Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara,
segir að framhaldsskólakennarar
hafi kynnt samninganefnd ríkisins
hugmyndir um stórtækar tilfærslur
á vinnuþáttum framhaldsskóla-
kennara í þeim tilgangi að hækka
verulega grunnlaun þeirra. Jan-
framt hafi kennarar sett fram hug-
myndir um að taka upp nýtt launa-
kerfi strax á þessum vetri. Hún
segist vænta þess að ríkið svari
þessum hugmyndum á fundi í dag
fyrst það svar kom ekki í gær eins
og vænst var.
Elna Katrín sagði að ríkið hefði
óskað eftir að einfalda verulega
kjarasamning kennara og breyta
uppbyggingu launanna. Ræddar
hefðu verið ýmsar leiðir að þessu
markmiði. Samninganefnd fram-
haldsskólakennara teldi hins vegar
afar mikilvægt að hækka verulega
grunnlaun kennara líkt og gert
hefði verið í samningi Verzlunar-
skólans. Samanburður hvað varðar
breytingar á grunnlaunum hlyti að
verða mjög áleitinn milli þessara
samninga. Hún sagði að kennarar
teldu því að ef fara ætti út í þessar
miklu tilfærslur milli launaþátta
yrði það að endurspeglast í veru-
legri hækkun grunnlauna kennara.
„Niðurstaða viðræðnanna gæti
ráðist nokkuð af því hvort ríkið er
tilbúið til að taka okkar tillögu um
að fara í nokkuð stórtækar til-
færslur strax í upphafi samnings
og taka upp nýtt launakerfi núna í
vetur. Við bíðum svara við því
hvort samninganefnd ríkisins
treystir sér til að ganga þá braut
með okkur.“
Elna Katrín sagði að búið væri
að ræða ítarlega um nýtt launa-
kerfi en samningsaðilar ættu eftir
að koma sér niður á endanlegt útlit
og efni þess.
Ekki sömu forsendur og í
samningi Verzlunarskólans
Elna Katrín sagði mikilvægt að
hafa í huga að það væru ekki alveg
sömu forsendur fyrir tilfærslum í
samningi kennara við ríkið og í
samningnum við Verzlunarskólann
sem gerður var rétt fyrir jól. Í
samningi Verzlunarskólans væri
gefin talsverð tilslökun í sambandi
við kennsluskyldu. Svokallaðar
prófagreiðslur til kennara skólans
væru hins vegar mun hærri en í
flestum ríkisskólum. Ef flytja ætti
þennan þátt yfir í grunnlaun vigt-
aði það miklu lægra í ríkisskól-
unum en í Verzlunarskólanum. Auk
þess hefði Verzlunarskólinn gengið
mjög langt í því að flytja nánast all-
ar greiðslur yfir í grunnlaunin.
„Grunnlaunabreytingar sem
samið var um við Verzlunarskólann
hafa ekki verið í boði í samningi við
ríkið. Af því leiðir að það er
kannski óeðlilegt að hugsa sér ein-
hverja fórnarleiki í sambandi við
kennsluskyldu af okkar hálfu,“
sagði Elna Katrín.
Elna sagði að það væri mat sitt
að lausn væri að fást í deilu um
vinnutímaskipulag. Samningstím-
inn væri hins vegar ekki óræddur.
Ríkið hefði sett fram hugmyndir
um samningstíma út árið 2004 en
boðið litlar hækkanir á síðari hluta
samningstímans.
Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari sagði að það væri sitt mat að
þess væri ekki að vænta að samn-
ingaviðræðum lyki í dag. Það væri
enn talsverð vinna eftir.
Ekki náðist í formann samninga-
nefndar ríkisins í gær.
Tekist á um grunnlaunabreyt-
ingar við upphaf samnings
Rætt um nýtt launakerfi og miklar tilfærslur hjá framhaldsskólakennurum
MEÐAL þeirra sem starfa fjarri
heimahögum eru sendifulltrúar
Rauða krossins og þeir fá ekki alltaf
að vera heima um jól eða áramót.
Morgunblaðið ræddi við tvo fulltrúa
Rauða krossins sem starfa í Afríku.
María Skarphéðinsdóttir, læknir er
heilbrigðisfulltrúi á vegum Alþjóða-
sambandsins í flóttamannabúðum í
Kasulu í Tanzaníu. Hún réð sig þang-
að til eins árs í október síðastliðnum,
en hefur áður starfað m.a. í Ghana.
„Mér líkar þetta starf mjög vel.
