Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 16

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær taka höndum saman                                                       !"#$%& '(%&)*! Sameiginlegt deiliskipu- lag Fossvogsmýrar Fossvogur cm djúpar. Í hámarksflóði,sem stendur í stuttan tíma, er gert ráð fyrir að mesta dýpi í læk og tjörnum geti orðið 105 cm. Einnig er reynt að gera svæðið allt aðgengilegra og meira aðlaðandi sem útivistar- svæði, t.d. með því að fjölga gönguleiðum. Í því skyni eru m.a. lagðir stígar að tjörnun- um og bakkarnir hlaðnir úr grjóti og brýr byggðar yfir lækinn og komið upp áningar- stöðum með borðum og bekkj- um. Einnig munu bætast við nokkur bílastæði fyrir almenn- ing gegnt Birkigrund 60–66.“ Að sögn Yngva er gert ráð fyrir að malarfylling í lækjum og lækjarbotni verði 30 cm og að jarðvegsdúkur verði undir malarfyllingu í tjarnarbotni. Heildarhæð á grjóthleðslum verður 105 cm. Þá er gróður- setning fyrirhuguð meðfram um; en þarna er engin mýri lengur.“ Affallsvatn sett í settjarnir Hvernig er svæðið núna og hverju er verið að breyta? „Á svæðinu eru núna gras- flatir, matjurtagarðar og göngustígar og framræslu- skurður sem var grafinn fyrr á öldinni skilur á milli sveitar- félaganna tveggja. Skipulagið gengur út á að færa affalls- vatn, sem núna fer í Fossvogs- ræsið, í Fossvogslækinn. Á þessu svæði er skurðurinn þráðbein lína með mjög háum bökkum og er eitt markmið skipulagsins að gera hann náttúrulegri, þ.e.a.s. landið að honum er lækkað og hann for- maður til að ýmsu leyti, og búnar til settjarnir. Undir venjulegum kringumstæðum verða tjarnir ekki nema um 25 SKIPULAGSSTJÓRAR Reykjavíkur og Kópavogs hafa nýverið auglýst í samein- ingu tillögu að deiliskipulagi vesturhluta Fossvogsdals, sem Yngvi Þór Loftsson, landslags- arkitekt hjá Landmótun í Kópavogi, hefur gert. Í aðal- skipulagi fyrir Reykjavík er svæðið skilgreint sem almennt útivistarsvæði og í aðalskipu- lagi Kópavogs er það skil- greint sem opið svæði. „Þetta er u.þ.b. 8 hektara svæði sem afmarkast af íbúð- arbyggð í Reykjavík og Kópa- vogi, Hermannsskógi í vestri, og íþróttasvæði HK í austri,“ sagði Yngvi í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Til að afmarka svæðið í Fossvogsdalnum kalla ég það Fossvogsmýri, sem er gamalt örnefni af þessum slóð- stígum, læk og tjörnum, og hæðarmunur við vestustu tjörnina á svo að mynda lágan foss, svo eitthvað sé nefnt. Hvenær er ráðgert að hefja framkvæmdir? „Þetta var auglýst á milli jóla og nýárs, og það ferli tek- ur fjórar vikur. Síðan hefur fólk tvær vikur til að gera at- hugasemdir. Það eru því ekki fyrr en eftir 6 vikur að kemur að næsta skrefi. Það merkir að frestur til að gera athuga- semdir rennur út 8. febrúar næstkomandi. Þegar sam- þykkt deiliskipulag liggur fyr- ir verður farið að vinna að út- boðsgögnum og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor. Þar sem verkið er hluti af framkvæmd vegna regnvatns- lagna er það á vegum gatna- deilda sveitarfélaganna,“ sagði Yngvi að lokum. standi fyrir sundinu er það öllum opið og þeir Kristinn Einarsson og Skúli Þorvalds- son tóku sundsprettinn með lögreglumönnunum. Syntir voru um 100 m. Eftir sundið var farið á lögreglustöðina við Hverfisgötu og drukkið heitt kakó. Jón Otti segir mikla sund- kappa ætíð hafa verið í röð- um lögreglumanna, t.d. þeir Eyjólfur Jónsson og Axel Kvaran. Fyrst hafi lög- reglumenn synt nýárssund árið 1910. Þá var keppt en á nýársdag var synt hópsund. NÝÁRSSUND Sjósundfélags lögreglunnar var þreytt á ný- ársdag í ísköldum sjónum og í allhvössum vindi við Æg- isgarð í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt hitamæli lögregl- unnar var sjávarhiti -1°C og lofthiti -3°C. Jón Otti Gíslason lögreglu- varðstjóri var einn þeirra sem stungu sér til sunds. „Þetta var óvenjukalt en gaman,“ segir Jón. „Það var vel hressandi að byrja árið svona.