Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 29

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Page 29
um Önfirðingum og þar að auki rak hann verzlun ásamt með Hjálmari Jónssyni, sem lært hafði skipasmíðar í Danmörku og Torfi fékk með sér til Elateyrar. Sá Hjálmar um innkaup á erlendum vörum og sölu á því sem flutt var út. Dugmiklir sjósóknarar og forsjálir út- vegsmenn gátu efnast af útgerð á skútuöld- inni. Torfi mun hafa komizt í allgóðar áln- ir, en söluafurðirnar voru einkum hákarla- lýsi og saltfískur. Aðstaða til fiskverkunar var góð á Flateyri og vöruvöndunar var gætt. Þeir félagar, Torfi og Hjálmar, komu upp fyrstu gufubræðslu á landinu, en við það varð lýsið til muna verðmætara. Jafn- framt ýtti lýsisverðið undir hákarlaveiðarn- ar, ekki sízt í Önundarfirði. í vestfirzkri aflaskýrslu frá 1887 kemur fram þegar vertíðin er hálfnuð, að heildarmagnið er 1200 tunnur lýsis; þar af 885 frá Flateyri. Þótt Torfi væri talinn fyrir útgerðinni og verzluninni er hitt eins víst, að María Össu- arardóttir, kona hans, var engin meðal- manneskja. Bæði voru þau þess konar kraftmiklir brautryðjendur sem ungt pláss þurfti á að halda, enda tók Flateyri miklum framförum í þeirra tíð og heimili þeirra var svo fjölmennt að þar voru stundum 20-30 manns. Eftir fyrstu árin á Flateyri hætti Torfi að stunda sjóinn sjálfur, en sá um útgerðina og vezlunarstörfin. Öll þessi athafnasemi hafði í för með sér aukna atvinnu og aðflutn- ing fólks, svo íbúatalan var orðin nær 100 um 1890 og tíu árum síðar hafði hún tvö- faldast. SÓLBAKKASTÖÐIN Árið 1889 leigði Torfi ungum Norð- manni, Hans Ellefsen, allstóran hlut af landi Eyrar, innanvert við Flateyri. Þar byggði Ellefsen hvalveiðistöð og nefndi hana Sól- bakka. Stöðin dró enn fleiri í atvinnuleit til Flateyrar og margir fengu þar vinnu á sumr- in. Fyrst voru þar einkum útlendingar en Islendingum fjölgaði með árunum. Ellefsen gerði út sjö hvalveiðibáta, enda var þetta þá stærsta hvalveiðistöðin á landinu. Það var mikið áfall fyrir byggðarlagið og at- vinnulífið þegar stöðin brann til kaldra kola 1901. Ellefsen tók sig upp með allt sitt hafurtask; setti það niður fyrst um sinn á Austjörðum en flutti síðan til Suður Afríku. Eftir stóðu brunarústirnar á Sólbakka og mikill reykháfur hjá Hóli í Önundarfirði, sem Ellefsen hafði látið byggja og mun hann enn sjást. Ellefsen skildi samt eftir sig góð verð- mæti: Sjóð til að efla menntun í Ónundar- firði og innflutta, norska íbúðarhúsið sitt á Sólbakka gáfu þau hjón Hannesi Hafstein, sem þá var orðinn ráðherra eftir að hafa verið sýslumaður í ísafjarðarsýslu. Ekki nóg með það; þau létu flytja húsið suður til Reykjavíkur á eigin kostnað. Því var valinn staður við Tjarnargötu og þjóðin þekkir nú þetta hús sem Ráðherrabústaðinn. En önnur hús sem eftir stóðu á Sól- bakka, svo og landið, keypti Kristján sonur Torfa og rak þar síðar síldarverksmiðju og fleira. Meðan Sólbakkastöð Ellefsens starf- aði og dró að sér vinnuafl, tókst Torfa samt að halda úti óskertri þilskipaútgerð frá Flat- eyri og naut þar ungra Önfirðinga, sem hann hafði kennt sjómannafræði. Ásgeirsverzlun eignaðist hluta í verzlun Torfa eftir 