Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frönsku- námskeið verða haldin 15. jan.-11. apríl 2001 Innritun 2.-12. janúar. Í boði eru námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, taltímar, námskeið fyrir börn og eldri borgara og einkatímar. Tökum að okkur kennslu í fyrirtækjum. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18. Hringbraut 121, 107 Reykjavík. Fax 562 3820. ✆ Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Vilt þú líta vel út? NÝTT Á ÍSLANDI!NÝTT Á ÍSLANDI! Fitness Line umboðið kynnir íþróttafatnað fyrir þá sem vilja laga línurnar. HÁRSTOFAN GRAND HOTEL SIGTÚNI 38, SÍMI 588 3660. Er appelsínuhúð og vökvasöfnun vandamál? l í l UNDIRRITUÐ hefur verið viljayfir- lýsing milli Kaupþings og eigenda yfir 70% hlutafjár í Frjálsa fjárfestingar- bankanum um að þeir selji Kaupþingi hluti sína. Seljendurnir eru Vátrygg- ingafélag Íslands hf., Traustfang ehf., Olíufélagið hf., Isoport, Hafliði Þórs- son og Samvinnulífeyrissjóðurinn, en samkvæmt viljayfirlýsingunni stefnir Kaupþing að því að kaupa að minnsta kosti 2⁄3 hluta Frjálsa fjárfestingar- bankans. Samkvæmt frétt frá Kaup- þingi verður gengið frá samningum á næstu vikum að lokinni kostgæfnisat- hugun. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við Morg- unblaðið að stuttur aðdragandi hefði verið að kaupunum og að viðræðurn- ar hefðu farið fram milli jóla og nýárs. Gengið í viðskiptunum verður 3,80, en síðasta viðskiptagengi var 2,90. Miðað við þetta er um rúmlega 30% yfirverð að ræða. Spurður um verðið sagði Sigurður að hann teldi það sanngjarnt. Hann sagði fyrirtækin vera töluvert í sömu starfsemi og að með aukinni stærð á þeim sviðum næðist hagræðing. Ekki væri hins vegar ákveðið hvað yrði um þá starf- semi sem Frjálsi fjárfestingarbank- inn hefur stundað en Kaupþing ekki og eins væri of snemmt að segja til um hvort einhver fækkun starfsfólks yrði hjá samanlögðum félögunum. Nú eru um 60 stöðugildi hjá Frjálsa fjár- festingarbankanum og 260 hjá Kaup- þingi. Öðrum hluthöfum býðst sama verð Sigurður sagðist gera ráð fyrir að samkvæmt reglum Verðbréfaþings Íslands hf. um yfirtökutilboð þyrfti Kaupþing að bjóða öðrum hluthöfum Frjálsa fjárfestingarbankans sama verð og það býður eigendum meiri- hluta hlutafjárins. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. varð til síðast liðið sumar við samein- ingu Samvinnusjóðs Íslands hf. og Fjárvangs hf. Eigið fé bankans um mitt ár var 2,3 milljarðar króna og CAD-eiginfjárhlutfall rúm 20%. Samvinnusjóður Íslands var stofn- aður árið 1982 og starfaði fyrstu árin sem fjárfestingarsjóður. Árið 1993 varð hann fjárfestingarbanki og tók þá að starfa sem lánastofnun. Fjárvangur hét áður Fjárfesting- arfélagið Skandia, en nafninu var breytt eftir að Vátryggingafélag Ís- lands keypti félagið árið 1996. Fjár- festingarfélagið Skandia hafði orðið til þegar norræna tryggingafélagið Skandia keypti Verðbréfamarkað Fjárfestingarfélagsins hf. árið 1992. Verðbréfamarkaður Fjárfestingar- félagsins var dótturfélag Fjárfesting- arfélagsins, en aðaleigendur þess voru Íslandsbanki, Burðarás og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Óbreytt starfsemi fyrst um sinn Verðbréfamarkaður Fjárfestingar- félagsins rak á sínum tíma Frjálsa líf- eyrissjóðinn og Frjálsi fjárfestingar- bankinn rekur hann nú. Sigurður Einarsson sagði að bankinn hefði einnig verið með umtalsverða fjár- muni í eignastýringu, eða um 20 millj- arða króna. Kaupþing væri með um 200 milljarða króna að öllu með töldu. Í frétt frá Kaupþingi segir að Frjálsi fjárfestingarbankinn muni halda áfram starfsemi í óbreyttri mynd fyrst um sinn þar til annað verður ákveðið. Örn Gústafsson, for- stjóri Frjálsa fjárfestingarbankans, sagði að kaupin hefðu verið kynnt á starfsmannafundi í gær. Hann sagðist ekki geta sagt neitt til um framhaldið fyrir starfsmenn bankans, það væri enn