Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 32
unga mannsins, þótt þau eigi eftir að skipta sköpum í lífi hans. Upp Fljótin Bátamir sigla upp fljótin og þverámar eins og þeir hafa gert í mörg þúsund ár, en einn daginn er kominn íslendingur sem beið- ist fars. Kristniboðsstöðin er langt úr alfara- leið, á þéttbýlu landbúnaðarsvæði í norðan- verðu Mið-Kína. Norðmenn höfðu komið þangað fyrst ellefu ámm áður. Þetta höfðu verið hörmungaár; vegna hungurs og ófriðar var talið að íbúum svæðisins hefði fækkað um þriðjung á þessum áratug. Ferðinni er heitið til staða sem heimsbyggðin hefur vissu- lega ekki heyrt getið. Frá Shanghai er farið fimm daga leið upp Yangtse-fljót. í Hankow taka við litlir fljótabátar, siglingin upp Han- fljót tekur þijár vikur. Þá er loks komið á áfangastað, smáborgarinnar Tengchow og Laohokow í Tengshien-sýslu. Þolinmæði Kín- veijanna virðist óendanleg, en ferðalagið reynir á þolrif íslendingsins sem skilur nú hvað felst í kínversku kveðjunni sem þýðir orðrétt: Farðu þér hægt. Menn komast leiðar sinnar, en farartækin em góður skóli í kín- verskri þolinmæði. „Mest dáðist ég þó að þeirri þolinmæði sem virtist hvfla yfir þessum langferðamönnum. Út úr ánægjusvip andlitanna fannst mér auðlesið: „Við komumst ferða okkar. Ekkert liggur á. Allar góðar vættir gefí, að járn- brautirnar komi aldrei hingað og eyðileggi landið og atvinnuvegina. Ég hneigði mig lotn- ingarfullur og kvaddi: „Man-man dí dstó!“ Hægan, hægan far.““ Norðmennirnir kalla hann glaða íslending- inn. Hann er fljótur að geta sér vinsælda, bæði meðal þeirra og Kínveijanna. Hann er síraulandi lagstúfa fyrir munni sér og léttari í bragði en Norðmennirnir, sem eru flestir aldir upp í strangari skóla trúarinnar frá blautu barnsbeini. Sönginn hefur hann lík- lega frá föður sínum, glaðværðina frá móður- inni. í hjarta sínu er hann sveitamaður sem er gefinn fyrir að velta fyrir sér eðli hlutanna: Hann verður vel mæltur á kínversku, hann skoðar allt með forvitni og lærir að taka kvikmyndir til að skrásetja upplifanir sínar, hann skrifar greinar í Morgunblaðið og Vísi og sendir kristniboðsvinum á Islandi löng bréf. Nýkominn veitir hann því athygli að alls staðar heyrist ískur í hjólbörum sem eru þörfustu þjónar bændafólksins. Helgiathafnir búddatrúarmanna vekja honum forvitni. „Veitingahúsið er í þröngu dalverpi inni á miíli fjallanna. Ég held að landslagið sé ís- lenskt — hiíðar þægilega brattar, iðgrænir hvammar og dimm lækjardrög. Og í hálf- rökkri eru kínversku bændabýlin ekki óáþekk íslenskum torfbæjum. En fossanið heyrir þú engan: í sumarhitunum eru allir lækir þurrir og áin sjálf örlítil kvísl. Er ofar dregur sakn- ar þú hvassrar hainrabrúnar og djúpra gilja.