Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær taka höndum saman                                                       !"#$%& '(%&)*! Sameiginlegt deiliskipu- lag Fossvogsmýrar Fossvogur cm djúpar. Í hámarksflóði,sem stendur í stuttan tíma, er gert ráð fyrir að mesta dýpi í læk og tjörnum geti orðið 105 cm. Einnig er reynt að gera svæðið allt aðgengilegra og meira aðlaðandi sem útivistar- svæði, t.d. með því að fjölga gönguleiðum. Í því skyni eru m.a. lagðir stígar að tjörnun- um og bakkarnir hlaðnir úr grjóti og brýr byggðar yfir lækinn og komið upp áningar- stöðum með borðum og bekkj- um. Einnig munu bætast við nokkur bílastæði fyrir almenn- ing gegnt Birkigrund 60–66.“ Að sögn Yngva er gert ráð fyrir að malarfylling í lækjum og lækjarbotni verði 30 cm og að jarðvegsdúkur verði undir malarfyllingu í tjarnarbotni. Heildarhæð á grjóthleðslum verður 105 cm. Þá er gróður- setning fyrirhuguð meðfram um; en þarna er engin mýri lengur.“ Affallsvatn sett í settjarnir Hvernig er svæðið núna og hverju er verið að breyta? „Á svæðinu eru núna gras- flatir, matjurtagarðar og göngustígar og framræslu- skurður sem var grafinn fyrr á öldinni skilur á milli sveitar- félaganna tveggja. Skipulagið gengur út á að færa affalls- vatn, sem núna fer í Fossvogs- ræsið, í Fossvogslækinn. Á þessu svæði er skurðurinn þráðbein lína með mjög háum bökkum og er eitt markmið skipulagsins að gera hann náttúrulegri, þ.e.a.s. landið að honum er lækkað og hann for- maður til að ýmsu leyti, og búnar til settjarnir. Undir venjulegum kringumstæðum verða tjarnir ekki nema um 25 SKIPULAGSSTJÓRAR Reykjavíkur og Kópavogs hafa nýverið auglýst í samein- ingu tillögu að deiliskipulagi vesturhluta Fossvogsdals, sem Yngvi Þór Loftsson, landslags- arkitekt hjá Landmótun í Kópavogi, hefur gert. Í aðal- skipulagi fyrir Reykjavík er svæðið skilgreint sem almennt útivistarsvæði og í aðalskipu- lagi Kópavogs er það skil- greint sem opið svæði. „Þetta er u.þ.b. 8 hektara svæði sem afmarkast af íbúð- arbyggð í Reykjavík og Kópa- vogi, Hermannsskógi í vestri, og íþróttasvæði HK í austri,“ sagði Yngvi í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Til að afmarka svæðið í Fossvogsdalnum kalla ég það Fossvogsmýri, sem er gamalt örnefni af þessum slóð- stígum, læk og tjörnum, og hæðarmunur við vestustu tjörnina á svo að mynda lágan foss, svo eitthvað sé nefnt. Hvenær er ráðgert að hefja framkvæmdir? „Þetta var auglýst á milli jóla og nýárs, og það ferli tek- ur fjórar vikur. Síðan hefur fólk tvær vikur til að gera at- hugasemdir. Það eru því ekki fyrr en eftir 6 vikur að kemur að næsta skrefi. Það merkir að frestur til að gera athuga- semdir rennur út 8. febrúar næstkomandi. Þegar sam- þykkt deiliskipulag liggur fyr- ir verður farið að vinna að út- boðsgögnum og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor. Þar sem verkið er hluti af framkvæmd vegna regnvatns- lagna er það á vegum gatna- deilda sveitarfélaganna,“ sagði Yngvi að lokum. standi fyrir sundinu er það öllum opið og þeir Kristinn Einarsson og Skúli Þorvalds- son tóku sundsprettinn með lögreglumönnunum. Syntir voru um 100 m. Eftir sundið var farið á lögreglustöðina við Hverfisgötu og drukkið heitt kakó. Jón Otti segir mikla sund- kappa ætíð hafa verið í röð- um lögreglumanna, t.d. þeir Eyjólfur Jónsson og Axel Kvaran. Fyrst hafi lög- reglumenn synt nýárssund árið 1910. Þá var keppt en á nýársdag var synt hópsund. NÝÁRSSUND Sjósundfélags lögreglunnar var þreytt á ný- ársdag í ísköldum sjónum og í allhvössum vindi við Æg- isgarð í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt hitamæli lögregl- unnar var sjávarhiti -1°C og lofthiti -3°C. Jón Otti Gíslason lögreglu- varðstjóri var einn þeirra sem stungu sér til sunds. „Þetta var óvenjukalt en gaman,“ segir Jón. „Það var vel hressandi að byrja árið svona.