Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 45
Tvö ævintýri
Eftir JENNYJU ÖNNU BALDURSDÓTTUR
■
Mynd: Bjami Ragnar.
Ævintýrið
um kulfælnu
konuna
Einu sinni, einhvers staðar, í heiminum,
eða kannski hvergi, var til kona sem óttað-
ist kulda meira en þann vonda sjálfan. Það
undarlega var, að þessi kulfælna kona, bjó
í hitabeltislandi, þar sem sólin skein ávallt
og aldrei var kalt. Þrátt fyrir þessa veður-
fræðilegu staðreynd hafði konan óttast að
deyja úr kulda og vosbúð, frá blautu barns-
beini.
Konan las allt sem hún komst yfir, um
köldu löndin, eðli veðurs, frost og snjó.
Þetta gerði hún með sama hætti og þeir,
sem neyða sig til að horfa á hryllingsmynd-
ir, skelfíngu lostnir.
í þoipi þessarar kulfælnu konu bjó prest-
ur einn og höfðu íbúar þorpsins gengið á
fund hans og lýst yfír áhyggjum sínum
vegna konunnar. Ævintýrið gerist á stað
þar sem samkennd íbúanna var sterk og
þeir stóðu saman sem einn maður.
Presturinn gekk því embættiserinda að
kofa konunnar. Hann rak í rogastans þeg-
ar hann kom inn á heimili hennar. Ótöluleg-
ur fjöldi bóka lá þar um allt og allar fjöll-
uðu á einn eða annan hátt um loftslag,
gróðurhúsaáhrif, ísaldir og því um líkt.
Þar að auki hafði konan komið sér upp
vörugeymslu, mikilli, þar sem hún hafði
safnað að sér klæðnaði til jökulferða, s.s.
föðurlöndum, úlpum, ullarvettlingum og
sokkum.
Presturinn mælti til konunnar: „Kæra
systir, ég er kominn í hús þitt í dag, vegna
umhyggjusemi bræðra vorra og systra.
Mér skilst, systir góð, að þú óttist kulda
og jafnvel að hann eigi eftir að draga þig
til dauða. Er rétt með farið, mín kæra?"
Konan þagði lengi og svaraði síðan lágri,
afsakandi röddu: „Faðir, þetta er rétt. Ég
veit að örlög mín og dauðdagi tengjast
kulda á einhvem máta. Ég verð því að
vera viðbúin. Ávallt hef ég hræðst kulda,
sem ég þekki þó aðeins af bókum og ný-
lega las ég um gróðurhúsaáhrifinj sem
valda breyttu hitastigi í heiminum. Eg bíð
því róleg og tek örlögum mínum sterk.“
Prestur eyddi nú góðum tíma í að sann-
færa konuna um hversu mikil fírra það
væri að óttast kulda, í þessu sæluríki varm-
ans og hins eilífa sólarskins.
Hann fann þó fljótlega að konunni varð
ekki haggað, hann hefði allt eins getað
átt þessar samræður við sjálfan sig.
Á meðan prestur lét dæluna ganga
klæddi konan sig hægt og rólega í ullar-
föt, svo sem væri hún á leið til heimskauts-
ins. Hún sagði umboðsmanni Guðs á jörð-
unni að þetta gerði hún ávallt áður en hún
legðist til svefns. Það gæti nefnilega farið
svo að gróðurhúsaáhrifín skyllu á með
þunga rétt á meðan hún svæfí. Prestur
hristi höfuðið dapur því þetta var ákaflega
kærleiksríkur maður. Hann lauk úr kaffi
bollanum og hélt til dyra. Þegar hann var
að stíga út úr húsi konunnar, kappklæddu,
sagði hún ákveðnum rómi: „Faðir, hafíð
ekki áhyggjur af mér, þetta er mín köllun,
mín vissa. Ég vil ekki verða kalin á tám
og fíngrum og jafnvel láta lífíð vegna frost-
skemmda á útlimum mínum. Ég er tilbúin,
mér verður ekki komið á óvart.