“ Vissulega fer það ekki framhjá honum að lífið er snautt af þægindum. Óþrif eru þjóð- arlöstur, óþefurinn er oft kæfandi. Lýs og flær fara ekki í manngreinarálit. Sjúkdómar eru aldrei langt undan; blóðkreppusótt og mýrarkalda heija á — ófáir kristniboðar forða sér aftur í betra loftslag. Beiningamenn eru hvarvetna fjölmennir og í flokkum. Það er siður og skylda að gefa þeim, enda hafa þeir ekki í önnur hús að venda, en annars eru Kínveijar skeytingarlausir um ógæfu og þjáningar náungans. Opíumnautn er útbreidd og margir komast á vonarvöl vegna þessa þjóðarböls. Ræningjaflokkar eru allt í kring, þegar dimmir er enginn óhultur fyrir þeim. Þegar ófriður magnast vita kristniboðarnir að oftar en ekki beinist gremja hinna inn- fæddu fyrst að þeim. „En fyrir þetta skulum við ekki telja okk- ur meiri menn en Kínveija sem ávalt virðast njóta allra gæða lífsins, hvemig sem kring- umstæðurnar eru, enda eru þeir miklu glað- lyndari menn og skemmtilegri en við.“ Borgarastríð 2. október 1926 kvænist Ólafur Herborgu Eldevik, kennara frá Þrændalögum í Noregi. Herborg hafði verið nemandi á Fjelhaug og reyndar höfðu þau Ólafur hist þar, en það var ekki fyrr en í Kína að þau felldu hugi saman. Herborg hafði dvalið í Kína í þijú ár og allan þann tíma var óöldin að magn- ast. Kristniboðar höfðu margsinnis orðið að flýja ræningjaheri, þá héldu þeir út á fljótið og létu fyrirberast þar, enda var haft fyrir satt að ræningjarnir vildu heldur klófesta einn útlending en heila borg. Þegar þeir komu aftur í land blasti við þeim viðurstyggð eyði- leggingarinnar; brunnin þorp, hugstola fólk, en búsmalinn og lífsviðurværið á bak og burt. í samanburði við það eru það litlar búsifjar að eitt sinn máttu þau Ólafur og Herborg sjá eftir flestum eigum sínum í hend- ur ræningja — þar á meðal giftingarhringun- um. Á þessum árum skrifuðu blöð á Vestur- löndum margt um þá illu meðferð sem útlend- HERBORG og Ólafur á leið upp Fujima-fjall í Japan, en það var viðkomustaður þeirra á leið heim í frí 1927. ÓLAFUR í blóma lífsins, héríkínverskum búningi. HORFT yfir Laohokow, smáborg Jangt inni í Mið-Kína, þar sem lengi var starfsvettvangur Ólafs. ÓLAFUR leggur af stað í predikunarferð ásamt samstarfsmanni sínum, Arne Ljönes. Ferðirnar gátu stundum staðið vikum saman. ingar máttu sæta af hendi Kínveija. Ólafur gerði sér þó grein fyrir því að svo einfaldlega var ekki í pottinn búið. „Ókúgaðir veittu Kínveijar ekki útlendum mönnum aðgang að ríkinu. Við njótum hér engra réttinda sem ekki eru herveldisstefn- unni að þakka; öll okkar framtakssemi í Kína er enn undir vernd okkar hugdjörfu her- manna og ágætu vopna. Fari illa um okkur, erlenda menn í Kína, ættum við síst öðrum um að kenna, því sjálfir höfum við búið svo um bólið.“ 1927 er borgarastríð í Kína. Þjóðernissinn- ar undir forystu Chang Kai-shek höfðu verið í bandalagi við kommúnista gegn sameigin- legum óvini í röðum herstjóra. Þegar lokatak- markið virtist í augsýn, að sameina Kína undir eina stjórn, ákvað Chang að ganga milli bols og höfuðs á kommúnistum sem flýðu í átt til fjalla. Allir börðust gegn öllum, þjóðernissinnar, kommúnistar, sveitir herf- ursta og ótíndir ribbaldar sem undu hag sín- um vel í slíku upplausnarástandi. Kristniboð- um var ekki lengur vært í landinu og flýðu í átt til strandár. „Hvað eftir annað hafði fólk í hótunum við kristniboðana og algengt var að menn hrópuðu á eftir okkur: Utlendu djöflar! Út- lendu hundar! Niður með kristindóminn! Drepum útlendingana! Við vorum 22 karl- menn, 30 konur og 27 böm, á tíu bátum. Ekki þorðum við að láta mikið á okkur bera. Á tveimur stöðum safnaðist saman mikill fjöldi fólks á árbökkunum og kastaði gijóti og moldarkögglum á bátanna.