Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 75
Í FYRRAVOR framleiddi égsafnplötu, Rock from the ColdSeas (hér eftir RftCS). Hún
inniheldur m.a. rokklög frá Græn-
landi. Þar mokseldist hún og hefur
jafnframt opnað dyr erlendis fyrir
grænlenska rokkara.
RftCS varð ferðamálaráði Aasia-
at á Grænlandi kveikja að rokkhá-
tíðinni Nipiaa Rock Festival (hér
eftir NRF). Til leiks er boðið
rokksveitum frá Grænlandi, Kan-
ada, Danmörku og Íslandi. Hate-
speech frá Færeyjum (eiga lag á
RftCS) duttu út á síðustu stundu.
Gyllinæð og Alsæla flugu til
Kulusuk í boði Flugfélags Íslands.
Þaðan til Kangerlussuaq og til
Aasiiat á öðrum degi.
Fótstigið gleymdist
Inneruulat hófu hátíðina (eiga
lag á RftCS). Alsæla var næst og
Gyllinæð þar á eftir. Mikilvægt
„fuzz“ fótstig fyrir gítar hefur
gleymst á Íslandi. Þetta setur
menn úr stuði. Áheyrendur sýna
óþekktum íslenskum rapp-lögum
með óperuköflum í bland við þjóð-
lega takta takmarkaðan áhuga.
Einungis þegar „Þorraþrællinn“ er
fluttur brjótast út fagn-
aðarlæti. „Þorraþrællinn“ er
á RftCS og hefur fengið
ágæta spilun í grænlenskum
útvarpsstöðvum.
Gústi söngvari Gyllinæðar
er vígalegur. Skartar m.a.
nýju húðflúri frá styrktarað-
ila Gyllinæðar, Atlantis tattú-stofu
Ingu Rúnar (fyrrum gítarleikara
Grýlanna). Danni verður að notast
við sama þunna gítarhljóminn og
Alsæla. Það er erfitt fyrir tríó sem
byggist bara á gítar, trommum og
söng. Tvöfalda bassatrommu-
fótstigið hans Magga bilar! Þetta
skiptir áheyrendaskarann litlu
máli. Hann heyrir bara óþekkt
dauða-pönk lög. Lokahljómsveitir
kvöldsins eru Kalak og kanadíska
grjótmulningsvélin Angava.
Eftir hljómleikana eru Íslend-
ingarnir óhressir – þrátt fyrir að
ýmsir komi og hæli því sem þeir
heyrðu.
Gyllinæð fer á flug
Daginn eftir er gert við
trommupedalann og gítarhljómn-
um komið í skikkanlegt horf. Svo
hefjast hljómleikarnir. Aftur er
troðið út úr dyrum.
Gyllinæð spilar á eftir ungri
heimahljómsveit. NRF er sent út
beint í útvarpinu. Margir eru
mættir til að sjá Gyllinæð á sviði
eftir að hafa heyrt í hljómsveitinni
í útvarpinu kvöldið áður. Salurinn
tryllist í fagnaðarlátum. Gyllinæð
fer á flug. Hljómsveitin hefur aldr-
ei verið þéttari, kraftmeiri og
betri. Gústi bregður á leik og spú-
ir eldi. Fagnaðarlætin magnast.
Gyllinæð lýkur sínu prógrammi við
áköf húrrahróp, klapp og blístur.
Aðstandendur NRF krefjast
þess að Gyllinæð spili nokkur lög
til viðbótar. „Við styttum bara
dagskrá hjá öðrum hljómsveitum í
staðinn. Þetta er það sem liðið vill
heyra!“
Gyllinæð hlýðir þótt strákarnir
séu magnþrota eftir að hafa gefið
allt í hávært og hratt dauða-
pönkið. Ung heimahljómsveit tek-
ur við af Gyllinæð. Alsæla er næst
og hefur skipt um gír. Óperu-
köflum hefur verið skipt út fyrir
öskurrokk. Þetta kemur vel út.
Bjarni Móhíkani öskrar líka pönk-
útgáfu af „Rækjureggíi“ Ut-
angarðsmanna. Lokaatriði kvölds-
ins er Ole Kristiansen Band.
Eftir hljómleikana er Gyllinæð
hlaðin lofi. Franskt sjónvarpsfólk
vill þá til Frakklands. Umboðs-
maður Siissisoq óskar eftir þeim í
hljómleikaferð í vetur. Liðsmenn
Angava segja Gyllinæð vera bestu
hljómsveit sem þeir hafa heyrt í
og vilja samstarf. Þeir bjóða Gyll-
inæð í partý. Úr partýinu er haldið
beint aftur til Kangerlussuaq. Þar
hittum við enskar konur á þrítugs-
aldri. Hvað eru þær að gera á
Grænlandi?
„Við eigum plötu sem heitir
Rock from the Cold Seas. Hún
kveikti áhuga á að skreppa til
Grænlands,“ segja þær ensku.
Daginn eftir er flogið til Kulu-
suk og þaðan til Íslands.
Ljósmynd / Jens Guð
Bjarni Móhíkani var í góðum
gír í Grænlandi.
Gyllinæð sló í gegn á hátíðinni og hefur fengið boð um að spila víðar.
Ferðin til Aasiaat var löng og ströng.
Rokk í Aasiaat
Síðla síðasta ár var tveimur íslenskum
rokksveitum, Gyllinæð og Alsælu, boð-
ið að leika á rokkhátíðinni Nipiaa Rock
Festival sem haldin var í Aasiaat í
Grænlandi. Jens Guð var með í för og
ritaði stutta ferðasögu.
Gyllinæð og Alsæla léku í Grænlandi á dögunum