Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 21

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 21
samband sonar og móður, því segja má að orðatiltækið að komast til manns, fái óvenju skýra merkingu í þessari sögu. DULIN HNEIGÐ Báðar lýsa sögumar sigri karlveldisins á konum, þó með ólíkum hætti sé. Álfasagan er harmsaga um kúgun konu og örvæntingu elskenda. Konan er ofurseld ráðríki föður síns og síðar eiginmanns. Sjálfstæðisviðleitni hennar ógnar óskráðum reglum samfélagsins og í sögulok er þeirri ógn rutt úr vegi: Konan og huldumaðurinn deyja, en lífið heldur áfram í mannheimum. Þannig tekur sagan af allan vafa um það hver það er sem ræður í lífi kvenna. En samúðin er með elskendunum og hún felst í hneigð sögunnar. Tröllasagan a. á m. fjallar um frelsun karlsins undan veldi móður sinnar í tröllaheimi. Sjálfstæðisviðleitnin verður honum til farsældar. Hann gengur úr einum hugmyndaheimi í annan, undan móðurveldi yfir í karlveldi, úr tröllheimi í mannheim. Samfélag sigrar náttúru, karlar sigra konur. Um leið fáum við að sjá að sigurinn er unninn að óþörfu. Sagan leiðir okkur fýrir sjónir að fýrirstaðan - móðir hálftröllsins - er engin fyrirstaða, nema í huga sonarins. ÓlafurMuður Önnur tröllasaga felur í sér enn skýrari ádeilu á hugmyndagjána milli karla og kvenna, og boðar farsæld þess að sýna stórkonu tilhlýðlega virðingu. Þar segir frá Ólafi hinum eyfirska sem sendur var suður í Skálholt að fá rétt tímatal hjá biskupi, því Þingeyingar og Eyfirðingar höfðu þá ruglast í ríminu og vissu ekki hvenær skyldi halda jól: Hann fór' suður Bárðardal og Sprengisand, og var síðla dags staddur við Bláskóga ... sá hann [þá] að feikilega mikil tröllkona stóð á fjalli því sem Búrfell heitir, og er aII nærri veginum. Hún Ijóðar á hann dimmri röddu ogkvað: Ólafur muður, ætlarðu suður? Ræð ég þér það rangkjaftur, að þú snúir heim aftur. Ólafur lét sér ekki bregða og svaraði: Sitjið þér heilar á húfi Hallgerður á Búrfjalli. Þá glaðnaði yfir skessu og hún sagði: Fáir kvöddu mig svo forðum, og farðu vei, stúfurinn ljúfi. (ÓÞ:136-137) Er ekki að orðlengja það að Ólafur komst klakklaust leiðar sinnar og fékk tímatalið hjá biskupi. Á heimleiðinni hitti hann skessuna aftur, og sýndist hún þá ekki eins ógurleg og fyrr. Hún gaf honum þá lítið kver sem haifði að geyma tröllkonurím og mælti við hann: Hefði hann Kristur Máríuson unnið eins mikið fyrir okkur tröllin, eins og þið segið að hann hafi liðið fyrir ykkur mennina, þá hefðum við ekki gleymt fæðingardeginum hans. (137) Hér er teflt fram tvennskonar menningu, sem annarsvegar birtist í týndu tímatali kristinna mannanna, hinsvegar í tröllkonurími stórkonunnar sem engu hefur týnt né gleymt. Hér birtist konan sem fulltrúi heiðins siðar, varðveitandi hinna fornu fræða - en karlinn er fulltrúi kristinnar menningar sem tapað hefur áttum sínum. Fáar sögur birta gleggri ádeilu á ráðvillu og menningarkreppu SKESSA með einn úr mannheimum. Eftir Thelmu DHjá Ólafsdóttur, 7 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. ÁSTFANGIN skessa á leið heim í helli sinn með mennskan mann. Sigrúnu Skaftadóttur, 7 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. Eftir „RÆÐ ÉG ÞÉR rangkjaftur/ að þú snúir heim aftur!“ Eftir Pál Elvar Pálsson, 7 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. fræði, og iðkuðu vísindi þeirra tíma (J.St:161-173). íslenska tröllskessan í einsemd sinni og útlegð, er holdgerfing þess hvernig fór fyrir heiðinni menningu og virðingu sjálfstæðra kvenna. Sú hryggðarmynd er ófagur vitnisburður, en felur þó í sér málsvörn fyrir þau gildi sem karlmenningin leitast svo ákaft við að sigrast á. Þau gildi fela meðal annars í sér orðlaus rök móðurþels og heilinda sem ýmist birtast í gæðum eða grimmd tröllkvenna. Þau ná yfir vináttu og falslausa tryggð - þau taka málstað hinnar jóðsjúku skessu og hennar soltna tröllabams. Þannig fáum við ofurlitla sýn inn í þá þögguðu kvennamenningu sem mjög er umtöluð í kvennafræðum. Síðast en ekki síst skynjum við dulda en þó greinanlega virðingu fyrir arfleifð og heitum skapsmunum stórra kvenna. Heimildir: Ardener: The Problem Revisited. Perceiving Women. 1977:19-28. Bettelheim: The Uses of Enchantment. 1991. Eddukvæði. Ólafur Briem annaðist útgáfuna.1968. Gilbert og Gubar: The Madwoman in the Attic. 1979. Guðrún Bjartmarsdóttir: Ljúflingar og fleira fólk. TMM-3. 1982:319-336. Heimskringla I. íslensk fornrit XXVI. 1951. Helga Kress: Máttugar meyjar. 1993. íslenzkt fornbréfasafn -2 (1253-1350). 1893. Jón Ámason: íslenskar þjóðsögur og ævintýri. 1958-62. Jón Steffensen: Menning og meinsemdir. Rvk. 1975. Ólína Þorvarðardóttir. Álfar og tröll. 1995. Snorra Edda. Ámi Bjömsson bjó til prentunar. 1975. Svava Jakobsdóttir: Gunnlöð og hinn dýri mjöður. Skírnir 1988:215-241. TRÖLLSKESSA með stelpuna sína inni í helli. Eftir Thelmu Bergmann Árnadóttur, 9 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. mannfélagsins, og fáar sögur boða með afdráttarlausari hætti gildi þess að brúa bilið milli heima, leita sátta og lifa af. Um Hvað Fjalla ÞÁ Tröllasögur? í tröllasögunum - líkt og öllum öðrum íslenskum þjóðsögum - eru að verki hugmyndafræði híns kristna karlveldis, ótti mannsins við náttúruna og öfl hennar, þrá hans eftir skiljanlegum og skorðuðum heimi og löngun til valds. En þó mannfélagið sigri oft í viðureigninni við vættaheim, og karlar í viðureign sinni við konur, þá opna sögurnar okkur líka sýn inn í annan heim. Sá hugmyndaheimur teygir sig út fyrir ríkjandi menningarskorður; allt aftur í hugmyndir heiðins siðar, þegar konur voru sannarlega fjölkunnugar, fóru með spjöll og spakleg Höfundur er bókmennta- og þjóðfræðingur. Greinin byggir á erindi sem fiutt var á ráð- stefnu um íslenskar kvennarannsóknir í októ- ber sl. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.