Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 34
Eftir GÍSLA
SIGURÐSSON
Styttan
mun lifa
borgina
AÚtsölum á Seltjarnamesi, þar sem þau búa
Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari og Sigurður
Bjamason fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins og
síðar sendiherra í Kaupmannahöfn og London,
er listin hvert sem litið er. Þar em ekki færri
BALLERÍNA. í eigu Gentofte-bæjar í Danmörku.
TÓNLISTARMAÐURINN (Erling Blöndal Bengtsson)
Myndin er á Hagatorgi í Reykjavík.
Rætt við ÓLÖFU
PÁLSDÓTTUR
myndhöggvara sem nam
höggmyndalist m.a. við
Akademíið í
Kaupmannahöfn og síðar
hlaut hún gullverðlaun
Konunglega listaskólans
og hefur verið gerð að
heiðursfélaga í
Konunglega brezka
myndhöggvarafélaginu.
en þijú bókaherbergi, veggir þaktir málverk
um eða teikningum; aftur á móti verður
maður að gá vel í kringum sig til þess að
sjá eitthvað eftir Ólöfu. Hún lætur ekki
verk sín yfirgnæfa eitt eða neitt á sínu eig-
in heimili, en hefur þess í stað uppi myndir
eftir ýmsa vini sína. Þarna er myndlist, sem
þau hjón hafa eignast með árunum, til
dæmis geysilega áleitin mynd eftir Færey-
inginn Mykines. Stærst er hraunmynd eftir
Kjarval, eitt af meistaraverkum hans, en
starsýnast varð mér þó á ómerkta mynd,
sem er engu lík. Hún er af víðáttumikilli
grámosa-hraunbreiðu og þegar betur er að
gáð sjást menn og hestar í lest, sem fetar
sig yfir hraunið, en fellur að mestu saman-
við. Bakvið er hreinn og klár, blár himinn,
tvö grá fell og eitt blátt. Ég varð að viður-
kenna að éjg kannaðist ekki við málarann
og spurði Olöfu. Þá kom í ljós að myndin
er eftir afa hennar, Ólaf Ólafsson, prófast
í Hjarðarholti í Dölum. í framhaldi af því
spurði ég Ólöfu nánar um ætt hennar og
uppruna.
„Afí minn, séra Ólafur í Hjarðarholti,
skýrði mig og ég var látin heita í höfuðið
á honum“, segir Ólöf. „Ég held að hann
hafi eitthvað byijað að mála í Hjarðarholti,
en fyrst og fremst varð það viðfangsefni
hans eftir að hann hætti prestskap og flutti
til Reykjavíkur. Ég var tíður gestur þar í
minni bamæsku; lærði að lesa hjá honum
í bókaherberginu og man að þá stóð alltaf
ÓLÖF með foreldrum sínum, Páli
málverk á trönum og ég fínn enn í minning-
unni þessa sérstöku angan af olíulitum.
Ólafur afí minn var frá Hafnarfírði og í
minjasafninu þar eru varðveittar sögulegar
myndir úr Firðinum eftir hann. Annars er
það sem eftir hann liggur fýrst og fremst
í eigu ættingja hans og afkomenda.“
Heldur þú kannski að myndlistarhæfileik-
ar þínir séu frá honum komnir?
Það veit ég að sjálfsögðu ekki, kannski
gætu þeir verið frá Hildi móður minni sem
var afburða listræn í sér og hafði inngróinn
og öruggan smekk á listræn efni. Hún var
dóttir séra Stefáns M. Jónssonar á Auðk-
úlu, sem var annálað glæsimenni, mikill
söngmaður og lék á fíðlu. Hann var faðir
Hilmars bankastjóra í Búnaðarbankanum
sem margir kannast við, Lárusar sem einn-
ig vann í bankanum, og Eiríks prófasts á
Torfastöðum í Biskupstungum og Björns
prófasts á Auðkúlu. Það verður vart þverfót-
að fýrir prestum í ættinni.
Páll faðir minn, sonur séra Ólafs í Hjarð-
arholti, hefði ugglaust orðið góður prestur
ef hann hefði kosið það. En hugur hans
stóð til verklegra og viðskiptalegra umsvifa.
Hann gerðist útgerðarmaður, átti margar
jarðir, og varð síðan fyrsti ræðismaður ís-
lands í Færeyjum. Faðir minn varð um tví-
tugt kaupfélagstjóri í Búðardal og síðar
framkvæmdastjóri Kárafélagsins, sem rak
útgerðarstöð í Viðey og var brautryðjandi
í togaraútgerð.
En það er líka gaman að geta þess, að
hann var sportmaður í beztu merkingu þess
orðs. Foreldrar mínir áttu gæðinga og iðk-
uðu hestamennsku sem íþrótt. Pabbi veiddi
lax á stöng, eingöngu uppá sport, þó sú
afstaða væri þá næsta óþekkt hér. Páll fað-
ir minn þótti fágað glæsimenni, jafnvel eft-
ir að hann var orðinn aldraður maður. Ekki
Ólafssyni og Hildi Stefánsdóttur.
reyndi hann að mála eins og faðir hans, en
tónlist og ljóðlist voru yndi hans. Sjálfur
samdi hann mikið af lögum, lék á píanó og
var orðinn organisti í kirkju föður síns 15
ára. Hann lézt hjá okkur úti í Kaupmanna-
höfn 1971, þá 83 ára.
Við systkinin fímm ólumst upp í mjög
listrænu og listelsku umhverfi og ekki var
það sízt tónlist sem við nutum saman; for-
eldrar mínir áttu gott safn af klassískum
tónverkum á plötum. Og þau áttu gott bóka-
safn.
Heldur þú ekki að barnæska þín hafi
verið nokkuð frábrugðin því sem almennt
gerðist þá?
„Við bjuggum að minnsta kosti á ýmsum
óvenjulegum stöðum, svo sem úti í Viðey,
þegar faðir minn lagði upp og rak útgerðar-
stöðina á austurbakka eyjarinnar sem nú
sést ekkert eftir af. Ég var komung þá; þó
man ég aðeins eftir mér þar. Á veturna
bjuggum við hinsvegar á Hólavöllum og
mín fýrsta skólaganga var í Landakotsskó-
lanum. Þá þekktist varla að fólk ætti sumar-
bústaði, en faðir minn tók á leigu hálft
húsið á Bessastöðum til þeirra nota. Stund-
um vorum við líka í sumardvöl í Reykholts-
skóla í Biskupstungum."
Ég minntist á það við Ólöfu að þessi lýs-
ing á uppvextinum gæfí ótvírætt til kynna,
að hún hefði notið yfirstéttar uppeldis, þeg-
ar miðað er við það almenna á þessum tíma.
Hún sagði að það væri hugsanlega rétt, en
sér hefði samt ekki þótt það neitt sérstakt.
„Ætli það sé ekki gamla sagan, að þeim
sem býr við gott atlæti þykir það sjálfsagt
og eðlilegt. Annars fýlgdi því langt í frá
alltaf fjárhagslegt öryggi að vera meðal
frumheija íslensksrar útgerðar á þessum
tímum eins og faðir minn var og ég fór að
vinna fyrir mér strax að loknu námi í Verzl-
34