Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM
78 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
jsb – góður staður fyrir konur
SHANNEN Doherty,
sú sama og lék
Brendu Walch í Bev-
erly Hills þáttunum
ástsælu komst á dög-
unum í kast við lögin
og var handtekin,
grunuð um ölvunar-
akstur.
Shannen, sem
skaust á stjörnu-
himininn með leik
sínum í Beverly
Hills 90210 var, að
sögn, handsömuð af
laganna vörðum
þar sem hún ók æði
skrykkjótt á hrað-
braut í Kaliforníu-
fylki og var færð
til lögreglustöðvar
til að gangast und-
ir blóðprufu.
Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem
leikkonan leggja-
langa lendir í
vandræðum, en
árið 1997 var
henni fyrirskipað
af dómara að
fara í skap-
ofsameðferð eftir
að hafa grýtt
flösku í framrúðu bifreiðar í
srifrildiskasti.
Ekki liggur enn fyrir hvert
áfengismagnið var í blóði Shan-
nen en hún hefur verið skikkuð til
að mæta fyrir dómstól 26. janúar.
Shannen hefur annars verið að
gera það gott og sló síðast í gegn
með þáttaröðinni Charmed þar
sem hún lék eina af þremur systr-
um sem uppgötva að þær búa yfir
galdrahæfileikum. Tíminn verður
síðan að skera úr um hvort Shan-
nen tekst að galdra sig úr þeirri
klípu sem hún er stödd í núna, en
má þó vera bjartsýn því það hefur
oft viljað loða við að stórstjörnur
hafi notið meiri skilnings hjá
dómurum en gengur og gerist.
Shannen Doherty úr Beverly Hills handtekin
Ók drukkin
Þó hún sé fræg og fríð má hún ekki brjóta lög-in, hún Shannen Doherty.
„REYKJAVÍK hefur verið tísku-
borg úti í heimi undanfarin ár, og
fólk er farið að koma til Íslands, ekki
bara til að skoða Gullfoss og Geysi,
heldur líka þessa skrýtnu borg,
þetta sambland af þorpi og heims-
borg sem Reykjavík er,“ segir Jón
Kaldal ritstjóri Iceland Review, en
tímaritið dreifir nú ókeypis einum
kafla, sem nefnist In Reykjavík.
Innsýn í lífið
Jón segir þennan hluta hafa verið
með frá fyrsta tölublaði þessa árs í
tilefni af menningarborginni. „Við
fjöllum samt ekki um Reykjavík út
frá þeim forsendum,“ útskýrir Jón,
„heldur ákváðum að nota menning-
arborgarárið sem tilefni til þess að
byrja með Reykjavíkurkafla í Ice-
land Review. Mikill hluti ferða-
manna kemur hingað af því að þeir
hafa lesið greinar um Reykjavík,
skemmtanalífið, undarlega arkitekt-
úrinn og skemmtilegt fólk. Með
þessum kafla langar okkur að veita
áskrifendum okkar innsýn í lífið í
þessari borg, og af nógu er að taka.“
Hvert tölublað Iceland Review er
prentað í um 15 þúsund eintökum,
og því er dreift hér innan lands á
hótel og víðar, en meiri hluti upp-
lagsins fer út fyrir landssteinanna,
eða til yfir hundrað landa.
„Þetta tiltæki að prenta sérstak-
lega þennan kafla og gefa út sem lít-
ið Reykjavíkurtímarit er tilraun til
að sýna að Iceland Review er tímarit
sem kemur víða við og fylgist með.
Það er algengur misskilningur að í
því séu bara fallegar landslags-
myndir, greinar um íslenska hest-
inn, svona hefðbundið landkynning-
arefni. En það er miklu meira. Í
síðasta tölublaði vorum við t.d með
grein um réttindastöðu samkyn-
hneigðra, útflutning á íslenskum
knattspyrnumönnum og tónlistar-
arfinn í handritunum. Náttúran
verður áfram í brennidepli, en við
erum með þessu tiltæki að ýta við
fólki og fá það til að hugsa um Ice-
land Review líka sem blað um höf-
uðborgina.“
Að mynda ákveðin
hughrif
– Viljið þið höfða til yngra fólks?
„Vissulega, því Iceland Review
vill ekki eldast og deyja með gömlu
áskrifendunum sínum. Við viljum
taka þátt í því sem er að gerast, og
þetta er einn liður í því.“
– Er útlitið eitthvað öðruvísi?
„Nei, því við höfum alltaf lagt
mikla áherslu á hönnun og útlit Ice-
land Review sem var fyrsta tímaritið
hannað af fagfólki. Reykjavíkurkafl-
inn er ekki mjög frábrugðinn hönn-
un tímaritsins sjálfs, nema hvað þar
erum við með margar litlar greinar
sem eru ekki í hefðbundari hlutum
blaðsins. Greinar sem eru ekki
fréttaúttekt heldur reynum við að
mynda ákveðin hughrif með stutt-
um, forvitilegum textum og með-
fylgjandi myndum. Ef þetta lukkast
vel og það er áhugi á Reykjavíkur-
kaflanum, gæti hann jafnvel orðið að
sérstöku tímariti um Reykjavík.
Þangað til verður hann fastur liður í
Iceland Review,“ sagði Jón Kaldal
að lokum og skorar á sem flesta að
kíkja á In Reykjavík sem liggur
ókeypis frammi á kaffihúsum, í völd-
um bókaverslunum og víðar.
Nýr kafli um skrýtna borg
Af nógu að taka í Reykjavík
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Kaldal ritstjóri blaðar glaður í nýja ritinu sínu.