Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 75 Í FYRRAVOR framleiddi égsafnplötu, Rock from the ColdSeas (hér eftir RftCS). Hún inniheldur m.a. rokklög frá Græn- landi. Þar mokseldist hún og hefur jafnframt opnað dyr erlendis fyrir grænlenska rokkara. RftCS varð ferðamálaráði Aasia- at á Grænlandi kveikja að rokkhá- tíðinni Nipiaa Rock Festival (hér eftir NRF). Til leiks er boðið rokksveitum frá Grænlandi, Kan- ada, Danmörku og Íslandi. Hate- speech frá Færeyjum (eiga lag á RftCS) duttu út á síðustu stundu. Gyllinæð og Alsæla flugu til Kulusuk í boði Flugfélags Íslands. Þaðan til Kangerlussuaq og til Aasiiat á öðrum degi. Fótstigið gleymdist Inneruulat hófu hátíðina (eiga lag á RftCS). Alsæla var næst og Gyllinæð þar á eftir. Mikilvægt „fuzz“ fótstig fyrir gítar hefur gleymst á Íslandi. Þetta setur menn úr stuði. Áheyrendur sýna óþekktum íslenskum rapp-lögum með óperuköflum í bland við þjóð- lega takta takmarkaðan áhuga. Einungis þegar „Þorraþrællinn“ er fluttur brjótast út fagn- aðarlæti. „Þorraþrællinn“ er á RftCS og hefur fengið ágæta spilun í grænlenskum útvarpsstöðvum. Gústi söngvari Gyllinæðar er vígalegur. Skartar m.a. nýju húðflúri frá styrktarað- ila Gyllinæðar, Atlantis tattú-stofu Ingu Rúnar (fyrrum gítarleikara Grýlanna). Danni verður að notast við sama þunna gítarhljóminn og Alsæla. Það er erfitt fyrir tríó sem byggist bara á gítar, trommum og söng. Tvöfalda bassatrommu- fótstigið hans Magga bilar! Þetta skiptir áheyrendaskarann litlu máli. Hann heyrir bara óþekkt dauða-pönk lög. Lokahljómsveitir kvöldsins eru Kalak og kanadíska grjótmulningsvélin Angava. Eftir hljómleikana eru Íslend- ingarnir óhressir – þrátt fyrir að ýmsir komi og hæli því sem þeir heyrðu. Gyllinæð fer á flug Daginn eftir er gert við trommupedalann og gítarhljómn- um komið í skikkanlegt horf. Svo hefjast hljómleikarnir. Aftur er troðið út úr dyrum. Gyllinæð spilar á eftir ungri heimahljómsveit. NRF er sent út beint í útvarpinu. Margir eru mættir til að sjá Gyllinæð á sviði eftir að hafa heyrt í hljómsveitinni í útvarpinu kvöldið áður. Salurinn tryllist í fagnaðarlátum. Gyllinæð fer á flug. Hljómsveitin hefur aldr- ei verið þéttari, kraftmeiri og betri. Gústi bregður á leik og spú- ir eldi. Fagnaðarlætin magnast. Gyllinæð lýkur sínu prógrammi við áköf húrrahróp, klapp og blístur. Aðstandendur NRF krefjast þess að Gyllinæð spili nokkur lög til viðbótar. „Við styttum bara dagskrá hjá öðrum hljómsveitum í staðinn. Þetta er það sem liðið vill heyra!“ Gyllinæð hlýðir þótt strákarnir séu magnþrota eftir að hafa gefið allt í hávært og hratt dauða- pönkið. Ung heimahljómsveit tek- ur við af Gyllinæð. Alsæla er næst og hefur skipt um gír. Óperu- köflum hefur verið skipt út fyrir öskurrokk. Þetta kemur vel út. Bjarni Móhíkani öskrar líka pönk- útgáfu af „Rækjureggíi“ Ut- angarðsmanna. Lokaatriði kvölds- ins er Ole Kristiansen Band. Eftir hljómleikana er Gyllinæð hlaðin lofi. Franskt sjónvarpsfólk vill þá til Frakklands. Umboðs- maður Siissisoq óskar eftir þeim í hljómleikaferð í vetur. Liðsmenn Angava segja Gyllinæð vera bestu hljómsveit sem þeir hafa heyrt í og vilja samstarf. Þeir bjóða Gyll- inæð í partý. Úr partýinu er haldið beint aftur til Kangerlussuaq. Þar hittum við enskar konur á þrítugs- aldri. Hvað eru þær að gera á Grænlandi? „Við eigum plötu sem heitir Rock from the Cold Seas. Hún kveikti áhuga á að skreppa til Grænlands,“ segja þær ensku. Daginn eftir er flogið til Kulu- suk og þaðan til Íslands. Ljósmynd / Jens Guð Bjarni Móhíkani var í góðum gír í Grænlandi. Gyllinæð sló í gegn á hátíðinni og hefur fengið boð um að spila víðar. Ferðin til Aasiaat var löng og ströng. Rokk í Aasiaat Síðla síðasta ár var tveimur íslenskum rokksveitum, Gyllinæð og Alsælu, boð- ið að leika á rokkhátíðinni Nipiaa Rock Festival sem haldin var í Aasiaat í Grænlandi. Jens Guð var með í för og ritaði stutta ferðasögu. Gyllinæð og Alsæla léku í Grænlandi á dögunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.