Prestur gekk út í sólina og útskýrði
fyrir áhyggjufullum þorpsbúum að konunni
yrði ekki haggað. Allt þorpið sameinaðist
síðan í hljóðri bæn fyrir konunni kulfælnu,
þarna á þorpstorginu, því þetta var ákaf-
lega trúað fólk.
Næsta nótt skall á með hitabylgju og
þremur dögum seinna geisaði nályktin um
allt þorp og sjá, fnykurinn átti upphaf sitt
í húsi konunnar sem óttaðist kulda.
Presturinnn tók með sér þorpslækninn
að uppsprettu ólyktarinnar, og þar komu
þeir að líki konunnar kuldahræddu. Með
klút fyrir vitum sér, skoðaði læknirinn jarð
neskar leifar hennar og úrskurðaði hann
konuna látna af ofhitun.
Prestur hugsaði, sorgmæddur, um þá
eiginleika mannsins að hræðast óttann.
Hversu hættulegur hann væri mannfólk
inu, hversu skeinuhættur hann hefði reynst
þessari ofklæddu konu, sem lá í rekkju
sinni, fölur nár. Hann andvarpaði þung-
lega, með sjálfum sér meðan hann setti
krossmark á bijóst hinnar látnu og veitti
henni nábjargimar. Guðsmaðurinn gekk
síðan þungum skrefum til dyra.
Er út í sólina var komið, leit klerkur
áhyggjufullur í kringum sig og velti því
fyrir sér, hvort hann hefði í hugarvíli sínu,
stigið á strik. Þessi prestur var þess full-
viss, að ef stigi hann á strik gangstéttar-
hellna, myndi hann lamast upp að mitti.
Engan mann lamaðan þekkti þessi prestur,
en hann hafði lesið um ólæknandi lömunar-
sjúkdóma í Enxyklopædíu Britaniku.
Já óttinn, hugsaði klerkur, hann er
stærsti óvinur mannsins. Bara ef ég gæti
nú sannfært fólk um að uppræting óttans
fáist gegnum sterka trú á Guð. Mig skort-
ir sannfæringarkraft til að koma því til
skila, hugsaði hann dapurlega, þar sem
hann stóð og horfði upp í safírbláan himin-
inn með gylltri sólinni.
Presturinn, sem að sjálfsögðu er há-
skólagenginn fræðimaður veit að það eru
heilir heimar á milli ótta hans og ótta hinn
ar ómenntuðu konu. Hennar hræðsla er
sprottin af menntunarleysi og vankunnáttu
meðan hans ótti er af akademiskum toga,
byggður af áralöngum yfirlegum, yfir við-
urkenndum fræðiritum.
Prestur gekk varlega að húsi sínu og
vandaði sig ógurlega við að stíga ekki á
strik. Hann hugsaði með sér, að hann
gæti lítið gert fyrir sóknarbörn sín, lamað-
ur upp að mitti enda bjó maðurinn í þorpi
þar sem aðgengi fyrir fatlaða var í algjöru
lágmarki.
Ævintýri
afkonu
sem varð
ástfangin
Einu sinni var, en var þó sennilega ekki,
til kona sem varð óumræðanlega ástfang-
in. Þetta gerðist um miðbik lífs þessarar
konu, sem fram að þeim tíma taldist vera
veraldarvön manneskja, með allt sitt í
skorðum. Konan hafði reyndar átt í einu
og öðru ástarsambandi, sem aldrei höfðu
komið blóði hennar á hreyfíngu, hraðað
hjartarytma hennar, eða örvað framleiðslu
endorfíns í líkama hennar. Guði sé lof,
fannst konunni, fram að þeim degi að hún
átti fund með guðinum Ámor.
