Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Síða 40
Síðasta
kirkj an
í Nesi
AFSTÖÐUMYND-af kirkjurúst, Nesstofu
og lyfjafræðisafni í Nesi. — Línuhönnun.
Kirkjan í Nesi
öísafn
Nes
Undirstada
klukknaports?
Niöurstööur mælfnga
mcð Jarðsjá
ýrrl garóar- Hugsanleg
I fmörk á garöi
Einn dag í lok júní árið 1791 var Hannes Finns-
son Skálholtsbiskup á vísitasíuferð í Seltjamar-
neshreppi og hinum nýja kaupstað Reykjavík,
sem aðeins var tæplega fimm ára. Biskup
hafði verið í Laugamesi og skoðað þar kirkju,
- „Sú prýðilegasta
kirkja í
þessu stifti“ -
Síðasta kirkjan í Nesi,
timburkirkjan góða, stóð
aðeins í 14 ár, 1785-
1799, síðustu árin rúin
helgi og gripum sínum.
Ástæðan var sú að
ákveðið var að Reykja-
víkurkirkja yrði dóm-
kirkja. Þessi prýðilega
kirkja í Nesi fauk síðan
í Bátsendaveðrinu í
janúar1799.
Eftir HEIMI
ÞORLEIFSSON
sem var að falli komin og hann hafði skoð-
að framkvæmdimar við Reykjavíkurkirkj-
una nýju, sem nú átti að verða dómkirkja
landsins. Þeim framkvæmdum miðaði svo
hægt, að veggimir vom ekki komnir upp
að þakbrún, þó að liðin væra nú tvö ár frá
því að þær hófust.
Vorið hafði verið svo kalt, að frost fór
ekki úr jörðu um sumarið. Það voru því víða
forarvilpur á leið biskups og sveina hans
fram á Nesið að læknissetrinu. Þeir héldu
fyrst götuna að Hlíðarhúsum og þaðan þvert
yfir Nesið inn á hreppsveginn. Þegar haldið
var fram hjá heimreiðinni að Lambastöðum
og biskup virti fyrir sér reisuleg bæjarhúsin
á sjávarkambinum, varð honum hugsað til
Sigríðar frænku sinnar, ekkjunnar, sem þar
bjó nú í þessu sorgarhúsi. Aðeins misseri
var liðið síðan maður hennar, Guðmundur
Þorgrímsson dómkirkjuprestur, hafði andazt
við mestu harmkvæli úr bijóstveiki samfara
sullaveiki, aðeins 37 ára gamall. En ekki
dugði að doka, því að enn var ólokið því
verki að vísitera kirkjuna í Nesi.
Hannes biskup hafði haft spumir af því,
að þar á staðnum væri fyrir 6 árum risin
ágæt ný kirkja og hann vissi einnig að þeir
konunglegu embættismenn, sem þar
bjuggu, höfðu verið örlátir í gjöfum sínum
til byggingar þessa góða guðshúss. Þar
voru fremstir íjárhaldsmennirnir og staðar-
haldararnir Jón Sveinsson landphysicus og
Bjöm Jónsson apótekari, en einnig höfðu
yfírsetukonan danska og Guðmundur heit-
inn Þorgrímsson, prestur staðarins, lagt sitt
af mörkum. Biskup hlakkaði til að sjá þetta
veglega guðshús og hann varð ekki fyrir
vonbrigðum, þegar halla tók niður af Val-
húsinu og hann sá heim að Nesi. Kirkjuna
bar að vísu fyrst í múrhúsbygginguna miklu,
en smátt og smátt sá hann betur útlínur
hennar.
Neskirkja hin nýja var í 8 stafgólfum,
öll gerð af timbri, en fram af henni var
klukknaport, sem átti fáa sína líka og bar
það hæst, þegar menn komu að staðnum.
Það var litlu minna að formi en kirkjan sjálf,
þijár hæðir og toppur upp af, alls vel á 16.
alin á hæð. Uppi á klukknaportinu blasti
við vindhani, úthöggvinn í kopar og sat á
jámstöng, sem þijár kúlur eða smáhnettir
vora festir við. Inni í portinu var stigi til
þess að ganga upp í neðstu etagu portsins
og þaðan frá annar laus til þess að stíga
hærra. Fyrir portinu voru vængjahurðir á
hjöram með skrá, lykli og sterkum, löngum
jámkrókum og lykkjum til að skorða hurðar-
vængina með, þegar þeir stóðu opnir.
Þegar Hannes biskup bar að garði í Nesi,
stóð svo á, að prestlaust var, því að ekki
hafði verið vígður nýr dómkirkjuprestur,
eftir að séra Guðmundur andaðist. Hannes
hafði að vísu ákveðið, að ungur guðfræðing-
ur, Geir Vídalín að nafni, sem útskrifast
hafði með láði úr Hafnarháskóla, skyldi
hreppa þetta virðulega embætti, en hann
átti ekki að taka vígslu fyrr en um haustið.