Þetta er áhugavert og mikilsvert að
athygli sé vakin á málefnum flótta-
manna. Það eru 95 þúsund flóttamenn
frá Búrúndí í þessum búðum þar sem
ég starfa og hafa sumir verið hér í allt
að fimm ár. Alls er hálf milljón manna
í flóttamannabúðum í Tanzaníu,
vandamálið er því stórt. Það er farið
að vera erfitt að reka búðirnar, fjár-
streymi til okkar fer minnkandi. Það
gerist gjarnan þegar búðir verða
gamlar og athygli fjölmiðla beinist að
nýjum átakasvæðum. Þó er stöðug-
leiki í öllu enn sem komið er. Við höld-
um uppi heilbrigðisþjónustu, en til
marks um að skorts sé farið að gæta
þá má nefna að það hefur ekki verið til
sápustykki í búðunum í hálft ár,“ seg-
ir María.
Flestir í flóttamannabúðunum eru
kristnir, en þar er einnig slangur af
múslímum og hefur því verið hátíð-
arstemmning á svæðinu, „eftir því
sem hægt er,“ eins og María orðar
það, enda eru jól og ramadan nýaf-
staðin.
Það var ekki jólalegt hjá Maríu
miðað við það sem hún hefði getað bú-
ist við hér í norðrinu. Hún brá sér til
höfuðstaðarins til jólahalds, þriggja
tíma flug, en ver áramótunum „í sveit-
inni“. „Hér er mikill hiti og engin lík-
indi til að rekast á jólasnjó. Ég reyndi
nú samt eftir bestu getu að halda jól
og hafði samband við vini og ætt-
ingja,“ bætti María við.
Kristín Ólafsdóttir starfar á vegum
Alþjóðaráðsins í Asmara, höfuðborg
Erítreu. Starfssvið hennar er að
fylgjast með framfylgd á Genfarsátt-
málanum sem landið hefur nýlega
viðurkennt í kjölfarið á landamær-
astríði við Eþíópíu sem lauk nýverið
með vopnahléi og friðarsamningum.
Heimþrárstingur
á aðfangadag
„Ég hitti stríðsfanga og óbreytta
borgara sem dvelja í sérstökum búð-
um, annaðhvort vegna þess að öryggi
þeirra er ógnað eða að Erítreumenn
telja þá ógna öryggi sínu. Ég hef einn-
ig heimsótt fanga í fangelsum. Allt
sem við sjáum er trúnaðarmál milli
okkar og stjórnvalda, það gerir Al-
þjóðaráðinu kleift að starfa. Þetta er
mjög spennandi starf og það er þægi-
legt og gott að starfa með Erítreu-
mönnum. Þeir leggja sig fram í þess-
um efnum, eru vinnu- og
samviskusamir,“ segir Kristín.
Kristín nam frönsku, stjórnmála-
fræði og hagnýta fjölmiðlun við Há-
skóla Íslands og starfaði síðan um
fimm ára skeið sem þýðandi og blaða-
fulltrúi í franska sendiráðinu áður en
útþráin leiddi af sér núverandi starfs-
vettvang hennar. Hún segir Erítreu
mjög áhugasamt land og margt þar
minni á Ítalíu á þriðja og fjórða ára-
tugnum, enda sé þetta fyrrum ný-
lenda Ítala. Þarna sé „fasískur bygg-
ingarstíll“ og „allt fullt af gömlum
Fíat-bílum“.
Áhugavert land
Jól og áramót eru nokkuð sérstök
ytra hjá Kristínu, en hún býr þó svo
vel að kærasti hennar starfar einnig á
vegum Alþjóðastofnunarinnar í Erí-
treu. „Ég fékk heimþrársting á að-
fangadag. Það var þá sem ég fann
fyrst fyrir slíku. Það er ekkert jóla-
legt hérna, heitt í veðri, en það er ein-
hver reytingur af jólaskrauti í bæn-
um, enda er tæplega helmingur
landsmanna kristinnar trúar. Að vísu
svokallaðir koptar sem halda ekki jól
fyrr en 7. janúar. Á aðfangadag borð-
uðum við átta saman hátíðarkvöld-
verð og áður hafði ég boðið hópi í að-
ventukvöldmat og hafði íslenskan mat
á boðstólum, m.a. hákarl sem rann að
sjálfsögðu ljúflega niður. Sumir sam-
starfsmanna minna höfðu á orði að
hann væri eins og besti svissneskur
ostur. Á gamlárskvöld hittumst við öll
sem störfum á vegum Alþjóðastofn-
unarinnar og dönsum og skemmtum
okkur. Við höfum það gott hérna,
þetta er spennandi starf, nóg að gera
og landið er mjög áhugavert. Ef ég
væri fjárfestir í leit að einhverju væn-
legu í ferðamannageiranum myndi ég
huga að Erítreu. Þetta er fallegt land
með flottri strönd við Rauðahafið.
