eins í lágu og háu,
er opin bók, um þig er fræðir mig;
já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu
er blað, sem margt er skrífað á um þig.
í næstu erindum er lýst, hvernig náttúran
lyftir mannshuganum í samfellda lofgerð til
guðdómsins og að lokum skynjar Valdimar
alla tilveruna taka undir:
Þá heyri’ eg glaða himinfugla syngja,
þeir hrósa þinni dýrð, sem öllum skín;
og andvörp þau, er einatt hjörtun þyngja,
þó upp um síðir leita, guð, til þín.
Sálminn orti Valdimar meðan hann var
að snúa heyinu, en svo vildi hann flýta sér
inn til að festa versin á blað, áður en þau
Iiðu honum úr minni.
Af þessum dæmum er ljóst, að náttúru-
myndir í sálmum Valdimars geta verið með
ýmsu móti. í sálminum Eg horfi yfir hafið
eru lýsingarnar meir í ferðasögustíl. Þar eru
borin saman löndin tvö, sem liggja beggja
vegna „hafsins dauða“. En munur þeirra
er mikill:
Sú ströndin strjála’ og auða,
er stari’ eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land;
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband o.s.frv.
Lýsingin á landinu „fyrir handan hafið"
er auðvitað að mestu hugsmíð Valdimars
sjálfs. Sennilega hefur hann samt haft í
huga lýsingu Opinberunarbókarinnar á hinni
himnesku Jerúsalem.
Miklu meiri líking er með Völuspá og 3.
erindi sálmsins:
Þar sé ég sólu fegri
á súlum standa höll
í dýrð svo dásamlegri,
hún drifm gulli’ er öll.
Þar sé ég fylking fríða
og fagurbúna sveit
um Ijóssins sali líða
með Ijóssins ásýnd bliða
í unaðs aldinreit.
Þetta erindi er nánast endursögn á þess-
ari fögru vísu í Völuspá:
Sal sér hún standa
sólu fegra,
gulli þaktan
á Gimlé.
Þar skulu dyggvar
dróttir byggja
og um aldurdaga
yndis njóta.
Af sálmum Valdimars í Sálmabókinni
1886 eru 39 taldir þýddir. Hér skal aðeins
einn nefndur. Jólasálmurinn I Betlehem er
barn oss fætt er upphaflega latneskur sálm-
ur, sem snemma var þýddur á íslensku í
messusöngbók þeirri, sem nefnd er Grallar-
inn. Valdimar virðist þó fremur hafa stuðst
við þýðingu Grundtvigs á sama sálmi. Hér
hefur Valdimar gengið áþekka götu og
Matthías gekk stundum við túlkun erlendra
sálma. Það er að kveða þá upp í sama stíl
fremur en þýða þá orði til orðs. Fyrstu fjög-
ur versin í sálmi Valdimars eru lausleg þýð-
ing á sálmi Grundtvigs. Síðan fer Valdimar
alveg eigin leiðir og hvorki í Grallarasálmin-
um né sálmi Grundtvigs gat hann fundið
nokkra fyrirmynd að næstsíðasta versinu,
þar sem sálmurinn rís langhæst:
Hvert fátækt hreysi höll nú er,
því guð er sjálfur gestur hér.
Eftir að Valdimar hafði lokið störfum við
Sálmabókina 1886 sendi hann frá sér tvö
sérstök sálmakver: Barnasálma 1893 og
Davíðs sálma 1898.
Davíðs sálmar eru ekki þýðing á sálmum
Biblíunnar. Heldur er efni þeira sett fram
„í íslenskum sálmabúningi", eins og stendur
á titilblaði. En sá búningur hæfir síst betur
hinum hebresku ljóðum en þýðing í óbundnu
máli. Þegar best lætur tekst Valdimar samt
að búa orðum þeirra heilsteypta mynd, t.d.
í upphafi CII sálms:
Mitt líf er líkt og reykur,
sem líður þegar burt;
mín bein sem brunninn kveikur,
mitt brjóst sem visnuð jurt.
Sem fugl á þurru þaki,
er þýtur golan ótt,
með sorg og sút ég vaki
og sit hér einn um nótt.
Mitt líf er langur skuggi,
mitt líf er hrunin brú o.s.frv.
Áður en skilist er við sálmakveðskap
Valdimars er ekki úr vegi að fara örfáum
orðum um þann boðskap, sem sálmarnir
flytja. í stuttu máli sagt er boðskapur þeirra
mildur kristindómur. Efst í huga Valdimars
er kærleikur guðs og líferni Krists — mönn-
unum til eftirbreytni. Kenning Krists er
einnig rauði þráðurinn í mörgum sálmunum.
