Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Qupperneq 28
SVIPMYNDIR frá Flateyri.
Ijósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Ur sögu byggðar og
athafna á Flateyri
lateyri hefur verið landsmönnum hugleikin síðan
snjóflóðið mikla reið þar yfir 26. október. Þær
raddir hafa heyrst að byggð muni í framtíðinni
leggjast niður á stöðum eins og Flateyri. Eftir
snjóflóðið höfum við þó sannreynt, að það er
Umsvif hófust á staðnum
seint á 18. öld með útibúi
frá Þingeyrarverzlun. En
sköpum skipti 1857 þeg-
ar hjónin Torfí Halldórs-
son og María Össurar-
dóttir fluttust þangað.
GÍSLI SIGURÐSSON
tók saman.
ekkert brottfararhjóð í Flateyringum og víst
er að jarðgöngin munu styrkja búsetumögu-
leika þar. Hins vegar er ljóst, að kreppt
hefur verið að því litla undirlendi sem til
þessa hefur verið byggt á.
Flateyri var gerð að löggiltum verzlunar-
stað með bréfí frá 31. maí 1823 og má
segja að sú gerð marki upphaf byggðar og
athafnasemi á staðnum. Það var þó rúmum
30 árum áður, 1792, að fyrsta húsið reis
þar; útibú frá Þingeyrarverzlun og var nefnt
Norskahús. Þeirri verzlun stýrði Andreas
Steenback og bjó hann í húsinu. En þetta
fyrsta hús staðarins var ekki vandað og það
stóð ekki lengi. Um leið og verzlunarstaður-
inn fékk löggildingu árið 1823, tók við verzl-
uninni Friðrik Svendsen, sýslumannssonur
úr Múlaþingi.
Friðrik var á sinn hátt landnámsmaður á
Flateyri. Hann hóf þar útgerð þilskipa og
lét gera mikil hróf til að geyma þau. Starf-
semi Friðriks gekk vel framan af og m.a.
byggði hann þá nýtt og reislulegt hús, sem
síðar var nefnt Torfabús eftir manni sem
fæddist einmitt þetta merkisár 1823 og
varð um sína daga mestur athafnamaður á
Flateyri, kaupmaður, útgerðannaður og
skipstjóri.
Torfi fæddisti Amamesi í Dýrafírði, utar-
lega í firðinum að norðanverðu, en faðir
hans dmkknaði í sjóróðri þegar Torfi var
sjö ára. Hann fór bamungur að stunda sjó-
inn og var orðinn formaður tvítugur fyrir
móður sína og stjúpa. Stýrimaður var hann
BRAUTRYÐJENDURNIR á Flateyri, Torfi Halldórsson og kona hans, María
Össurardóttir. Þau fluttu þangað 1857 og þá hófst uppgangur staðarins.
orðinn 24 _ ára og skipstjóri á þilskipinu
Boga frá ísafirði ári síðar. Hann fetaði í
fótspor hins merka brautryðjanda og náins
vinar, Ásgeirs Ásgeirssonar á ísafirði sem
numið hafði sjómannafræði í Danmörku og
síðan snúið sér að útgerð og verzlun. Torfí
réðst í það á eigin kostnað að fara á sjó-
mannaskóla í Danmörku og fór heim kom-
inn að kenna sjómannafræði á ísafírði.
Hefur verið talið að þar sé fyrsti sjómanna-
skólinn á íslandi. Til Flateyrar flutti Torfi
hins vegar á vordögum 1857 ásamt konu
sinni, Maríu Össurardóttur. Þeim varð 11
bama auðið, en 8 komust upp. Hafa niðjar
þeirra Torfa og Maríu komið mikið við sögu
á Flateyri og má geta þess að meðal þeirra
er Einar Oddur Kristjánsson, útgerðarmaður
á Flateyri og alþingismaður.
TORFITEKUR TIL HENDINNI
Á Flateyri
Friðrik „agent“ Svendsen rak verzluina
á Flateyri til dauðadags 1856 og þá komst
hún í eígu þeirra Torfa og Maríu, sem fluttu
þá til Flateyrar og settust að í húsinu. Stóð
búskapur þeirra þar í hálfa öld. Þau stækk-
uðu húsið, sem síðan var nefnt Torfahús
og sést af myndinni sem hér fylgir með,
að það hefur sannarlega risið yfir önnur
smærri hús og sett svip á staðinn. Því mið-
ur brann þetta merkishús löngu síðar.
Torfi Halldórsson flutti með sér til Flat-
eyrar tvö þilskip, sem hann átti með öðmm,
en við eyrina var gott skipalægi frá náttúr-
unnar hendi. Fljótlega bætti hann við þrem-
ur skipum, sem hann átti í félagi með nokkr-
28