Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 24

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 24
Gézanne einn áhrifamesti listamaður sögunnar september síðastliðnum var opnuð yfirlitssýning á verkum franska listmálarans Paul Cézanne í Grand Palais sýningarhöllinni í París. Það hefur ekki verið haldin svo yfirgripsmikil sýning á verkum Cézanne síðan árið 1936 í Orangerie safninu, þannig að sýn- í listaskólum í Evrópu var Cézanne lengi vel hin sígilda fyrirmynd, þ. á m. í Akademíunni í Kaupmannahöfn og þess vegna sjást áhrif hans víða 1 íslenzkri myndlist frá fyrstu áratugum aldarinnar. Greinin er í tilefni af stórri yfirlitssýningu á verkum Cézanne, sem síðar í vetur verður hægt að sjá í London. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR ingin er ekki eingöngu listviðburður ársins í Frakklandi heldur heimsviðburður. Einnig eru liðin nákvæmlega 100 ár síðan lista- verkasalinn Ambroise Vollard skipulagði fyrstu sýninguna á verkum Cézanne 1895, en þá var hann orðinn 56 ára gamall og var það um leið fyrsta opinbera viðurkenn- ingin sem hann fékk. Sýningin er skipulögð í samvinnu við Tate Gallery í London og Philadelphia Muse- um of Art í Bandaríkjunum, en báðar stofn- animar eiga hvor sína útgáfuna af stóru baðmyndunum, sú þriðja sem er í eigu Barnes stofnunarinnar fékkst ekki lánuð. Alls em 177 verk á sýningunni, 109 málverk, 42 vatnslitamyndir og 26 teikning- ar, sem eru sett upp á einfaldan og smekk- legan hátt í tímaröð og skipt í fimm deild- ir, sem samsvara áratugunum fímm á ferli listamannsins. Það er ekki verið að reyna að opna nýja sýn á Cézanne heldur er það vilji forráðamanna sýningarinnar að áhorf- andinn geti fylgst með þróun málarans án þess að lögð sé meiri áhersla á eitt tímabil en annað. Paul Cézanne fæddist 19. janúar 1839 í Aix en Province. Faðir hans var hattari og hluthafi í verslun, en auðgaðist eftir að hann stofnaði eigin banka. Hann hafði mjög sterk áhrif á einkason sinn. Cézanne óttað- ist hann og dáði og var meira eða minna fjárhagslega háður honum þar til hann féll frá, en þá hlotnaðist honum dágóður arfur, sem gerði honum kleift að lifa áhyggju- lausu lífi þar til hann lést árið 1906. Brautryðjandi Cézanne sagði við vin sinn Joachim GARÐURINN í Louves, um 1906. Síðasta verk Cézanne á sýningunni, senni- lega óklárað. Hér sést vel hvernig Cézanne byggði verk sín upp. Gasquet að hann teldi sig vera „frummann nýrrar listar“, orð sem fáir skildu þá, en hljóma nú eins og ekkert sé sjálfsagðara. í dag efast enginn um brautryðjandastarf Cézanne, og margir þekkja hann eingöngu í gegnum aðra listamenn. Því hefur t.d. stundum verið fleygt að Cézanne sé fremsti landslagsmálari Islendinga, vegna þeirra gríðarlegu áhrifa, sem hann hafði á lands- lagsmálarana, og koma auðvitað nöfn Jóns Stefánssonar og Ásgríms Jónssonar fyrst upp í hugann. Aftur á móti voru flestir samtímamenn Cézanne, utan örfáir málarar og rithöfundar, algjörlega blindir á snilli hans. Æskuvinur hans, rithöfundurinn Emil Zola, sem hafði stutt hann og aðstoð- að í upphafi, missir trúna á hann og er sagt að hann hafi notað Cézanne sem fyrir- mynd í verki sínu Listaverkið, þar sem aðal- persóna sögunnar er misheppnaður málari sem hengir sig að lokum. Cézanne tók þessu afar illa og upp úr þessu slitnaði vinátta þeirra. Haustsýningarnar neituðu hvað eftir annað að taka við málverkum hans, og gagnrýnendur gerðu grín að þeim örfáu verkum sem hann sýndi, töluðu um óstöðug borð, skakkar vatnskönnur og að trén höll- uðu of mikið. Enda sagði Cézanne, „Gerist ekki listgagnrýnendur, málið!“ Sýningin hefst á verkinu Hommage a Cézanne, sem Maurice Denis málaði árið 1900 til að votta Cézanne aðdáun sína og virðingu. í verkinu málar hann eftirmynd af uppstillingarmynd Cézanne Ávaxtaskál, glas og epli (1879-1882), sem var lengi í eigu Gauguin. í kringum uppstillinguna standa listamennirnir Odilon Redon, Edou- ard Vuillard, André Mellerio, Paul Sérusier, Paul Ranson, Ker-Xavier Roussel, Pierre Bonnard, hann sjálfur, Mme Denis og lista- verkasalinn Ambroise Vollard. Þarna er strax verið að minna gesti sýn- ingarinnar á brautryðjandastarf Cézanne, og líka að það voru eingöngu aðrir lista- menn sem keyptu verk hans, „Aðdáendur Cézanne hafa aldrei gefið mér skýrar og nákvæmar ástæður fyrir aðdáun sinni,“ sagði Maurice Denis eitt sinn. „Ég hef heyrt ágætis orð, - blær, mikilvægi, áhugi, klas- sík, fegurð, stíll. En það að vera nákvæmur um Cézanne er mjög erfitt.“ Monet sagði „að Cézanne væri stærstur af þeim öllum“ og myndlistarmenn tuttugustu aldarinnar áttuðu sig líka mjög snemma á mikilvægi hans og voru Matisse og Picasso manna duglegastir við að fara í smiðju til hans og áttu báðir verk eftir hann. „Hann er faðir okkar allra, einasti eini meistarinn minn,“ sagði Picasso og Matisse hélt því fram að Cézanne væri „guð málaralistarinnar". Fyrstu Verkin Þegar talað er um Cézanne sem braut- ryðjanda módernismans er oftast átt við síðustu verk hans, og hafa margir listgagn- rýnendur slegið því fram að elstu verkin séu viðvaningslegar eftirmyndir eldri meist- ara. Cézanne dáði gömlu meistarana, en hann vildi líka keppa við þá. Þegar hann kemur í fyrsta skipti til Parísar árið 1861, 22 ára gamall, uppgötvar hann Luxembo- urg- og Louvre-söfnin og stundar þau af meiri áfergju en margir aðrir samtímamál- 24

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.