1883; Torfi þá farinn að eldast. Samstarfíð við nýja og mun yngri meðeig- endur varð ekki eins og Torfi hafði vænst, en hann var ekki af baki dottinn; sneri sér þá að því með öðrum yngri mönnum að mynda nýjan félagsskap, sem lét smíða þrjú skip í Noregi; þau voru síðan gerð út frá Flateyri. Jafnframt stofnaði Torfi með öðr- um gufulýsisbræðslu á Önundarfirði. Þessi merki brautryðjandi og „faðir Flat- eyrar“ eins og hann hefur oft verið nefnd- ur, lézt á heimili sinu, 83 ára gamall, haust- ið 1906 og var jarðsettur í Holti. í bók Óskars Einarssonar héraðslæknis, (1951) „Aldarfar og örnefni í Önundarfirði", segir svo um þau hjón og heimilið í Torfahúsi: Þau María og Torfi bjuggu allan sinn búskap í Torfahúsi með hinni mestu sæmd. Ráku bú, útgerð og verzlun um skeið. Áttu mörg mannvænleg börn og höfðu fjölda hjúa. Oft voru þar tugir heimamanna. Mar- ía stjórnaði hinu mannmarga heimili með glæsilegum skörungsskap, enda talin flug- gáfuð og hugmyndarík. Torfi var aftur á móti sérlega hægur í dagfari, þéttur á velli ogþéttur í Iund ogtalinn laus viðhugmynda- flug húsfreyjunnar og sumra sona þeirra. Hjónaband þeirra var hið besta og heimilið orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap. “ Framfarir Um Aldamótin Athafnasemi brautryðjendanna á Flateyri varð til þess að ýmsir dugandi menn fengu áhuga á búsetu þar. Fyrstur þeirra byggði HEYSKAPUR á Flateyri 1898. Greinilegt er að heyöflun hefur verið í verkahring kvenna, enda flestir karlmenn á sjó. TORFAHÚS á Flateyriþarsem þau Torfi ogMaría bjuggu. HJÁLMARSBÚÐ, elzta húsið á Flateyri, síðast Kaupfélag Önfirðinga. Sveinn Rósinkransson (1880), annað hús var kennt við bræðuma Eyjólfssyni, síðan hús Gunnlaugs Oddsonar bókara og Helga Andréssonar skipstjóra. Um aldamótin voru um 200 íbúar á Flateyri. Vélaöld var á næsta leiti. Fljótlega uppúr aldamótunum var farið að gera tilraunir með mótorbáta í Önundarfirði. Fyrsta vélknúna fleytan á Vestfjörðum mun vera bátur, sem Kristján Torfason á Flateyri setti í eins og hálfs hestafls vél árið 1901. Báturinn var aðeins til skemmtiferða inni á firðinum. Það gerðist hins vegar samtímis árið 1904, að fanð var að veiða á vélknúnum smábátum á ísafírði og á Flateyri; þar stóðu fyrir því synir Torfa Halldórssonar. Um svipað leyti var togaraútgerð að hefjast á íslandi. Á Flat- eyri var stofnað hlutafélagið Stígandi og var markmið þess togaraútgerð. Félagið eignað- ist að minnsta kosti hlut í botnvörpungnum Frey, sem gerður var út 1908-10 frá Flat- eyri og með önfírskri áhöfn, en eitthvað er á huldu um eignarhaldið og þessi togari lenti síðar í gjafdþroti Milljónfélagsins. En menn héldu samt ótrauðir áfram á þessari nýju braut. Árið 1911 voru tveir þýzkir togararar teknir á leigu og ári síðar aðrir tveir. Þeir voru að mestu leyti mannað- ir með áhöfnum úr Önundarfirði. Þessir tog- arar lögðu afla sinn upp á Flateyri og jafn- framt var atvinna í landi aukin til muna með því að keyptur var fiskur af erlendum togurum. Varð þá að sækja fólk víða að vegna vinnslunnar. A Flateyri voru framæknir menn búnir að koma auga á það sem nú þykir torfeng- ið en mjög eftirsóknarvert; nefnilega erlent fjármagn. Leiga