Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Side 37
Á aldarafmæli kvikmyndalistarinnar
Tilkoma kynningar- og áróð-
ursmynda á 4. áratugnum
FJÓRÐI áratugurinn er tími hinna miklu áróðurs-
mynda í kvikmyndasögunni. Þetta er sá tími,
þegar kvikmyndirnar byrja fyrst fyrir alvöru
að opna fólki sýn á milli landa og heimsálfa
og þar með móta heimssýn þess. Áhrifamáttur-
REYKJAVÍK séð úr lofti sumarið 1935 í gegnum linsu dr. Burkets. Danskir
flugmenn flugu þá með Guðmund Kamban skáld og dr. Paul Burkert kvik-
myndatökumann í yfirlitsflug yfir Reykjavík og nágrenni.
Allan fjórða áratuginn er
það eftirtektarvert hve
mikið er um
kvikmyndatökur á
vegum útlendinga á
íslandi. Vaxandi áhugi
var á íslandi sem
ferðamannalandi og svo
þótti það vera á jaðri
siðmenningarinnar. Sér á
parti meðal útlendinga
sem tóku hér myndir er
þýzki loddarinn dr.
Burkert.
Eftir ERLEND
SVEINSSON
inn efldist með nýrri tækni hljóðs og lita
og jafnvel filmubreiddar (16mm). í byrjun
áratugarins heyra íslendingar meira að
segja greint frá svonefndum fjarsýnitækjum
(danska og þýska heitið á sjónvarpi) og því
er spáð í Alþýðublaðinu í sama mánuði og
talmyndirnar koma til sögunnar hér á landi
árið 1930, að þess verði ekki langt að bíða,
að menn geta setið heima hjá sér og horft
á kvikmyndimar þar.
Máttur kynningarmyndarinnar birtist í
ýmsu formi. Fréttamyndirnar fengu aukið
vægi með tilkomu hljóðsins og áttu vaxandi
þátt í að skapa heimssýn jarðarbúa. Ferða-
myndin svokallaða (travellogues) var annar
angi kynningamyndanna, sem hafði raunar
verið við lýði svo til frá upphafi kvikmynda-
sögunnar. Þessi grein kvikmyndagerðar var
stunduð bæði á vegum stóru kvikmyndafé-
laganna og einstaklinga. Þær voru sýndar
úti um allan heim sem aukamyndir á bíósýn-
ingum og með fýrirlestrahaldi og gegndu
þannig mikilsverðu kynningarhlutverki til
góðs eða ills, eftir því hvernig til tókst um
gerð þeirra. Kennslumyndin var skyld þess-
ari kvikmyndagrein en fékkst við afmark-
aðra efni. Með tilkomu 16mm mjófilmunnar
jukust hins vegar notkunarmöguleikar þessa
áhrifamikla kvikmyndamiðils-. Hinar svo-
nefndu þýsku „menningarkvikmyndir“
(Kulturfilm), sem var ein grein heimilda-
stuttmynda, náskyld ferðamyndunum, uxu
upp úr gróskumikilli heimildarmyndagerð á
þriðja áratugnum í hreinræktaðar áróðurs-
myndir, sem höfðu m.a. þann tilgang að
vekja áhuga Þjóðverja á fjarlægum stöðum
og vera þannig eins konar undirbúningur
undir landvinningastefnu nasista. Tobis
Kulturfilm (Tobis Klangfilm System), sem
komst undir stjóm Goebbels, eftir að Hitler
komst til valda laust fyrir miðjan áratuginn,
var framarlega í flokki í framleiðslu slíkra
mynda. Öflugastur verður „kynningarmátt-
ur“ kvikmyndarinnar, þegar list áróðurs-
tækninnar er beitt til fulls, en sá tími rann
upp um miðjan fjórða árátuginn. Þá gerði
þjóðverjinn Leni Riefentsdal einhveijar viða-
mestu áróðursmyndir allra tíma, „Sigur vilj-
ans“ um þing nasistaflokksins í Niimberg
1934 og myndina um Ólympíuleikana, sem
haldnir vom í Berlín 1936.
íslendingar fóru ekki varhluta af öllum
þessum straumum tímans og þar kom að
einn úr þeirra hópi, Guðmundur Kamban,
skáld og kvikmyndagerðarmaður, sem bú-
settur var í Berlín um þetta leyti, setti fram
rökstudda skoðun um gildi áróðursmyndar-
innar (propaganda) fyrir ísland og Islend-
inga.