Það átti sér svo stað, að hausti, þegar
laufín fuku, rigningin barði gluggana, og
allt það, að konan varð slegin þessari lífs-
reynslu sinni. Maður einn gekk að konunni
þar sem hún barðist við haustvindinn á
milli húsa. Hann öskraði að konunni til
að yfirgnæfa beljandann í veðrinu. Hann
spurði hana hvort hún gæti vísað sér á
almenningsklósett, þar sem hann væri að
því komin, að pissa á sig.
Konan leit í augu mannsins, sem mál
var að pissa, og sjá: Bjöllur hringdu, blóð-
ið steig henni til höfuðs og endorfínfram-
leiðslan í líkama hennar snarvímaði konuna
þar sem hún stóð, íklædd regnkápu. Mikið
skelfing fannst konunni maðurinn falleg-
ur, mikil ósköp fannst henni þetta róman-
tískt. *
Það verður að segjast, áður en lengra
er haldið , að okkar kona var illa þurfandi
eftir ástinni. Það lýsir sér í því hugar-
ástandi hennar, að fínnast maður í spreng,
eftirsóknarverður.
Maðurinn stóð þarna í vandræðum með
sjálfa sig, vegna skiljanlegra líffræðilegra
orsaka en hann vissi ekki hvað var að
þessari gúmmíklæddu konu sem stóð stjörf
fyrir framan hann. Helsta skýringin sem
kom honum í hug, var að konan hafí feng-
ið sér allhressilega neðan í því áður en hún
hélt að heiman.
Konan mátti ekki mæla vegna geðbrigða
smna og bennti manninum orðalaust að
nálægu kaffihúsi, sem einnig bauð upp á
salemisþjónustu.
í þakkarskyni fyrir veittar upplýsingar,
bauð maðurinn konunni á kaffíhúsið, en
þetta var kurteis maður, þótt afdalabóndi
væri og í fyrsta sinn í kaupstað.
Þau sátu tvö, ein í heiminum, á fullu
kaffihúsinu og máttu ekki mæla. Hann
vegna mannafælni sem stafaði af fólksfæð
í umhverfi hans, hún vegna ástfengninnar
sem rændi hana öllum viðbrögðum.
Ringingin var komin til að vera, svo var
einnig með konuna. Hún ákvað þama á
kaffihúsinu, að þessi maður væri hinn
helmingur hennar, færður henni af örlög-
unum þama í haustbeljandanum úti á götu.
Maðurinn var nú orðin áhyggjufullur
vegna þrásetu konunnar. Hans var vænst
á búnaðarþingi í bænum, þar sem hann
átti að ræða um kynbætur á sauðkind-
inni, sem var aðaláhugamál þessa elskaða
manns.
Hann skildi því við konuna þar sem hún
sat og starði tómum augum út í loftíð með
kaffibollann fyrir framan sig.
Konan tók ekki eftir brottför mannsins
sem hún elskaði, því hann varð eftir í
huga hennar, og sauðkindamaðurinn því
algjörlega óþarfur.
Af konunni ástföngnu, er það að fregna,
að hún hefur gifst draumaprinsi sínum,
eignast með honum þó nokkuð af bömum
og nýlega réð hún hann í öryggislögreglu
hinna Sameinuðu þjóða.
Af manninum, hinsvegar, er það að
frétta, að hann stundar kynbætur á búfén-
aði, með engan félagsskap annan en hund-
spotts. Hann hugsar stundum um undar-
legu konuna sem vísaði honum á salemi
þegar mikið lá við.
Svona fór um ástina, sem konan fékk,
og hún telur sig lukkulega lottaða. Það
gerir maðurinn líka, en hann hugsar til
þess með skelfingu, hefði hann nú gert í
buxurnar í sjálfri höfuðborginni.
Höfundur vinnur við ritstörf í Reykjavík, en vann
áður í 10 ár hjá Samtökum um kvennaathvarf.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 45