Kristnir og múhameðstrúarmenn lifa
hér í sátt og samlyndi og þegar þjóð-
félagið kemst á skrið verður hér ef-
laust mjög gott að búa og koma.“
Enginn jólasnjór í
Tanzaníu og Erítreu
Íslenskir fulltrúar Rauða krossins að störfum í fjarlægum löndum um jól og áramót
VÍST er fólk misjafnlega upplagt til
íþróttaiðkana á nýársdag, þar sem
kvöldið áður er jafnan kvöld
skemmtana þegar gamla árið er
kvatt. Þessi maður hefur örugglega
ekki farið mjög seint að sofa á gaml-
árskvöld því hann var mættur út að
skokka í Kópavogi, strax á fyrsta
degi ársins, stálsleginn og með húfu.
Morgunblaðið/Vilhelm
Við „tjörnina“ í Kópavogi á nýársdag.
Skokkað á nýársdegi
Stóraukin
korta-
notkun
fyrir jólin
VELTAN hjá VISA Íslandi
jókst um 16% á tímabilinu frá 1.
desember til hádegis 24. des-
ember fyrir þessi jól, miðað við
veltuna á sama tíma árið 1999.
Þessi aukning er sú sama og
mældist í fyrra, miðað við árið
þar á undan.
Hjá Europay Íslandi var
veltuaukningin 6,1% á tíma-
bilinu 26. nóvember til 26. des-
ember á milli ára. Samtals ráð-
stöfuðu viðskiptavinir Europay
19,7 milljörðum króna í korta-
viðskiptum sínum, en af því
voru viðskipti með debetkort
11,2 milljarðar og 8,5 milljarða
verslun með kreditkort. Fjöldi
færslna hjá Europay jókst úr 5
milljónum í fyrra í 5,2 milljón
færslur fyrir þessi jól.
Tölur um heildarupphæð við-
skipta eru ekki gefnar upp hjá
VISA.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
hefur nú til rannsóknar fjölda mála
þar sem grunur leikur á skattsvikum
í tengslum við innflutning á notuðum
bifreiðum. Skúli Eggert Þórðarson
skattrannsóknarstjóri segir að
stærstu málin sem þar eru til rann-
sóknar snúist um undanskot á 100-
200 milljónum króna.
Nýlega var umfangsmikið mál
sent ríkislögreglustjóra til meðferð-
ar. Í því tilfelli er um að ræða bíla-
innflytjanda sem nýlega var sýknað-
ur í héraðsdómi fyrir tollsvik. Hann
er nú grunaður um að hafa skotið
undan tekjum sem hann hafði af inn-
flutningi á notuðum bifreiðum. Upp-
hæðirnar sem þar er um að tefla eru
verulegar samkvæmt upplýsingum
frá embætti skattrannsóknarstjóra.
Kannar undanskot á
100 til 200 milljónum
LÖGREGLAN í Reykjavík elti ölv-
aðan ökumann á stolnum bíl frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar snemma
að morgni nýársdags. Ökumaðurinn
hafði snúið við til Reykjavíkur þegar
lögreglunni tókst að stöðva för hans
á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg.
Eftirförin hófst þegar lögreglan
hugðist ræða við hann en hann sinnti
ekki stöðvunarmerkjum. Þrír lög-
reglubílar hófu þá eftirför sem barst
um Kópavog, Hafnarfjörð og Garða-
bæ. Þá höfðu fleiri lögreglumenn
komið til aðstoðar. Ökumaðurinn og
farþegi voru handteknir og vistaðir í
fangageymslu lögreglu.
Ölvaður öku-
maður á
stolnum bíl
ÍSLENDINGUR liggur þungt
haldinn á gjörgæsludeild
háskólasjúkrahússins í Erlang-
en í Þýskalandi.
Maðurinn, sem er á fertugs-
aldri, hlaut alvarlega höfuð-
áverka í bílslysi 5. desember sl.
Slysið varð á A9-hraðbrautinni
skammt frá Nürnberg. Hann
mun hafa misst stjórn á bifreið
sinni með þeim afleiðingum að
hún hafnaði aftan á vöruflutn-
ingabíl. Maðurinn hefur verið
búsettur í Þýskalandi um skeið.
Þýskaland
Íslendingur
alvarlega
slasaður