Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 18
Matvörukaupmenn ánægðir með jólaverslunina MATVÖRUKAUPMENN á Akur- eyri eru sammála um að verslun hafi verið mikil og góð fyrir hátíð- irnar. Tvær nýjar matvöruversl- anir voru opnaðar fyrir jólin á Ak- ureyri, Nettó opnaði nýja verslun og sömuleiðis Bónus. Sigmundur Sigurðsson, verslun- arstjóri Nettó á Akureyri, segir að verslunin yfir hátíðirnar hafi geng- ið mjög vel. „Salan hjá okkur er fyllilega sambærileg miðað við árið í fyrra. Við vorum að selja fyrir sömu krónutölu og í fyrra og erum mjög sáttir með það. Það var mikið af utanbæjarfólki sem kom og verslaði hjá okkur og þökkum við það bæði færðinni sem og hinni nýju verslunarmiðstöð, Glerár- torgi. Raunsöluaukning á svæðinu Sigmundur segir að hann hafi lítillega orðið var við opnun Bón- usversluninnar en það hafi ekkert verið neitt meira en það. „Vitan- lega hefur einhver verslun farið þangað en það var það mikið að gera hér að við urðum ekki mikið varið við það. Ég tel þó að heild- arneyslan sé mun meiri en í fyrra, þar sem búið erað bæta við einni stórri verslun í bæinn og raun- söluaukning á svæðinu milli ára sé mjög mikil. Ánægðir með móttökurnar „Jólaverslunin gekk mjög vel hjá okkur og erum við mjög ánægðir með móttökurnar,“ segir Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri Bónuss á Akureyri. „Þetta hefur farið mjög vel af stað og allar áætl- anir staðist og vel það. Við ætlum að vera hér til frambúðar og mun- um á næstunni að gera búðina enn betri til að mæta kröfum neytenda sem best. Það er svolítið öðruvísi tíðarandi hér en í Reykjavík og því hafa hlutir sem ganga vel þar gengið misvel hér en við ætlum okkur að gera enn betur. Mikið verslað Þórhalla Þórhallsdóttir, verslun- arstjóri Hagkaups á Akureyri, seg- ir að verslunin hafi gengið mjög vel yfir hátíðirnar. „Það var mjög mikið verslað og tel ég að versl- unin hafi verið mjög álíka og í fyrra. Það var áberandi mikið af utanbæjarfólki sem var að versla fyrir þessi jól enda færðin með eindæmum góð fyrir jól sem ég tel að hafi hjálpað öllum verslunum í bænum. Þórhalla segir að hún hafi orðið vör við lítils háttar lægð í kjölfar opnunar tveggja nýrra verslana. „Þegar ný verslun opnar vill fólk skoða og átta sig á nýjum hlutum en svo virðist sem það komi aftur og hefur verslunin því verið mjög góð. Mikið verslað fyrir hátíðarnar AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA barn ársins á Akureyri, myndarstúlka, kom í heiminn á fæð- ingardeild FSA skömmu eftir kl. 19 á nýársdag. Stúlkan var 16,5 merk- ur og 52 cm við fæðingu en foreldrar hennar eru Erla Elísabet Sigurð- ardóttir og Steingrímur Hannesson. Að sögn móðurinnar var fæðingin erfið og tók nokkuð langan tíma en þeim mæðgum heilsast vel. Í gær- morgun komu þrjár stúlkur til við- bótar í heiminn á fæðingardeild FSA og ef fram heldur sem horfir verða stúlkurnar fleiri en drengirnir þetta árið á fæðingardeildinni. Á síðasta ári voru fæðingar á FSA 441, þar af voru sex tvíburafæðingar og börnin sem þar fæddust því 447 talsins, 213 stúlkur og 234 drengir. Árið áður voru 397 fæðingar á fæð- ingardeild FSA. Morgunblaðið/Kristján