óljóst. Kaupir Frjálsa fjár- festingarbankann Morgunblaðið/ Ásdís Kaupþing eykur umsvifin á fjármálamarkaðnum EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Al- þýðubankinn, EFA, keypti á gaml- ársdag fjórðungshlut í fasteigna- félaginu Landsafli hf., dótturfélagi Íslenskra aðalverktaka hf., ÍAV, en sama dag var gengið frá kaup- um ÍAV á rúmlega 5% hlut í EFA. Auk þess, þó óskylt viðskiptunum við ÍAV, seldi EFA bréf fyrir 40 milljónir króna að nafnverði af eignarhlut sínum í Samskipum hf. Á síðasta degi nýliðins árs eign- aðist Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn 25,5% hlut í fasteigna- félaginu Landsafli hf., dótturfélagi Íslenskra aðalverktaka hf. Jafn- framt jók meðeigandi ÍAV í félag- inu, Landsbankinn-Fjárfesting hf., hlut sinn í félaginu í 25,5%. Eign- arhlutar í Landsafli eftir þessi við- skipti eru þannig, að ÍAV, sem áð- ur átti 80% hlut, á nú 49%, Landsbankinn-Fjárfesting hf. átti áður 20% hlut en á nú 25,5% og EFA á 25,5%. Í fréttatilkynningu um viðskipt- in segir að þau séu þáttur í stefnu fyrri eigenda Landsafls, að fá til liðs við félagið öfluga fjárfesta til að taka þátt í auknum umsvifum félagsins og vinna að stækkun þess. Jafnframt verði unnið að því að búa Landsafl hf. til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands og er gert ráð fyrir að það verði í lok ársins 2001 eða byrjun árs 2002. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri EFA, segir að Landsafl hafi á undanförnu ári verið að undirbúa innkomu á fasteignamarkaðinn og félagið sé að verða tiltölulega þekkt á þeim markaði. „Verktak- arnir sýndu áhuga á því fyrir helgina að fá okkur til samstarfs við þá og Landsbankann í þessu félagi. Við höfum séð fyrir okkur gott tækifæri í því að byggja upp öflugt fasteignafélag og þegar þetta tækifæri bauðst kusum við að fara þessa leið fremur en að fara sjálfir af stað með félag.“ ÍAV kaupa 5,1% hlut í EFA Sama dag og viðskiptin með Landsafl fóru fram keypti ÍAV hlutabréf í EFA að nafnvirði 65 milljónir eða sem nemur 5,1% hlut, sem áður var í eigu félagsins sjálfs. Bréfin voru keypt á genginu 3,30 og nema viðskiptin því 214,5 milljónum króna. Gylfi segir að samhliða viðræðum um Landsafl hafi ÍAV sýnt áhuga á að gerast hluthafar í EFA. „Í raun er um óskylda þætti að ræða en í viðræðum eins og EFA og ÍAV áttu í eiga hlutirnir það til að taka óvænta stefnu. Það er ljóst að EFA er með fjárfestingum sín- um að vinna að langtímauppbygg- ingu á atvinnulífinu og það hefur vakið áhuga verktakanna. Þeir töldu það í sjálfu sér eðlilegt að Ís- lenskir aðalverktakar tækju þátt með þessum hætti í þeirri nýsköp- unarfjármögnun sem við höfum sérhæft okkur í.“ Gylfi segir áhugavert að fá ÍAV inn í hlut- hafahóp EFA enda sé þarna um tiltölulega stóran eignarhlut að ræða og að þeir komi til með að skipa hóp tíu stærstu hluthafa félagsins. EFA selur hlut í Samskipum Ótengd viðskiptunum við ÍAV er sala EFA á hlutabréfum í Sam- skipum hf. að nafnverði 40 millj- ónir króna. Ekki fæst uppgefið hver kaupandi þess hlutar var eða verð bréfanna. Fyrir söluna átti EFA tæplega 62 milljónir króna en við söluna fór hlutur félagsins niður í um 2% af heildarhlutafé Samskipa. EFA mun þó, sam- kvæmt tilkynningu sem félagið sendi til Verðbréfaþings, eiga end- urkauparétt á þessum hlutabréfum sem það getur nýtt sér á næstu mánuðum. Ennfremur segir að með þessum viðskiptum leysi félagið til sín töluverðan söluhagnað á árinu. Þó muni þær sveiflur sem verið hafi á fjármálamörkuðum undanfarið hafa talsverð áhrif á rekstraraf- komu félagsins og því sé ljóst að rekstrarniðurstaða ársins verði talsvert undir væntingum stjórn- enda. Þróun þeirra óskráðu félaga sem EFA hefur fjárfest í hafi aft- ur á móti verið jákvæð. EFA fjárfestir í fast- eignafélaginu Landsafli Seldi eigin bréf og bréf í Samskipum MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.