Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Landsmenn kvöddu gamla árið og fögnuðu nýju með hefðbundnum hætti. Ekki skal fullyrt hve margir fögnuðu um leið nýrri öld en ef tekið er mið af magni þeirra flug- elda sem upp var skotið voru þeir þó ófáir. Á höfuðborgarsvæðinu viðraði vel til flugeldasýninga og nýttu Kópavogsbúar sér það óspart. Þeir lýstu upp næturhim- ininn með alls kyns skoteldum. Flugeldar ofar Digraneskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁTTA ára gamall drengur slasaðist þegar skot- eldur sprakk í andlit hans á nýársnótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti drenginn á Land- spítalann við Hringbraut. Samkvæmt upplýs- ingum frá lækni á spítalanum reyndust meiðsli hans mun minni en talið var í fyrstu. Hann hlaut 1. stigs bruna á kinn en mun ekki bera varanlega áverka eftir atvikið. Neyðarlínu var tilkynnt um slysið nokkuð fyrir kl. 3 á nýárs- nótt og kölluðu starfsmenn hennar til sjúkra- bifreið og lækni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Patreksfirði fann drengurinn ósprunginn skoteld og bar eld að honum með stjörnuljósi með þeim afleiðingum að skoteld- urinn sprakk í andlit hans. Drengurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði. Ákveðið var að flytja hann til Reykjavíkur og var þyrla Landhelgisgæslunnar því kölluð til. Þyrlan kom til Reykjavíkur um kl. 6.30 og var pilturinn þá fluttur á Landspítalann við Hring- braut. Átta ára drengur slasaðist á Patreksfirði á nýársnótt Betur fór en á horfðist SLYS af völdum skotelda voru með minnsta móti um áramótin en þeim mun meira um hvers kyns eignarspjöll og íkveikjur. Algengt var að skoteldar væru notaðir til skemmdarverka. Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um 57 skemmdarverk af völdum flugelda um áramótin. Annríki var óvenju mikið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á gamlárskvöld og nýársnótt. Frá klukkan 19.30 um kvöldið til klukkan 7.30 á nýársmorgun sinnti slökkviliðið 38 útköllum. Sextán þeirra voru vegna elds sem borinn var að ruslatunnum og blaðagám- um. Þá var talsvert um að vindur bæri flugelda af leið sem höfnuðu innandyra, ýmist hjá þeim sem skutu þeim upp eða nágrönnum þeirra. Nokkrar skemmdir urðu af þessum völdum. Þá skemmdist veggur á húsi í Bessastaðahreppi af völdum kassa undan skotköku. Kassinn hafði verið skilinn eftir við vegginn en glóð leyndist enn í honum. Skemmdir unnar á skólum Skólahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var vin- sælt skotmark skemmdarvarga. Slökkviliðið var kvatt að Garðaskóla í Garðabæ snemma á nýárs- morgun. Þar hafði verið kveiktur eldur á nokkrum stöðum í smíðastofunni. Sá eða þeir sem þar var á ferð fóru víðar um skólann, m.a. var brotist inn á skrifstofu í skólanum. Þar fannst brúsi með eld- fimum vökva en ekki hafði verið borinn eldur að. Nokkru áður hafði verið kveikt í áttaruslatunn- um við húsvegg Hlíðaskóla í Reykjavík. Þær brunnu en ekki urðu aðrar skemmdir. Talsvert var um að flugeldar væru notaðir til skemmdarverka á gamlárskvöld og nýársnótt. Flugeldur fór í gegn- um gler í aðaldyrum Digranesskóla í Kópavogi og púðurkerlingu var kastað inn um opinn glugga í Ölduselsskóla í Reykjavík. Í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi var brotin rúða og púðurkerlingu kastað inn. Þá var kveikt í rusli fyrir utan Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði. Um kl. 2 á nýársnótt var slökkviliðið kvatt að Listaháskólanum en þar hafði flugeldur farið undir þakklæðningu. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn og tók slökkvistarf um tvo klukkutíma. Á nýársdag var kveikt í litlum skúr við Álfta- mýrarskóla í Reykjavík. Um kvöldið fór flugeldur inn um rúðu á kennslustofu í Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Þar mun hafa verið um óviljaverk að ræða. Eldur komst í gluggatjöld og í hluti á gluggakistu. Eldurinn breiddist hins vegar ekki út en talsverðar skemmdir urðu í kennslustofunni af völdum sóts og reyks. Maður slasaðist í Reykjavík þegar flugeldur sprakk í hendi hans. Þá var karlmaður fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið fjóra metra niður af svölum húss í Breiðholti á mánudagsmorgun. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Fjölmargar íkveikjur og skemmdarverk á nýársnótt Morgunblaðið/Júlíus Reykur barst um Valhúsaskóla en eldurinn breiddist ekki út. Slökkvistarf gekk vel og að því loknu var skólinn reykræstur. ÍBÚUM fjölgaði hlutfallslega mest í Biskupstungnahreppi á Suður- landi í fyrra, eða um 8,06% sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjöldaþróun ein- stakra sveitarfélaga. Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Biskupstungnahrepps, sagði að þetta væri mjög ánægjuleg þróun, en í sveitarfélaginu búa nú um 550 manns, þar af flestir í byggðar- kjörnunum í Reykholti og Laug- arási. „Við erum í útjaðri höfuð- borgarinnar og fólk er farið að sækja í að búa fyrir utan hana,“ sagði Ragnar Sær. „Fólk vill kom- ast í öðruvísi umhverfi og kynnast einhverju nýju og við eigum því líka von á verulegri fjölgun á þessu ári, en hér eru í byggingu um 14 hús sem ekki hefur verið flutt í.“ Ragnar Sær sagði að kynningar- starf sveitarfélagsins á þjónustu, nýjum lóðum og atvinnumöguleik- um hefði augsýnilega skilað góðum árangri. Til marks um það hefði nýtt hverfi sem skipulagt hefði ver- ið í Reykholti, svokallað Norður- brúnarhverfi, vakið mikla athygli hjá fólki utan svæðisins, sem og já- kvæðar fréttir af skólastarfinu á staðnum. Að sögn Ragnars Sævar koma margir til þess að vinna við garðyrkju, iðnað og ferðaþjónustu. Hann sagði að iðnaðarmennirnir ynnu aðallega við byggingu sumar- húsa, en í Biskupstungum eru byggð um 50 slík á ári hverju og samtals 150 á svæðinu öllu. Hann sagði að mikil uppbygging hefði orðið í ferðaþjónustunni á staðnum og starf ferðamálafulltrúa sveitar- félaganna í uppsveitum Árnessýslu, Ásborgar Arnþórsdóttur, hefði skil- að sér mjög vel á síðustu misserum, en hún hóf störf fyrir fimm árum. „Á síðasta ári var reist um 1.000 fermetra safna- og þjónustuhús upp við Geysi og hótel uppi á Brattholti í námunda við Gullfoss. Þá eru í dag um 3.500 sumarhús hér á svæðinu og fólkið þar kaupir þjónustu í sveitarfélaginu af fyrirtækjum og stofnunum og það hefur einnig ýtt undir vöxtinn. Ég á ekki von á öðru en að þessi uppbygging haldi áfram.“ Mesta fækkunin í Vesturbyggð Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands um mann- fjöldaþróun einstakra sveitarfélaga varð næstmesta hlutfallslega fjölg- unin í Bessastaðahreppi en þar fjölgaði íbúum um 7,45% á árinu og voru þeir 1.543 talsins 1. desember síðastliðinn. Hlutfallslega mesta fækkunin varð í Vesturbyggð á Vestfjörðum, en þar fækkaði íbúum um 5,52% á árinu og í lok þess voru þeir 1.164. Næstmesta fækkunin varð á Seyðisfirði þar sem íbúum fækkaði um 3,87% og eru þeir nú 795. Íbúum í Biskupstungnahreppi fjölgaði hlutfallslega mest á nýliðnu ári Kynningarstarfið hefur skilað árangri SKÖMMU fyrir miðnætti á gamlárs- kvöld varð rúmlega tvítugur karl- maður fyrir lögreglubíl á Miklu- braut. Var hann fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítala í Fossvogi en hann hlaut beinbrot og áverka á höfði. Samkvæmt upplýs- ingum frá sjúkrahúsinu er líðan mannsins eftir atvikum góð. Lögreglubílnum var ekið af Snorrabraut og austur Miklubraut. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að sjónarvottur sem ók svo til samhliða lögreglubíln- um hafi lýst atburðinum þannig að maðurinn hafi stokkið yfir girðingu milli akgreina Miklubrautar. Lög- reglubíllinn lenti þá á manninum sem skall á vélarhlíf og framrúðu bílsins og þaðan í götuna. Sjónar- votturinn segir lögreglubílnum hafa verið ekið á um 50-60 km/klst. Karl Steinar segir lögreglumann- inn hafa verið einan í bílnum. Lög- reglumaðurinn mun ekki hafa séð vegfarandann fyrr en hann skall á bílnum. Lögreglumaðurinn fingur- brotnaði við áreksturinn. Vegfarandi varð fyrir lögreglubíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.