Stefnuyfirlýsing
Kambans
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þetta
getum við sagt að eigi við um hina átta
mínútna löngu stuttfilmu MGM kvikmynda-
risans bandaríska, sem tekin var í Reykja-
vík sumarið 1932 og sýnd sem aukamynd
í Gamla Bíói 18. júní 1935 undir heitinu
„ísland". Undirtitill: Ferðalýsing eftir James
A. Fitzpatrick. Þessi íslandsmynd sýnir
m.a. glímu á Landakotstúni, þar sem Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi er í lykilhlut-
verki sem glímusnillingur íslands. Hið
glögga gestsauga, eins og það birtist uppi
á hvíta tjaldinu, var samt ekki að skapi
íslendinga og því var það að Alþýðublaðið
bað Guðmund Kamban um að segja álit sitt
á þessari íslandskynningu Bandaríkja-
manna. Kamban var kunnur af kvikmynda-
vafstri sínu auk þess að vera rithofundur
með nafn erlendis. Hann hafði því myndug-
leikann og yfirsýnina og birtust sjónarmið
hans í „neðanmálsgrein" Alþýðublaðsins,
26. júní 1935 undir yfirskriftinni „íslenzk
kynnisstarfsemi". { stuttu máli sagt finnur
Kamban þessari íslandsmynd allt til foráttu,
segir að naumast sé unnt að gefa rangsnún-
ari hugmynd um íslenska menningu en
þarna sé gert „á ekki lengri ræmu“. Mynd-
in hafi að geyma villandi upplýsingar um
hnattstöðu og náttúrufar, undirstöðuat-
vinnugreinina og samgöngur. Allt sé þetta
falsað og afskræmt og það síðan vinsað úr
í „háttum vorum sem er álappalegast" enda
mestur áhugi á íslendingum sem tískufyrir-
bærum norðurhjarans, þ.e. eskimóum. Síðan
spyr Kamban, hvort okkur geti þá ekki
„staðið á sama um þetta myndarkríli"?
Spurningunni svarar hann afdráttarlaust
neitandi og bendir á hvílíka dreifingu svona
mynd fái hjá stærsta kvikmyndafélagi
heims, MGM, henni sé „spólað út um allan
hnöttinn“. íslendingum eigi að vera annt
um mannorð sitt og hann bætir við: „Við
erum hin eina siðaða þjóð, sem felum það
algerðri tilviljun, hvernig dæmt er um oss.
Þó að vér séum óðum að missa markaði
vora erum vér hið eina ríki á jörðinni, sem
sér sér ekki stórfelldan fjárhagslegan hagn-
að í því að halda uppi skipulagðri kynnis-
starfsemi (propaganda) fyrir land og þjóð,
atvinnu og menningu." Þessu næst bendir
Kamban á þá leið sem hann telur skynsam-
legast að farin verði en það sé að láta gera
um 25 mínútna langa mynd, „sem lýsi að
öllu leyti landi voru og þjóð eins og vér vilj-
um almennt sjálfir kannast við oss undir
eftirliti og á ábyrgð íslenska ríkisins. Hann
sýnir fram á að þetta þurfi ekki að kosta
mikið, einkum ef myndin yrði tekin á 16mm
filmu, sem síðan yrði stækkuð upp til sýn-
inga í kvikmyndahúsum. Aðalverðmæti
myndarinnar fælist hins vegar í notkun
hennar sem 16mm lifandi skýringu á kynnis-
erindi, „sem samfara henni yrði að flytja
um ísland". Þetta telur Kamban að myndi
verða hið arðvænlegasta fyrirtæki enda leið
ekki á lögnu áður en honum varð að ósk
sinni. Hinn 3. ágúst 1935 birtir Alþýðublað-
ið forsíðufrétt undir fyrirsögninni: Ný kvik-
mynd um ísland, atvinnuvegi og þjóðlíf verð-
ur tekin í sumar og næsta sumar. Fiskimála-
nefnd gengst fyrir myndatökunni en Guð-
mundur Kamban rithöfundur stjórnar henni.
Málflutningur Kambans hafði á nokkrum
vikum náð eyrum atvinnulifsins og stjórn-
valda. Margt varð hins vegar á annan veg
í framkvæmdinni en hann hafði áætlað og
er þar af mikil og dramatísk saga, sem hér
gefst ekki tóm til að rekja nema að litlu
leyti en nánar segir frá í bók Þórs White-
head, „íslandsævintýri Himmlers". Það
breytir hins vegar ekki því að undir lok
áratugarins hafði íslenskum kvikmyndum
aldrei fyrr verið ætlað jafnviðamikið hlut-
verk í kynningu lands og þjóðar á alþjóða-
vettvangi og var þá komið annað hljóð í
strokkinn heldur en í upphafi áratugarins,
þegar Kamban talaði fyrir daufum eyrum
um gerð kvikmyndar í tilefni af þúsund ára
afmælis alþingis árið 1930.
Kvikmyndun Alþingis-
HÁTÍÐARINNAR 1930
Þó að opinberir aðilar beittu sér ekki fyr-
ir kvikmyndagerð í tengslum við Alþingishá-
tíðina 1930 heldur létu nægja að efna til
samkeppni um hátíðarkvæði og hátíðartón-
list þá varð þessi hátíð engu að síður mik-
ill aflvaki fyrir kvikmyndagerðina í upphafi
fjórða áratugarins. Gerðar voru fréttamynd-
ir, ferðamyndir og heimildarmyndir um há-
tíðina með þjóðlífsívafi. Sá sem mest hafði
látið til sín taka í kvikmyndagerð á þessum
tíma, Loftur Guðmundsson, uppgötvaði
ákveðna „áróðursleið“ til að fjármagna gerð
sinnar myndar með því að koma sér upp
kostunaraðilum (Ölgerðin Egill Skallagríms-
son o.fl.) og birta auglýsingar frá þeim í lok
DR. PAUL Burkert vann að gerð „menningarkvikmynda“ (Kulturfilm) á ís-
landi sumrin 1934-35. Þór Whitehead segir frá því í bók sinni „íslandsævin-
týri Himmlers" að það hafi löngum vafist fyrir mönnum að segja rétt deili
á Burkert en hann tók sér mörg starfsheiti.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 37