Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Blaðbera
vantar
• Skerjafjörður
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
vantar
ⓦ Í Fossvog í Reykjavík og
afleysingar á Arnarnesi.
Skipstjóri,
vélstjóri og
vaktformaður
(2. stýrimaður)
Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir
metnaðarfullum einstaklingum til fram-
tíðarstarfa á 2ja trolla rækjufrystitogara.
Viðkomandi þurfa að vera reglusamir og
búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
Enskukunnátta nauðsynleg. Í boði eru
störf hjá vaxandi fyrirtæki sem gerir
kröfur til starfsmanna sinna og veitir
þeim kjör til samræmis.
Umsóknir sendist með tölvupósti til
hjalmar@iec.is eða á fax nr. 588 7635.
Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Vil-
hjálmsson í s. 588 7666. Umsóknareyðu-
blöð verða send þeim sem þeirra óska.
Starfsfólk óskast við
sundlaugar ÍTR
Okkur vantar jákvætt og þjónustulipurt fólk
til starfa við eftirtalda sundstaði.
Vesturbæjarlaug
Um er að ræða störf við laugarvörslu,
afgreiðslu og gæslu á karlaböðum. Nánari upp-
lýsingar veitir forstöðumaður í síma 561 5004
og 695 5111.
Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi —
Grafarvogslaug
Konu vantar til baðvörslu í íþróttahúsi í 100%
starf. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
í síma 510 4600.
Árbæjarlaug
Konu vantar til baðvörslu og karlmann til
baðvörslu í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir
forstöðumaður í síma 510 7600.
Umsækjendur um laugarvörslu þurfa að hafa
góða sundkunnáttu og standast hæfnispróf
sundstaða.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
viðkomandi sundlauga og á skrifstofu ÍTR, Frí-
kirkjuvegi 11, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu ÍTR á Frí-
kirkjuvegi 11. Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavík-
urborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
Leikskólinn Vesturkot
Aðstoðar-
leikskólastjóri
Leikskólakennarar
Leikskólinn Vesturkot er fjögurra deilda leik-
skóli með börn á aldrinum eins til sex ára.
Starfsemi leikskólans byggir á einfaldleika,
einbeitingu, friði og festu í umhverfinu.
Ánægja og gleði eru meginmarkmið þar sem
frumkvæði og vinna barnanna sjálfra er höfð
að leiðarljósi.
Mikil áhersla er lögð á að auka hreyfifærni
barnanna og hefur leikskólinn unnið þróunar-
verkefni því tengt sem bar yfirskriftina „Með
gleði í hjarta“.
Áhugasamir hafi samband við Laufeyju Ósk
Kristófersdóttur leikskólastjóra í símum
565 0271 eða 860 8585. Einnig veitir leikskóla-
fulltrúi upplýsingar í síma 585 5800.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
launanefndar sveitarfélaga og FÍL/STH. Um-
sóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar, Strandgötu 31.
Vakin er athygli á því að ef ekki tekst að ráða
leikskólakennara í stöðurnar kemur til greina
að ráða fólk með aðra uppeldismenntun eða
reynslu.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Styrktarfélag vangefinna
Hæfingarstöðin Bjarkarás
Þroskaþjálfi
óskast nú þegar til afleysinga á Hæfing-
arstöðina Bjarkarás. Einstaklingur með
sambærilega menntun og/eða reynslu í
starfi með fötluðu fólki koma einnig til
greina. Um er að ræða afleysingu í 8-12
mánuði og er möguleiki á fastráðningu
að þeim tíma loknum. Í Bjarkarás,
Stjörnugróf 9, sækja um 45 manns vinnu
og þjálfun.
Laun eru samkvæmt gildandi kjara-
samningum. Allar nánari upplýsingar
veita Þórhildur Garðarsdóttir for-
stöðuþroska- þjálfi og Guðrún Eyjólfs-
dóttir yfirþroskaþjálfi í síma 568 5330
alla virka daga.
Sambýlið Barðavogi
Forstöðuþroskaþjálfi/
forstöðumaður
Staða forstöðuþroskaþjálfa/forstöðu-
manns er laus til umsóknar. Þroska-
þjálfamenntun eða önnur uppeldis-
menntun ásamt reynslu í starfi með
fötluðum er áskilin. Um er að ræða fullt
starf sem skiptist u.þ.b. til helminga í
stjórnunarþátt og vaktir. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eft-
ir nánara samkomulagi. Upplýsingar um
starfið veitir Erna Einarsdóttir starfs-
mannastjóri á skrifstofu félagsins í síma
551 5987 milli kl. 9.00 og 14.00 virka
daga.
Einnig vantar starfsfólk til að vinna á
sambýlinu aðra hvora helgi.
Íþróttakennarar
Grunnskólinn á Hellu auglýsir eftir íþróttakenn-
ara til þess að annast íþróttakennslu á vorönn.
Á Hellu er frábær íþróttaaðstaða og gott vinnu-
umhverfi.
Vinsamlegast hafið samband við undirritaða
og fáið upplýsingar um kjör og aðstöðu.
Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri, í símum
487 5441/894 8422, og Pálína Jónsdóttir, að-
stoðarskólastjóri, í símum 487 5442/487 5891.
Baader Ísland ehf.
Renniverkstæði
óskar eftir rennismið. Í boði er framtíðarstarf
í framleiðslu- og viðgerðardeild.
Starfsumhverfi:
Tæknilega vel búið verkstæði með nýlegum
C-N-C stýrðum vélum.
Björt og hreinleg vinnuaðstaða.
Áhugaverð, nákvæm og krefjandi verkefni.
Upplýsingar veitir verkstjóri í síma 520 6907
og 554 1628.