Hér að framan hefur aðallega verið fjallað
um sálma Valdimars með hliðsjón af stíl og
byggingu. Að endingu skal þetta tekið fram.
Sálmar Valdimars hafa ekki hinar stórbrotnu
samlíkingar út frá oi-ðum guðspjallanna, sem
setja svip á Passíusálma Hallgríms
Péturssonar — ekki heldur innri átök og flug,
sem einkenna trúarljóð Matthíasar
Jochumssonar. Það sem gerir bestu sálma
Valdimars að fögrum skáldskap er ljóðrænn
strengur, sem snertur er af trúarinnlifun
hans sjálfs — en hefur jafnframt fengið óm
frá náttúruljóðum í anda rómantísku
stefnunnar.
III. Biblíuljóð
í framhaldi af sálmakveðskap sínum tók
Valdimar að kveða einstök ljóð með yrkis-
efnum úr Biblíunni. 1 fyrstu ætlaði hann sér
ekki að safna þeim saman í sérstakt kvæða-
safn, en er komin voru tólf kvæði með efni
úr Nýja testamentinu fékk hann þá hug-
mynd að færa öll helstu sögurit Biblíunnar
í bundið mál. Sýnilegt hlaut að vera fyrir-
fram, að úr þeirri tilraun gat aldrei orðið
heilsteypt ljóðsaga. Biblían er engin sam-
felld frásaga, heldur margar sjálfstæðar
bækur, en mörg skáld hafa tekið efni úr
Biblíunni til meðferðar í einstökum kvæðum.
Hér hef ég einkum erlend skáld í huga,
þótt líka megi benda á íslenskar hliðstæður.
Sérstaða Valdimars er fólgin í því, að hann
reynir að gera eina ljóðsögu úr öllum
söguritum Biblíunnar. Af því leiddi tvennt.
Annað var að efnisins vegna varð að taka
ýmislegt með, sem alls ekki heillaði hugann
sem yrkisefni. Hitt var að föst söguleg bygg-
ing gat ekki náðst vegna ótal frásagna, sem
ekkert koma við hinu heimssögulega sam-
hengi, sem óneitanlega má finna í allri Bibl-
íunni — og bróðir Eysteinn náði í Lilju.
Biblíuljóð Valdimars komu út í tveimur
stórum bindum 1896 og 1897. Fyrra bindið
fjallar um Gamla testamentið, en hið síð-
ara um Nýja testamentið.
IV. FráEfriárum
- Þýðingar
Valdimar safnaði aldrei saman ljóðum
sínum, en ýmis kvæði eftir hann birtust á
víð og dreif. Ekki verður séð, að þau séu í
heild mótuð af neinni sérstakri bókmennta-
tísku. Helst er athyglisvert — miðað við
samtímann — að meðal þeirra er ekkert
ættjarðarljóð. Valdimar hlýtur samt hiklaust
að teljast til rómantísku stefnunnar. En
svipmót hennar er miklu skýrara á Biblíu-
ljóðum — og jafnvel sumum sálmum — ein
einstökum kvæðum eftir hann. Þau eru oft
hugleiðingar, byggðar á fyrirmyndum úr
daglegu lífi.
Síðasta frumsamda bók, sem kom frá
hendi Valdimars, er Ljóð úr Jobsbók 1908.
Þau eru samfelldari kvæðabálkur en Biblíu-
ljóð, bæði að efni og formi.
Eftir að Ljóð úr Jobsbók komu út sendi
Valdimar ekki annað frá sér í bókarformi
en einn stuttan, þýddan kvæðaflokk. Þýð-
ingin var prentuð ,1923, en mun vera gerð
allmörgum árum fyrr. Flokkurinn heitir
Týndi sonurinn (Den forlorne Sön) og er
eftir norska prestinn Jonas Dahl.
Valdimar þýddi einnig allmörg einstök
kvæði eftir erlenda höfunda. Sum þeirra
birtust í blöðum eða tímaritum, en önnur
eru aðeins til í handritum — án tímasetning-
ar. Flestar þýðingarnar eru úr Norðurlanda-
málum og þýsku.
Frægasta kvæði, sem Valdimar þýddi, er
Álfakóngurinn (Erlkönig) eftir Johan
Wolfgang Goethe (1749-1832). Mesta
rímgáfu sýnir Valdimar í þýðingu á kvæði,
sem nefnist Skammdegisvísur (Versus bru-
males) og Fornólfur kvað á latínu. Það
stendur fyrst þriggja kvæða, sem Fornólfur
kallar einu nafni Glingur úr stórþurrkatíð-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 17