Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 37
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 533 2222 - Veffang: www.pfaff.isHO
R
N
/H
a
u
k
u
r
STÓR OG SMÁ HEIMILISTÆKI
Þvottavélar 39.900.-
Uppþvottavélar 39.900.-
Kæliskápar 36.700.- Ofn/helluborð 29.900.-
Gufuháfar 22.900.-
Frystikistur/skápar 23.700.-
Ryksugur 7.625.-
Verð frá:
Saumavélar, allt að 15% afsláttur
Einnig á HEILDSÖLUVERÐI:
Kaffikönnur • Straujárn • Hárblásarar
Hraðsuðukönnur • Hrærivélar • Rakvélar
...í tvær vikurHEILDSÖLUVERÐ
varpsstjóra og fleiri gestum. Í máli
formanns sjóðsins, Inga Boga Boga-
sonar, kom fram að Ingibjörg hefur
átt langan og gifturíkan rithöfundar-
feril sem ljóðskáld og þýðandi. Meðal
þýðinga hennar eru mörg helstu verk
rússnesku meistaranna, bæði skáld-
sögur og leikrit. Þorvaldur Þorsteins-
son hefur verið ötull á ólíkum sviðum
lista undanfarinn áratug. Hann hefur
m.a. ritað sögur og leikverk, bæði fyr-
ir börn og fullorðna.
INGIBJÖRG Haraldsdóttir og Þor-
valdur Þorsteinsson hlutu á gamlárs-
dag viðurkenningu Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins og var heildarfjár-
hæðin ein milljón króna, sem skiptist
til helminga milli höfundanna. Sjóð-
inn mynda m.a. höfundarlaun sem
höfundar finnast ekki að.
Árleg veiting viðurkenningarinnar
fór fram við athöfn í Bláfjallasal út-
varpshússins að viðstöddum forseta
Íslands, menntamálaráðherra, út-
Ingibjörg Haraldsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson hlutu
viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins.
Tveir hlutu viður-
kenningu Rithöfunda-
sjóðs RÚV
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARTI Michell heldur fyrirlestur
um antikbútasaum í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 34, í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.30.
Fyrirlesturinn er í tengslum við
sýningu á antikbútasaumsteppum
sem nú stendur yfir í safninu.
Teppin koma úr safni Marti og Dick
Michell, en safn þeirra er stærsta
einkasafn af þessum toga í Banda-
ríkjunum. Á sýningunni eru um þrjá-
tíu teppi, þau elstu frá því um 1850.
Ennfremur eru í safninu sýning-
arnar Gleðileg jól, sýning á jólakort-
um grunnskólabarna, og Englar,
stjörnur og fjöll, sýning frá litla
Myndlistarskólanum í Hafnarfirði.
Sýningarnar standa til sunnu-
dagsins 7. janúar.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11-17.
Fyrirlestur
um antik-
bútasaum
SÝNINGARGESTIR á Shangaí
tvíæringnum virða hér fyrir sér
vélknúna engla sem hengdir hafa
verið upp í loft Shanghaí listasafns-
ins í Kína.
Hátt í 70 listamenn frá 15 löndum
taka þátt í sýningunni, en með
henni vilja Kínverjar bætast í hóp
þeirra þjóða er staðið hafa að slík-
um uppákomum. Verkin þykja hins
vegar að mati AP-fréttastofunnar
frekar íhaldssöm og eru talin bera
vott um tortryggni stjórnvalda í
garð nútímalistar.
AP
Vélknúnir
englar í
Kína
LISTAVERK eru oft notuð til
að skreyta opinberar bygging-
ar og hafa neðanjarðarlestar-
stöðvar í Tókýó í Japan m.a.
hlotið slíka upplyftingu. Verkið
sem hér sést í lofti Iidabashi-
lestarstöðvarinnar nefnist Vef-
rammi og er eitt fjölmargra
verka sem prýða 26 neðanjarð-
arlestarstöðvar í borginni.
AP
Neðan-
jarðarlist