“ Sundið styrki líkam- ann og hressi hug og anda. Það sé því lögreglumönnum hollt að leggja stund á sjóböð. Þátttaka lögreglumanna varð þó minni en til stóð vegna annasams nýársmorguns. Fylgdarbátur og kafarar voru til taks í höfninni en Jón segir slíkar ráðstafanir nauð- synlegar. Auk Jóns Otta synti lög- reglumaðurinn Arnþór Dav- íðsson og Ingibjörg Sigurð- ardóttir sem starfaði í lögreglunni í sumar. Þó svo Sundfélag lögreglunnar Nýárssund Sjósundfélags lögreglunnar Júlíus Sigurjónsson Skúli Þorvaldsson stingur sér til sunds en Arnþór Davíðsson (nær) og Kristinn Einarsson gera sig líklega til að fylgja á eftir. Styrkir líkamann og hressir andann Ægisgarður FRAMKVÆMDIR eru nokk- uð á veg komnar við húsið Skógarhlíð 12 en nýlega felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úr gildi deili- skipulag sem borgin hafði samþykkt vegna lóðarinnar. Á lóðinni, sem stendur gegnt slökkvistöð Reykjavík- ur, hefur Ísarni hf. verið veitt leyfi til að reisa fimm hæða hús með bílageymslu. Niðurstaða úrskurðar- nefndarinnar byggðist fyrst og fremst á því að gert hafði verið deiliskipulag fyrir lóð- ina eina en ekki allan göt- ureitinn. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að vinna við skipulag svæðisins frá Litlu- hlíð að Miklubraut milli Bú- staðavegar og Skógarhlíðar, sé á lokastigi og að ný tillaga, sem taki til svæðisins alls, verði auglýst í janúar. Þar er áfram gert ráð fyrir fimm hæða húsi á lóðinni við Skóg- arhlíð 12. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær hæðir nýja hússins við Skógarhlíð eru komnar upp. Unnið á umdeildri lóð Hlíðar ELDRI borgarar í Hafnar- firði munu fá nýja aðstöðu fyrir félagsstarf sitt í nýbygg- ingu verkalýðsfélagsins Hlíf- ar við Flatahraun 3. Eldri borgarar í Hafnar- firði hafa nú félagsaðstöðu í Hraunseli við Reykjavíkur- veg en nýja aðstaðan verður á rúmlega 600 fermetrum á 1. hæð Flatahrauns 3 og er að- eins ein lóð milli núverandi að- stöðu og þeirrar nýju. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun 1. febrúar 2002. Forsvarsmenn bæjarins og verkalýðsfélagsins Hlífar gerðu með sér samning vegna húsbyggingarinnar í gær. Ný aðstaða fyrir eldri Hafnfirðinga Hafnarfjörður ÞAÐ er ekki á hverjum degi að rúllubaggar eru settir upp á húsþök, hvað þá í miðri höfuðborg Ísland, og eflaust eru þeir margir borgararnir sem rekið hafa augun í þá baggafjöld sem blasir við uppi á þaki húss BSÍ, og velt fyrir sér hvað þar væri eiginlega að ger- ast. Morgunblaðið er þar engin undantekning og hafði samband við Odd Ein- arsson, framkvæmdastjóra BSÍ, og bar einmitt fyrir hann þá spurningu. „Við settum þetta upp fyrir nokkrum vikum. Hug- myndin kom upphaflega vegna þess, að BSÍ var þjónustuaðili fyrir Go Air- lines og við erum raunar að búa okkur undir að taka það hlutverk að okkur aft- ur. Merki fyrirtækisins er eintómir hringir, svo okkur datt í huga að rúllubagg- arnir gætu minnt á þá um- boðsmennsku okkar. Það var maður, sem hefur unnið dálítið fyrir okkur við hönnun og breytingar hér innanhúss, sem fékk þessa hugmynd. Það er nú eig- inlega lítið meira um það að segja. Við höfum kallað þetta umhverfislistaverk, þegar einhver hefur spurt. Ein hugmyndin, sem kom upp, var að fá lánuð hrein- dýr úr Húsdýragarðinum, dagana fyrir jólin, og beita þeim á þakið. En það varð nú ekkert út því,“ sagði Oddur, léttur í bragði. Eiga rúllubaggarnir að vera þarna lengi? „Nei, það finnst mér nú ekki líklegt. Annars veit ég það ekki. En á næstu vikum kemur það í ljós. Við erum í raun búin að ná því mark- miði, sem við settum okkur. Þetta hefur vakið ótrúlega mikla athygli og við höfum verið spurð margra og ólíkra spurninga. Einn spurði t.d. hvort við ættum í vandræðum með að halda þakinu niðri.“ Hafa borgaryfirvöld haft samband við ykkur út af þessu, í einhverjum klögu- tón? „Nei, nei. Og enginn hef- ur svosem fett fingur út í þetta, en menn hafa haft misjafnar skoðanir. Sumir hafa kallað þetta glapræði og okkur erkifávita, en aðr- ir eru hrifnir af þessu fram- taki og segja þetta skemmtilegt uppátæki. En allir hafa skoðun á því.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúllubaggarnir á þaki BSÍ hafa vakið ómælda athygli, en ekki finnst öllum þetta beinlínis til prýði. „Umhverfis- listaverk“ á þaki BSÍ Vatnsmýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.