“ Þessi litli floti komst þó á fjórtán dögum til Hankow. Þar komust þau um borð í síð- asta skipið sem flutti útlendinga til Shang- hai. Á Yangtse-fljóti rigndi kúlum yfir skip- ið, en bandarískur byssubátur sem var í fylgd svaraði skothríðinni. Hinn 13. ágúst 1927 standa Ólafur og Herborg á tindi Fúsíjama-fjalls í Japan og horfa á morgunroðann yfir öldum Kyrrahafs- ins. Hún ber fyrsta barn þeirra undir belti. Þau eru á leið heim, um stundarsakir. Frá Japan liggur leiðin til Mansjúríu og þaðan með Síberíubrautinni inn í ríki Stalíns og ráðstjórnarinnar, þar sem blasa við skinhoruð börn og tötraleg á brautarstöðvum. Lestin mjakast hægt í átt til norðurálfu, slíka ferð fer enginn ótilneyddur nema einu sinni á ævinni. Það var óharðnaður unglingur sem fór frá Islandi, heim kemur þroskaður og lífsreyndur maður, víðförulli en flestir landar hans, enda hefur hann ferðast hringinn kringum hnött- inn. Honum er tekið með kostum og kynjum og heldur á annað hundrað erindi árið sem hann dvelur hér. Það verða líka þáttaskil í starfi hans: Samband íslenskra kristniboðsfé- laga er stofnað í kjölfar þess áhuga sem vaknar við heimkomu Ólafs — upp frá þessu eru það íslendingar sem kosta hann til kristniboðs. Framfarir Og F AGN AÐ ARERINDI Aftur er lagt í langferðalag, nú með lest yfir þvera Evrópu og þaðan með skipi í gegn- um Súez-skurð, yfir Indlandshaf, um Ceylon og Singapore og loks til Shanghai. Þetta er mánaðarsigling. Þegar til Kína kemur er Chang Kai-Shek að takast að bijóta allt land- ið undir þjóðernissinna. Kommúnistar eru króaðir af á fjöllum og eiga sér vart viðreisn- ar von. Gangan langa er skammt undan. Með örlítilli bjartsýni er hægt að vona að friðartímar séu vændum í Kína. Samt er enn ófriðlegt, öldur borgarastríðs hefur ekki lægt. Ólafur er fararstjóri fyrir flokki sex kvenna og tíu barna. Her ræningja hamlar för upþ Han-ána; að endingu verður úr að öðrum ræningjaflokki er mútað til að fylgja þeim upp fljótið. Þeir sitja og reykja ópíum meðan fullorðna fólkið reynir að halda hita á börnun- um. Þegar til Tengchow kemur eru ræningj- ar uppivöðslusamir og eru það reyndar næstu árin. „Þetta er í níunda eða tíunda skiptið í vetur sem barist hefur verið hér á götum borgarinnar. Bændaher, borgarlið og hreinir og beinir ræningjaflokkar er kalla sig bolsé- vikka hafa barist um borgina og ýmsum veitt betur. Sigurvegararnir hafa látið greip- ar sópa hjá borgurunum, svo að hagur al- mennings er hinn erfiðasti. En nú vonar maður að umskiptin verði góð.“ Margt horfir þó til framfara í þessu æva- gamla bændasamfélagi, sumt fyrir tilstilli kristniboðanna. Konur eru ekki hátt skrifað- ar og kínverskur vinur Ólafs fellir tár þegar nýfætt barnabarn hans reynist dóttir. En hjá kristniboðunum hljóta ungar stúlkur mennt- un og komast undan þeirri nauð að láta reyra fætur sína eins og mæður þeirra og formæð- ur sem hökta um með erfiðismunum. Sjúkra- húsið er það eina á svæði með um fimm 32

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.