“ Sundið styrki líkam- ann og hressi hug og anda. Það sé því lögreglumönnum hollt að leggja stund á sjóböð. Þátttaka lögreglumanna varð þó minni en til stóð vegna annasams nýársmorguns. Fylgdarbátur og kafarar voru til taks í höfninni en Jón segir slíkar ráðstafanir nauð- synlegar. Auk Jóns Otta synti lög- reglumaðurinn Arnþór Dav- íðsson og Ingibjörg Sigurð- ardóttir sem starfaði í lögreglunni í sumar. Þó svo Sundfélag lögreglunnar Nýárssund Sjósundfélags lögreglunnar Júlíus Sigurjónsson Skúli Þorvaldsson stingur sér til sunds en Arnþór Davíðsson (nær) og Kristinn Einarsson gera sig líklega til að fylgja á eftir. Styrkir líkamann og hressir andann Ægisgarður FRAMKVÆMDIR eru nokk- uð á veg komnar við húsið Skógarhlíð 12 en nýlega felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úr gildi deili- skipulag sem borgin hafði samþykkt vegna lóðarinnar. Á lóðinni, sem stendur gegnt slökkvistöð Reykjavík- ur, hefur Ísarni hf. verið veitt leyfi til að reisa fimm hæða hús með bílageymslu. Niðurstaða úrskurðar- nefndarinnar byggðist fyrst og fremst á því að gert hafði verið deiliskipulag fyrir lóð- ina eina en ekki allan göt- ureitinn. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að vinna við skipulag svæðisins frá Litlu- hlíð að Miklubraut milli Bú- staðavegar og Skógarhlíðar, sé á lokastigi og að ný tillaga, sem taki til svæðisins alls, verði auglýst í janúar. Þar er áfram gert ráð fyrir fimm hæða húsi á lóðinni við Skóg- arhlíð 12. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær hæðir nýja hússins við Skógarhlíð eru komnar upp. Unnið á umdeildri lóð Hlíðar ELDRI borgarar í Hafnar- firði munu fá nýja aðstöðu fyrir félagsstarf sitt í nýbygg- ingu verkalýðsfélagsins Hlíf- ar við Flatahraun 3. Eldri borgarar í Hafnar- firði hafa nú félagsaðstöðu í Hraunseli við Reykjavíkur- veg en nýja aðstaðan verður á rúmlega 600 fermetrum á 1. hæð Flatahrauns 3 og er að- eins ein lóð milli núverandi að- stöðu og þeirrar nýju. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun 1. febrúar 2002. Forsvarsmenn bæjarins og verkalýðsfélagsins Hlífar gerðu með sér samning vegna húsbyggingarinnar í gær. Ný aðstaða fyrir eldri Hafnfirðinga Hafnarfjörður ÞAÐ er ekki á hverjum degi að rúllubaggar eru settir upp á húsþök, hvað þá í miðri höfuðborg Ísland, og eflaust eru þeir margir borgararnir sem rekið hafa augun í þá baggafjöld sem blasir við uppi á þaki húss BSÍ, og velt fyrir sér hvað þar væri eiginlega að ger- ast. Morgunblaðið er þar engin undantekning og hafði samband við Odd Ein- arsson, framkvæmdastjóra BSÍ, og bar einmitt fyrir hann þá spurningu. „Við settum þetta upp fyrir nokkrum vikum. Hug- myndin kom upphaflega vegna þess, að BSÍ var þjónustuaðili fyrir Go Air- lines og við erum raunar að búa okkur undir að taka það hlutverk að okkur aft- ur. Merki fyrirtækisins er eintómir hringir, svo okkur datt í huga að rúllubagg- arnir gætu minnt á þá um- boðsmennsku okkar. Það var maður, sem hefur unnið dálítið fyrir okkur við hönnun og breytingar hér innanhúss, sem fékk þessa hugmynd. Það er nú eig- inlega lítið meira um það að segja. Við höfum kallað þetta umhverfislistaverk, þegar einhver hefur spurt. Ein hugmyndin, sem kom upp, var að fá lánuð hrein- dýr úr Húsdýragarðinum, dagana fyrir jólin, og beita þeim á þakið. En það varð nú ekkert út því,“ sagði Oddur, léttur í bragði. Eiga rúllubaggarnir að vera þarna lengi? „Nei, það finnst mér nú ekki líklegt. Annars veit ég það ekki. En á næstu vikum kemur það í ljós. Við erum í raun búin að ná því mark- miði, sem við settum okkur. Þetta hefur vakið ótrúlega mikla athygli og við höfum verið spurð margra og ólíkra spurninga. Einn spurði t.d. hvort við ættum í vandræðum með að halda þakinu niðri.“ Hafa borgaryfirvöld haft samband við ykkur út af þessu, í einhverjum klögu- tón? „Nei, nei. Og enginn hef- ur svosem fett fingur út í þetta, en menn hafa haft misjafnar skoðanir. Sumir hafa kallað þetta glapræði og okkur erkifávita, en aðr- ir eru hrifnir af þessu fram- taki og segja þetta skemmtilegt uppátæki. En allir hafa skoðun á því.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúllubaggarnir á þaki BSÍ hafa vakið ómælda athygli, en ekki finnst öllum þetta beinlínis til prýði. „Umhverfis- listaverk“ á þaki BSÍ Vatnsmýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.