Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 66
FRÉTTIR 66 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Reykjavík hafði umtalsverðan mannafla við störf um áramótin enda oft mörg verk- efni sem lögreglumenn sinna á þessum tímamótum. Samtals færðu lögreglumenn 670 verkefni til bókunar þessa helgi. Talsvert var um skemmdir af völdum flugelda sem oft var, þá vegna þess að notkun þeirra var ekki í samræmi við leiðbeininga- reglur. Alls var tilkynnt um 57 skemmdarverk víðsvegar um um- dæmið af þessum sökum og til- kynnt var um 38 minni háttar bruna. Mikið var hringt til lög- reglu og kvartað undan ónæði og hávaða vegna sprenginga. Mjög fáar tilkynningar komu til lögreglu um líkamsmeiðingar og má leiða hugann að því hvort karl- menn, sem eru meirihluti gerenda og þolenda slíkra mála, hafi fengið útrás á annan hátt þessa helgi. Ók á biðskýli og stakk af Lögreglu var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp um helgina og 18 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Bergþórugötu og Snorrabraut á laugardagskvöld. Lögreglu barst tilkynning um að bifreið hefði ver- ið ekið á biðskýli strætisvagna í Víkurhverfi aðfaranótt sunnudags. Biðskýlið fór á hliðina en ökumað- ur reyndi að forða sér af vettvangi en fannst skömmu síðar. Hann var vistaður í fangageymslu til frekari yfirheyrslu. Kona var handtekin eftir hafa brotið rúðu í útihurð í verslun við Rauðarárstíg sem var lokuð. Brot- ist var inn í skóla í Grafarvoginum, skemmdir unnar á gólfefnum og þaðan stolið tölvu. Þá var brotist inn í leikskóla í Suðurhólum en ekki er talið að neinu hafi verið stolið. Skoteldar notaðir til skemmdarverka Skemmdir voru unnar á rúðu í kirkju í Breiðholti um helgina. Lögreglan stöðvaði skömmu síðar bifreið og færði til yfirheyrslu ungmenni sem talin eru eiga aðild að málinu. Þá var brotin rúða í húsnæði í Grafarvogi og eru ung- menni einnig grunuð um aðild að því skemmdarverki. Bifreið skemmdist á Bæjarhálsi þegar logandi blysi var hent í opið skott hennar. Tvær rúður brotnuði í skólahúsnæði í Austurborginni þegar ruslatunna var sprengd upp. Skemmdir á Bústaða- kirkju og bíl Þrjár rúður voru brotnar og skemmdir unnar á trjágróðri við Bústaðakirkju. Þá voru einnig unnar skemmdir á bifreið sem stóð á stæði við kirkjuna. Fimm rúður voru brotnar í húsi við Hallveig- arstíg með skoteldum. Karlmaður í Rimahverfi hafði kveikt í flugeldi sem fauk inn um glugga á stigagangi og olli skemmdum á hurð og gólfefni á stigagangi. Þá lenti flugeldur inni í íbúð í Safamýri og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum og fatnaði. Flugeldur fór inn um svalahurð á íbúð í Hraunbæ og olli skemmd- um á innanstokksmunum. Flug- eldur fór inn um glugga og olli skemmdum á innbúi íbúðar í Vest- urbergi. Talsverðar skemmdir af völdum flugelda 29. desember til 2. janúar Úr dagbók lögreglunnar STJÓRN Læknafélags Íslands gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 29. desember sl.: „Hinn 8. febrúar sl. sendu stjórnir Lækna- félags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur frá sér yfirlýsingu um málefni Landspítalans og Sjúkra- húss Reykjavíkur. Í henni segir m.a.: „Koma þarf í veg fyrir fag- lega stöðnun og einokun á samein- uðu hátæknisjúkrahúsi, meðal ann- ars með tímabundnum ráðningum æðstu stjórnenda sjúkradeildar. Nýta þarf þetta tækifæri til að fella hið nýja sjúkrahús að nútímalegum hugmyndum um hinn akademíska þátt í rekstri þess með því að efla tengslin við Háskóla Íslands þann- ig að það þjóni landsmönnum sem kennslu- og rannsóknastofnun jafnt sem sjúkrahús í fremstu röð. . . . Stjórnir Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur hvetja stjórnvöld til að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða í máli þessu sem líklegar eru til að valda afturför eða ólgu og sundurþykkju meðal þeirra sem málið varðar mest.“ Landspítali – háskólasjúkra- hús er eina heilbrigðisstofnunin af sínu tagi hér á landi. Innan veggja þessarar stofnunar er að finna þekkingu til greiningar og með- ferðar sjúkdóma og til kennslu heil- brigðisstétta eins og best gerist meðal þjóða á Vesturlöndum. Landspítali – háskólasjúkrahús ætti því með réttu að teljast háborg heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Ein af forsendum þess að svo geti orðið er að þar ríki akademískt frelsi til hugsunar og tjáningar um þróun heilbrigðisþjónustu hér á landi. Það frelsi varðar jafnt um- ræður um heilsugæslu utan sjúkra- húsa og sjúkrahúsþjónustu sem brotalamir sem á þessari þjónustu kunna að vera. Allir starfsmenn sjúkrahússins ættu að njóta frelsis að þessu leyti. Það er skoðun stjórnar Læknafélags Íslands að lúti starfsmennirnir óttanum um óvild sjúkrahússtjórnarinnar beri þeir fram óþægilega framtíðarsýn frá hennar sjónarhóli muni það leggja dauða hönd framtaks- og sinnuleysis á málefni Landspítala – háskólasjúkrahúss sem og annarra heilbrigðisstofnana í landi okkar. Stjórn Læknafélags Íslands hvetur alla hlutaðeigendur til að virða þessi sjónarmið landsmönn- um öllum til hagsbóta og velfarn- aðar.“ Frelsi til hugsun- ar og tjáningar ríki á spítulum Samþykkt stjórnar Læknafélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.