Af þessum sökum var enginn prestur til
þess að fara með biskupi yfír reikninga
kirkjunnar eða skoða hennar ornamenta og
instrumenta, og það vora því fjárhaldsmenn-
irnir, enbættismenn heilbrigðisþjónustunnar
í Nesi, sem það gerðu.
í ársreikningum fyrir 1790 sá biskup, að
kirkjan hafði enn tekjur af þriðjungi heima-
lands í Nesi og af jörðunum Bakka og Bygg-
garði svo sem verið hafði frá því um daga
Vilchins biskups að minnsta kosti. Hún hafði
einnig tekjur af ljóstollum og legkaup hafði
verið greitt fyrir 3 fullorðna og 9 böm á
þessu ári. Tekjustofnar kirkjunnar voru því
traustir sem fyrr, en hún hafði safnað nokkr-
um skuldum vegna byggingar nýju kirkj-
unnar. Þó hafði ekkert komið á reikning
kirkjunnar vegna byggingar klukknaports-
ins, heldur var hann að öllu leyti reistur á
kostnað sóknarfólksins. Portið kostaði 79
rd. og 52 sk. og af því greiddi Björn Jóns-
son apótekari helminginn. Skuldir kirkjunn-
ar námu alls um 200 ríkisdölum, en á móti
því kom krafa upp á 138 rd. í dánarbú
Bjama Pálssonar, sem enn hafði ekki verið
gert upp, þó að liðin væra 12 ár frá dauða
hans.
Eftir að hafa litið yfir reikningana lá
næst fyrir að ganga til kirkju og skoða
hana að innan. Og hér sýndist allt í góðu
ástandi. Kirkjudyrnar vom með stórri panel-
hurð á hjörum og annarri minni að innan.
í framkirkjunni var fjalagólf á öllum gang-
veginum en hellulagt til hliðar undir þver-
sætunum, sem vora 9 að sunnan og 10 að
norðan, öll með bekkjum, bríkum og þver-
slám. Allbjart var í kirkjunni, því að á fram-
kirkjunni era 3 gluggar á hvora hlið með
sex rúðum hver og uppi yfir hverjum þeirra
er annar minni með ijórum rúðum hver.
Milli kirkju og kórs gat að líta hálfþil með
píláram yfír og á því dyr með súluformuðum
dyrastöfum, allt málað. Þegar horft var
yfír hálfþilið blasti altarið við og var það
gert af panelverki með gráður fyrir og grind-
verki í kring. Yfír altarinu var prédikunar-
stóll, einnig af panelverki, málaður og gyllt-
ur og með himni yfir. í kórnum vora 4
gluggar, tveir á hvora hlið. Innan af kórnum
var skrúðhús í einu stafgólfí og lágu úr því
dyr út til norðurs, en glergluggi var til hlið-
ar með 4 rúðum. Biskup sá, að hálfþil, alt-
ari og prédikuarstóll höfðu verið í gömlu
kirkjunni og fleira hafði verið notað úr
henni.
Biskup gat séð af eldri vísitasíum, að
kirkjan hafði verið allvel búin skrauti og
skrúða og var það flest á sínum stað. Sumt
hafði verið endurbætt frá síðustu vísitasíu
eins og yfirdekkið á prédikunarstólsrönd-
inni, sem danska yfírsetukonan hafði látið
lagfæra á sinn kostnað. Frá síðustu vísitas-
íu hafði kirkjunni svo bætzt ágætur gripur,
skímarfontur með himni yfír, ágætt snikk-
araverk og fylgdi útskorin dúfa. Þennan
grip hafði velgjörðarmaður kirkjunnar,
Bjöm Jónsson apótekari, gefið henni.
Síðasta verk Hannesar biskups í Nesi
þennan júnídag 1791 var að skoða kirkju-
garðinn og þar gat hann fundið að við sókn-
arbömin, því að þau höfðu vanrækt að halda
honum við og var veggur hans allur fallinn
nema til vesturáttar og í útsuður, þar sem
hann var nýuppbyggður af steini. Setti bisk-
up sóknarmönnum það verk fyrir næstu
Jónsmessu, að byggja upp kirkjugarðinn
sómasamlega og hótaði sektum, ef ekki
yrði að gert. Lauk svo þessari vísitasíu og
þar með síðustu opinberu heimsókn biskups
á hinn forna kirkjustað í Nesi við Seltjörn.
En hvers vegna varð þessi biskupsheimsókn
hin síðasta? Til þess lágu ýmsar ákvarðanir
andlegra og veraldlegra valdsmanna, sem
reynt verður að útskýra síðar, en fyrst verð-
ur stuttlega fjallað um eldri kirkjubyggingar
í Nesi.
II. Eldri Kirkjur í nesi
í kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skál-
holti frá því um 1200 er fyrst getið um kirkju
í Nesi við Seltjörn og var hún helguð heilög-
um Nikulási. Kirkjan var prestsskyldarkirkja
UNNIÐ við jarðsjármælingar í Nesi sumarið 1994.
Morgunblaðið/Ljósm. Tryggvi Þorgeirsson