Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 63
HERRA ráðherra!
Nú standa kennarar í
enn einni kjarabarátt-
unni. Sumir segja að
þetta sé verkfall verk-
fallanna og nú ráðist
það í eitt skipti fyrir öll
hvernig kennarastarfið
muni þróast í framtíð-
inni. Eitt hef ég aldrei
skilið með kjarabaráttu
kennara. Þegar kennar-
ar biðja um launahækk-
un þurfa þeir alltaf að
bæta við sig vinnu eða
missa einhver ákvæði
úr kjarasamningi sem
teljast einhvers konar
hlunnindi. Skrýtið.
Þingmenn fá launahækkanir bara si
svona og enn eru þeir hálft árið inni á
þingi og hitt úti. Jú, auðvitað eru þeir
að vinna allt árið og undirbúa sig.
Þingstörf eru þess eðlis að erfitt er að
bera þau saman við önnur störf.
Kennarastarfið er einnig þannig. Þeir
skilja það sem prófað hafa kennslu og
umgengist nemendur.
Við viljum hærri laun!
Ég vil spyrja ráðherra: Hefurðu
nokkurn tímann kennt? Það hef ég
gert undanfarin tíu ár og upplifað
þrjú misstór verkföll á meðan. Ég hef
einnig prófað að kenna í dönskum
grunnskóla á þessum tíu árum. Ég sé
það núna að það var ekkert svo snið-
ugt því nú hef ég samanburðinn. Og
veistu, það er ekki þægileg tilfinning.
Danskir kennarar njóta miklu hærri
launa fyrir minni kennsluskyldu og
þvílík notalegheit að fá útborgað þar í
landi. Manni fannst danska launaum-
slagið segja svo margt. Veistu, það er
þessi virðing fyrir kennarastéttinni
sem ég fann í Danaveldi sem ég sakna
svo hérna heima. Það er nú einu sinni
þannig að launin sýna manni þá virð-
ingu sem vinnuveitandinn ber fyrir
manni. Danskurinn veit hvers virði
menntun er og greiðir góð laun, þeim
sem leggja það á sig að fara í lang-
skólanám. En Danir eru líka mun
þroskaðri en við og reka manneskju-
legra samfélag. Ég á mér þann
draum að við Íslendingar getum lært
eitthvað af þeim einhvern tímann,
mig langar nefnilega til þess að búa á
Íslandi.
Við viljum hærri laun!
Nú hef ég verið í verkfalli í ótal-
margar vikur og hef hugsað margt og
mikið á þessum tíma varðandi hæfi-
leika mína til vinnu. Innra með mér
slær þetta kennarahjarta, að vísu dá-
lítið kramið núna. Ég fer aldrei aftur í
verkfall, hvorki fyrir kennarastéttina
né aðra. Ég hef fengið nóg! Ef launin
mín hækka ekki hressilega núna eftir
þessa síðustu kjarabaráttu þá er ég
hætt að kenna. Fyrir fullt og allt!
Þetta er ekki hægt lengur. Ég veit að
ég er hörkugóður starfskraftur á
besta aldri en ég er orð-
in svo gífurlega þreytt á
vinnuveitanda mínum
því hann kann ekki að
meta mig. Léleg laun
mín segja mér allt sem
segja þarf.
Þvílíkt hugrekki eða
heimska íslenskra yfir-
valda að þora að láta
verkfallið skella á, þeg-
ar löngu er ljóst að fag-
lærð kennarastétt er
hverfandi stétt. Kenn-
araskorturinn á haustin
ber glöggt vitni um það.
Lestu ekki blöðin ráð-
herra? Ef ég ynni hjá
einkafyrirtæki sem
sýndi mér þessa óvirðingu æ ofan í æ
væri ég löngu farin. Að láta mann svo
dúsa í verkfalli svona lengi. Hvers
konar vitleysa er þetta? Hvaða skila-
boð eru þetta? Hvað eru ráðherrar í
fílabeinsturni að hugsa? Sjáið þið ekki
hvað er að gerast í íslensku mennta-
kerfi? Það stendur á brauðfótum sem
aldrei fyrr! Það er kennaraskortur og
vandræðaástand á öllum skólastig-
um! Þið vitið hvers vegna! Vegna lé-
legra launa. Íslenskir skólar eru að
verða einn stór brandari.
Hærri laun
takk fyrir!
Menntamálaráðherrann er allur í
því að búa til fallega ímynd út á við
með vel orðaðri Aðalnámskrá. Og
hann slær alltaf hausnum við steininn
í stað þess að taka virkilega á og
skapa sér fortíð sem hann getur verið
stoltur af. Sér hann ekki neyðar-
ástand skólanna? Hvers vegna leyfir
hann alla þessa leiðbeinendur á
haustin inn í skólana? Eru skólar eitt-
hvað öðruvísi en sjúkrahús? Aldrei
fengi ófaglærður læknir að vinna þar.
Kennarar vinna m.a. með sálarlíf
nemenda, kenna þeim og móta þá fyr-
ir lífstíð ásamt foreldrum og vinum.
Það er nú ekki svo lítið. Uppeldishlut-
verk kennarans er alveg jafn mikil-
vægt og fræðsluhlutverk hans. Kenn-
arar eru sérfræðingar og eiga
auðvitað að vera á sérfræðingalaun-
um.
Hvernig væri að forgangsraða upp
á nýtt á Íslandi og leyfa börnum okk-
ar að njóta góðs af? Það þarf að gera
kennarastarfið aðlaðandi og fá þar
fleira fagfólk. Hvernig gerum við
það? Gettu!
Ný forgangsröð
Marta
Eiríksdóttir
Kennarar
Launin sýna manni þá
virðingu, segir Marta
Eiríksdóttir, sem vinnu-
veitandinn ber fyrir
manni.
Höfundur er kennari, blaðamaður í
lausamennsku, skúringakona og
fæst einnig við leikstjórn.
K
O
R
T
E
R
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050