erlendu togaranna, sem framlengja átti til 5 ára, og fiskikaup af erlendum skipum mun hafa verið undirbún- ingsþáttur þess að byggja upp við Önundar- fjörð fullkomna útgerðarmiðstöð með aðstoð erlends fjármagns. Fyrir það var hins vegar brugðið fæti af þeim er sízt skyldi. Löngum hafa pólitíkusar verið glámskyggnir og músarholusjónarmið- in verið látin ráða ferðinni. Á Alþingi settu menn ný fiskveiðilög sem lögðu blátt bann við því að íslendingar tækju á leigu erlend fiskiskip og annað sem verra var: Það var einnig bannað samkvæmt þessum lögum að kaupa og vinna afla úr erlendum físki- skipum. Örstutt, er síðan það var heimilað á nýjan leik og enginn veit hvað búið er að hafa af þjóðinni með þessum vanhugsuðu lögum. Þau brugðu ekki aðeins fæti fyrir þróunina á Flateyri. Uppgangurinn á Seyðis- fírði var beinlínis stöðvaður með þeim. Á bak við þessa lagasetningu var einhver hagsmunagæzla, en umfram allt landlægur KRISTJÁN Torfason, athafna- og hugsjónamaður, sem sá tækifærin víða. Ver gekk hinsvegar að koma í kring hinum stóru áformum. ótti við að útlendingar ásælist hér alla skap- aða hluti. NÝ UMSVIF Á SÓLBAKKA Nokkru áður, árið 1911 hafði Kristján Torfason sett upp fiskimjölsverksmiðju þar sem hvalstöðin var á Sólbakka og var þar í samvinnu við þýzkt firma í Bremerhaven og með aðstoð frá þýzkum banka. Þar voru gerðar merkar tilraunir með fóðurbæti, sem unninn var úr þara og grút og fékk Kristján konunglegt einkaleyfi til þessarar fram- leiðslu. En svo skall fyrri heimsstyrjöldin á og þýzk sambönd voru úr sögunni. Það leið svo og beið fram til ársins 1924 að félagið Andvari var stofnað og hóf rekst- ur árið eftir. Meðal eigenda voru togarafé- lögin Alliance og Sleipnir, en Kristján Torfa- son á Flateyri lagði til fiskimjölsverksmiðj- una á Sólbakka. Markmiðið var að breyta henni í fullkomna síldarverksmiðju og tryggja henni nægt hráefni með samvinnu við togarafélögin og með „bættri flutnings- tækni“. Enn fóru „hjól atvinnulífsins" í gang og var mikið um að vera á Sólbakka 1925; umsvifín m.a. fjármögnuð með einnar millj- ón króna láni frá íslandsbanka. Líklega má kenna þekkingar- eða reynsluskorti um að illa fór. Keypt voru tvö barkskip til síldarflutninga Utan af miðun- um, en gufuskip tekið á leigu til að draga barkana til skiptis frá síldveiðislóðunum til verksmiðjunnar. Það sem menn sáu ekki fyrir var, að síldin fór í kássu á leiðinni og varð óhæf til vinnslu. Svo fór að lokum að bankinn yfirtók eignirnar. Síldarverksmiðjan komst síðar í eigu Síld- arverksmiðja ríkisins; var þar brædd síld, síðan karfí sem var merkilegt brautryðj- andastarf og að lokum aftur síld. En 1945 var þessi verksmiðja lögð niður. Hún hafði þó reynzt Flateyringum góð búbót, ekki sízt á kreppuárunum. Á árunum 1930-32 féll verð á helztu útflutningsvörum Islendinga um 43% og mikil sölutregða varð, einkum í saltfiski. Síldarafurðir stóðu sig betur, en þetta tvennt voru burðarásarnir. Víða um land hrundi rekstur fyrirtækja og einstaklinga í saltfísk- verkun og í kjölfarið fylgdi atvinnuleysi. SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER1995 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.