Stoltir foreldrar með barnið sitt. Erla Elísabet Sigurðardóttir og Stein- grímur Hannesson með dótturina sem fæddist á nýársdag. Stúlka fyrsta barn ársins TÖLUVERÐUM snjó hefur kyngt niður á Akureyri síðustu daga og því hófu margir bæjarstarfsmenn vinnu sína á nýju ári í gærmorgun á snjómokstri. Til verksins eru not- uð öflug tæki en þar sem ekki er hægt að koma þeim við er notast við handaflið, eins og sést á mynd- inni. Þrátt fyrir snjóinn gekk um- ferðin vel, enda flestir ökumenn á vel útbúnum bílum og því viðbúnir hálku og snjósköflum á stöku stað. Morgunblaðið/Kristján Snjómokstur með vélum og höndum AKUREYRINGAR kvöddu gamla árið og fögnuðu því nýja með nokk- uð hefðbundnum hætti. Aðeins var ein áramótabrenna í bænum að þessu sinni, við Réttarhvamm, og þangað kom fjöldi fólks í þó frekar leiðinlegu veðri, norðanátt og snjó- komu. Á brennunni var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu og yngsta mannfólkið hafði stjörnuljós meðferðis. Um miðnættið var svo að vanda haldin glæsileg flugelda- sýning þar sem flestir bæjarbúar tóku þátt. Að sögn lögreglu var töluverð ölvun í bænum á nýársnótt og erill en flestir voru þó í þokkalegu skapi og létu veðrið ekkert fara í taug- arnar á sér. Aðeins tveir gistu fangageymslur þá nótt. Þá var einnig rólegt hjá slökkviliðsmönn- um, eða eins og Tómas Búi Böð- varsson slökkviliðsstjóri orðaði það, „við fórum ekki út á rauða bílnum“. Morgunblaðið/Kristján Akureyringar fjölmenntu á áramótabrennuna við Réttarhvamm þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður. Rólegt um ára- mót á Akureyri NÝVERIÐ var undirritaður samn- ingur um verklok á innleiðingu Navision Financials upplýsinga- kerfisins hjá Sæplasti á Dalvík. Verkið var unnið af starfsmönnum Tölvumynda á Akureyri og var kerfið sett upp hjá móðurfélaginu Sæplasti hf. á Dalvík auk dóttur- félaganna Sæplast Dalvík ehf. og Atlantic Island ehf. Hið nýja upp- lýsingakerfi Sæplasts byggist á grunni Navisions kerfisins ásamt ýmsum sérlausnum sem Tölvu- myndir hafa þróað. Rúnar Sigurpálsson, fjármála- stjóri Sæplasts, segir að með hinu nýja upplýsingakerfi sé Sæplast komið með öflugt stjórntæki sem geri þeim kleift að mæta þeim fjöl- mörgu verkefnum sem framundan eru. „Við höfum löngum átt gott sam- starf við Tölvumyndir og er þetta enn einn liðurinn í því góða sam- starfi. Auk þess eru Tölvumyndir með starfsstöðvar í nágrenni við okkur erlendis og það er kostur sem við stefnum á að nýta okkur í framtíðinni.“ Hafþór Ingi Heimisson, fram- kvæmdastjóri Tölvumynda á Ak- ureyri, segir að Navision Financi- als sé alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. „Mjög hentugt er að aðlaga kerfið að hvers kyns viðskiptum og hentar það því fyrirtækjum af flestum stærðum og gerðum. Innleiðing kerfisins á Dalvík gekk mjög vel og er það ekki síst vegna góðs sam- starfs við starfsfólk Sæplasts sem á hrós skilið fyrir frammistöðuna,“ segir Hafþór. Verklokasamningur Sæplasts og Tölvumynda Sæplast tekur nýtt upplýsinga- kerfi í notkun Morgunblaðið/Kristján Hafþór Ingi Heimisson og Rúnar Sigurpálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.